Nóvember er mánuður sem ég gleymi seint, meðal annars þökk sé nóvemberannálnum sem núna verður skjalfestur.
Í dag er ég einn heima í fyrsta skipti í að verða tvær vikur í einn af fáum dögum í þessum mánuði.
Gestagangurinn hófst með Elísabetu í byrjun mánaðarins þar sem hún millilenti í Kaupmannahöfn á leið sinni til Sviss. Stúlkuna hafði ég ekki séð í einrúmi í töluverðan tíma, gott ef ekki síðan samstarfssumar okkar hjá Orkuveitunni endaði fyrir mörgum árum. Hún kom færandi hendi með áfengi og tóbak, keypti hálfa H&M og var í alla staði hress og frábær. Henni ætla ég ekki að týna í mannhafinu.
Daginn eftir mætir Fjóla í bæinn, sumarklædd og með rauða ferðatösku. Ekki amalegt að fá að hýsa tvær fallegar kvenverur sömu nóttina og rumska við þær masa saman daginn eftir.
Túristarúnturinn var tekinn af mikilli afslöppun og í miklum rólegheitum og honum vil ég ekki gleyma. Fjólu fékk ég að draga í bæinn til að hitta Barbana og drekka marga bjóra og var mikið fjör. Í fyrsta sinn sá ég manneskju fá tiltal frá löggunni fyrir að í fyrsta lagi hjóla ljóslaus, í öðru lagi hjóla sikksakkandi á miðri götu og í þriðja lagi hjóla sikksakkandi fyrir löggubíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.
Mjög ágæt helgi sem endaði með Afríkufjör Fjólu.
Móðir mín lendir svo á fimmtudeginum. Hún er svo afskaplega ágæt og alveg miklu meira en það. Þrátt fyrir mótmæli mín var hún staðráðin í að kaupa eitthvað í búið handa mér (í nafni afmælisgjafa) og fann upp á helling af hlutum sem mig vantaði án þess að ég vissi það fyrirfram. Bjórar voru drukknir heima og að heiman, jazztónleikar sóttir og mikið spjallað og ég þakka henni kærlega fyrir heimsóknina! Megi hún móðir mín komast sem oftast til mín og/eða ég til hennar.
Á mánudeginum flýg ég til Noregs og er þar í fjóra daga til að sitja námskeið á vegum vinnunnar (eða þannig séð). Minning þess tíma pakkast saman í örfáa frasa (og slæmra minninga um verðlag Stavanger, Noregi): Offshore! Halvtreds tusind tons! Offshore! Josh!
Skömmu eftir lendingu og heimkomu á fimmtudeginum mæta Barbarnir heim til mín (ég skulda þér ennþá fyrir hrekkinn Daði!). Ekki er hægt að segja annað en þeir hafi komið færandi hendi og nokkrir bjórar strax komnir niður þegar Sverrir mætir á staðinn, beint frá Kastrup. Drykkja og gleði og La Fontaine allt þar til ég eyðilagði skemmtunina með því að draga mig (og um leið Sverri) úr leik til að freista þess að ná nokkrum vinnutímum daginn eftir.
Eftir stuttan vinnudag á föstudaginn tekur við bæjarrölt með Sverri og svo stutt heimkoma til að koma fyrir verslunarafrakstri hans. Síðan var haldið á Kastrup til að taka á móti Aggú og Örvari. Aggú heldur á aðrar slóðir það kvöld en ánægjulegt kofafyllerí var þó haldið heima hjá mér. Afganginn af kvöldinu ræði ég ekki.
Laugardagurinn var svo vitaskuld enn meira sötur og jafnvel enn skemmtilegri bær. Nöfn eins og Signe og Kolla á Lergravsparken eru enn í fersku minni (á alveg fullkomlega alklæddan og siðprúðan hátt).
Mönnum eins og Ingimar og Börbunum þakka ég kærlega fyrir helgina.
Á sunnudeginum er piltum fylgt á flugvöllinn og við tekur þynnka og annað sem fylgir stífum pakka.
Á mánudeginum kemur Fjóla aftur heim frá Afríku og fór svo í morgun. Hún á skilið skammir fyrir það hvernig hún skildi íbúðina mína eftir sig! Allt uppvaskað og raðað og umslag hér og miði þar og hausinn á mér í tómu tjóni þótt íbúðin sé í toppstandi! Já, þú veist að þú mátt ekki gera svona lagað, Íslendingur!
Lýkur þar með nóvemberannál.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
verður maður ekki að þrífa eftir þessa barbara þína, ég er bara hissa á að þú bjóðir dömu í heimsókn með margra daga uppvask á borðunum - annars finnst mér bara hressandi að vaska upp klukkan 8 á morgnana rétt fyrir flug.....hehe.
Takk fyrir mig og allt hitt, minn kæri!!!
Jeeee desemberannáll!
Eg man ekkert eftir Signe og Kollu, þetta er uppspuni frá rótum.
Takk fyrir mig Geir :) Rauðar ferðatöskur virðast vera eitthvað "thing" hjá kvk gestum þínum.
Post a Comment