Sunday, October 29, 2006

Laugardagur til .. rigningar?

Kominn með sýningargrip fyrir J-dag. Gott mál.

"Á sunnudag er spáð rigningu, en ég set samt fyrirvara á það því danir segja daginn vera rigningardag þó aðeins rigni bara í 10 mínútur yfir daginn." Nákvæmlega!

Núna á ég öskubakka (í fleirtölu) og strigaskó og sitthvað fleira. Gott. Senn á ég dýnu og gestasæng og kodda og það allt. Gott. Maður getur kannski bráðum byrjað að kalla þetta heimili sitt.

Neits, ég er ekkert orðinn gamall neitt.

Ég fyrirlít ritstjórnarpartý (sumra).

Mig vantar "porn-buddy" - einhver sem fær forgang á að komast í tölvu manns að manni látnum til að eyða út klámi og öðru vafasömu áður en fjölskyldan fær hana í hendurnar. Trúnaði auðvitað heitið og það allt. Í hvaða kvikmynd sá ég eitthvað sem fjallaði um eitthvað svipað?

Helgarplanið heldur nokkurn veginn: Bilka, þvo, vinna, svefn og djammleysi. Ágætt. Næsta helgi verður gjörólík. Nóvember verður gjörólíkur.

Núna byrjar sama gamla sagan. Sjallar segja að það séu hlutfallslega margar konur í efstu sætunum á sínum framboðslista, og aðrir benda á að margar þeirra séu tiltölulega neðarlega. Þá umræðu ætla ég alveg að láta framhjá mér fara, viljandi.

Urgh, ég og mitt gullfiskaminni! Sem betur fer fann ég upp kerfi í vinnunni til að tækla það. Því miður er það eini staðurinn sem ég hef fundið leið til að tækla það. Fyrir vikið getur framkoma mín við fólk oft virst hrokafull, fjarlæg og áhugalaus. Sem er ekki endilega alltaf viljandi.

Hvenær kemur Brain Police til Köben?.

5 comments:

Anonymous said...

Sjón er sögu ríkari.......hættu svo að fyrirlíta!!!

Dr. Hannes Hafsteinsson said...

Hvernig væri að kíkja út á landsbyggðina og skoða fjörugt fjölskyldulíf og Jomfru Annegade næstu helgi ???? og kannski draga gestina með ???

Anonymous said...

Coupling season 1 episode 1. Jeff and Steve are porn-buddies.
-mvb

Anonymous said...

Það er nú góð tilhugsun að fá mat a la Kristín, vildi að ég hefði lengri tíma - næsta sumar Geir er það ekki málið......maki minn í brúðkaupi Kristínar, fæ ég ekki spurningarflóð yfir single-lífi mínu.

Geir said...

MVB: Þaðan kom einmitt hugmyndin:)

Þið eruð öll svo ágæt. Já Fjóla tilíedda!