Wednesday, October 04, 2006

Kárahnjúkar

Má til með að, og verð hreinlega að benda á þessa grein eftir Samma "fitness". Bæði stuðningsmenn og andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar munu kinka kolli frá upphafi greinar og til enda.

7 comments:

Anonymous said...

Frábær grein, vissulega. En ætli það sé ekki vegna þess að allir geti lesið það sem þeir vilja út úr þessu? Spilling, og vitleysa stjórnmálamanna, óarðbær virkjun og verið að kosta of miklu af náttúrulandins til að búa til frumvinnslu og láglaunastörf.

Allur iðnaður sem skapar raunverulegar tekjur úr áli fer fram erlendis?

Eftir stendur ennþá. tilhvers erum við að þessu.

Ég ætla að skrifa um þetta.

Geir said...

Hörðustu komma geta varla lesið mikið sér í hag úr þessu því þarna er verið að boða hið frjálsa framtak án afskipta stjórnmálamanna. Þetta með að "fórna náttúrunni" er auðvitað mjög huglægt en sennilega er réttmætt að efast um að svona risavaxin framkvæmd hefði orðið að veruleika ef peningamennirnir hefðu fengið að ráða.

Anonymous said...

Á meðan peningnir ráð skiptir náttúran engu máli, því það er jú bara huglægt hvað er einhver virði hjá einum en ekki öðrum. Aftur á móti er það einhvers virði að fá raforku í einhvern tíma eða hættulegan varning í stuttan tíma, segjum 50 ár, en það er peningamannsins einkinsvirði að náttúran sé falleg eftir 200 ár. Skiptir hann engu máli.

Framtíðarvirði er ekki til.

Hvernig fólk fer með umhverfi sitt og náttúru, jafnvel fólk fyrir fáeinar krónur er ótrúlegt.

Fyrirtæki og einstaklingar sem eru að græða pening fara eins illa með náttúruna og það getur þangað til að lög eða reglur stoppa það.

Markaðsöflin eiga bara við peningaveskið þitt en hugsar ekkert um það að jörðin er jafnmikilvæg fyrir okkur og við fyrir það.

Geir said...

Túrismi er alveg ákaflega gott fyrirbæri til að draga að þá sem eiga peninga til að góna á eyðilönd og hálendi og um leið hækka virði slíkra svæða þannig að það borgar sig engan veginn að fylla þau af vatni.

Þetta krefst þess hins vegar að landið sé í einkaeigu svo hæstbjóðandi geti gómað það. Vonandi læra menn af reynslunni og hætti að treysta pólitískunum fyrir öðru en getunni til að afla atkvæða, t.d. þessi maður:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061005/SKODANIR03/110050002/1079/SKODANIR

Anonymous said...

Í þessu margblessaða Kárahnjúkamáli skiptir máli hvort talað er við Jón eða Séra-Jón.

Séra-Jón getur verið Ómar Ragnarsson.

Séra-Jón getur verið Sigurður Arnalds.

Einn vínkill sem aldrei heyrist í fjölmiðlum (því verkfræðingar eru einir verstu PR menn í heimi) er að afskriftartími virkjunar er 40 ár. Þ.e. á þeim tíma á virkjunin að vera búin að borga sig upp.

Mótrök við þessu er að framtíðarvirði peninga eftir 40 ár er ekki mikið fé - en lónið mun ekki fyllast af drullu (framburði) fyrr en eftir 250-400ár. Það þýðir að allt að 9/10 af líftímanum mun útkoman vera í plús.

Sama afskriftarfyrirkomulag var á Búrfelli - sem, já... brátt verða orðin 40 ára gömul. Lónin eru ekki nærri full ennþá og vikur (steintegund) sem safnast fyrir í botni Sultartangalóns (ef ég man rétt) er útflutningsvara til Dannmerkur (believe it or not). Búrfellsvirkjanir munu með öðrum orðum mala gull fyrir Landsvirkjun mjög bráðlega.

Einnig má benda umhverfissinnum á að samfara aukningu í bráðnun jökla verður Grænland brátt "nýja Ísland". Það er, hrjóstrugt land, með ám og jöklum. Grasstrái hér og þar. Flytjum þangað íslenskar rollur og þá næst fullkomnun.

Einnig vil ég benda á að framburður áa er víst orkumikill. Þetta sést svart á hvítu í Kína, því þar hafa fiskistofnar snarminnkað í Gula hafinu eftir virkjun Yangtze. Segjum sem svo að eftir verði leirpollur mikill þegar ballinu er lokað. Segjum sem svo að eftir standi nokkrir ferkílómetrar af setlögum með jafngildi áburðar þarna uppi. Ég sé ekki betur en að það geti alveg eins talist mikið afrek að koma áburði fyrir á öllu þessu svæði. Þetta gæti orðið mögulegt gróðursvæði, amk. vex þarna sáralítið núna (af afspurn þeirra sem þarna vinna)... Helsta spurningin er hvort/hvernig regnskugginn verður þarna eftir líftíma virkjunarinnar.

Stóri punkturinn er sá að umhverfisáhrif virkjana geta verið jákvæð - samanber vikurútflutninginn. Ekki bara neikvæð - en það virðist vera firran sem allir hafa bitið í sig.

Nýtilkvaddur Séra-Jón kveður að sinni...

(Rosalega er leiðinleg og fáfróð umræða um þetta mál... groB-sheize..)

Besser.

Anonymous said...

Svæðið sem um ræðir er langt frá því að vera auðn núna, þó að landsvirkjun vilji ólm halda öðru fram. Svæðið sem sjálf stíflan stendur á, og göngin er ekkert nema sandauðnin ein, en það er kannski 1/10 af svæðinu. Og já, ég hef verið þarna, oft.

Varðandi Grændland, og hvað það er ljómandi lausn, þá hlýtur Vatnajökull að bráðnatöluvert á undan Grændlandsjökli, minni, á sömu breiddargráðu og með minna af norðlægum vindum. Þá er þessi virkjun farinn í rassgat því ekkert vatn er eftir.

Og ef fiskistofnar norður af landi byrja að minnka vegna virkuninnar, þá fer nú heldur lítið fyrir helsta atvinnuvegi N-A lands, Hraðfrystistöð Þórshafnar, Eskja, SVN og Hvalatúrarnir frá Húsavík.

Og varðandi túrismann þá er það ekki bara að landið sé í einkaeigu og fólk borgi sig inn í það, heldur líka ímyndin að við séum gott land og fólk mæti hingað yfirhöfuð.

Að lokum er rétt að benda á að vikurútflutningur telst ekki til jákvæðra umhverfisáhrifa, því fyrir umhverfið sem slíkt græðir það ekkert á að hafa vikurinn í botni lánsins þó það sé jákvætt fyrir eiganda lónsins. Það er tvennt ólíkt.

Þarna er verið að rugla saman tveimur hugtökum, umhverfisáhrif og lífshringnum af vikjuninni.

Anonymous said...

Hmm...
Rétt, vikurútflutningur er settur á rangan stall hjá mér.

Jákvæð umhverfisáhrif gætu t.d. verið minna rof frá núverandi lækjarstæðum ofl. þessháttar. Í stuttu máli geta þau sumsé verið jákvæð, ekki aðeins neikvæð.

Held að fiskistofnar hnigni ekki undan þessari virkjun, af þeirri einföldu ástæðu að mikið er eftir, mikið.

Að landið sé lítils virði (gróðurlega séð) er ekki tilvitnun í LV, heldur í vinnufélaga sem hafa nú verið við störf þarna í nokkur ár.

En einmitt, einmitt vegna þess að jöklar eru að hopa, segjum hverfa, á 300? árum, þá er þessi virkjun snilld. Eftir 300 ár er þessi "raforkulind" horfin og mikið af meira mengandi efnum hefur verið notað til raforkuframleiðslu annars staðar, jafnvel af óendurnýjanlegum orkugjöfum.

Reyndar er ég ekki svakalega fylgjandi þessari virkjun, en þar sem að fólk hlykkist alltaf í svarthvítar fylkingar, þá er ég í fylkingu virkjunarsinna. Best væri ef við hættum þessum sandkassaleik engu að síður.

Besser.