Wednesday, January 10, 2007

Ábending til ferðalanga

Svo virðist sem flugmiðaútsala Iceland Express hafi náð athygli margra. Ég fagna því ákaft og Hótel Geir hlakkar mikið til!

Hér er hins vegar ábending til ferðalanga (í náinni og fjarlægri framtíð):
Ef þú ert reyklaus, vinsamlegast kauptu (í Leifsstöð!) karton af Marlboro Lights (hvítar umbúðir), og helst þær stuttu (sem eru EKKI merktar sem "Marlboro 100's"). Ég borga í dönskum krónum, í reiðufé, annaðhvort við afhendingu eða skömmu síðar (og eftir atvikum fyrir afhendingu).

Einnig að kaupa hámarks leyfilegt magn af sterku áfengi, helst hreinum vodka (helst bláum Smirnoff eða Eldur-ís) eða gini (Bombay í blárri flösku eða Tanqueray sem er í grænni flösku), og ég kaupi það sem verður eftir eða er ekki drukkið á meðan á dvölinni stendur (ólíklegar aðstæður en fræðilega mögulegar). Ég greiði að sjálfsögðu fyrir í reiðufé og hófleg álagning er ekki litin hornauga.

Mikilvægt að hafa í huga að tollinn þarf að kaupa á Íslandi því á Kastrup er ekki móttöku-fríhöfn eins og á Íslandi.

Fyrirfram þakkir!

3 comments:

Anonymous said...

Skal gert!

Þetta vekur þó fleiri spurningar en svör:

Hver mörg karton má kaupa? Hver er lágmarks reykingaraldur í Danmörku, ef ég kem í fylgd með unglingum (16 og 18 ára)?

Hvert er hámarks leyfilegt magn af sterku áfengi og aldurstakmark þar?

Geir said...

Góðar spurningar sem ég svara með glöðu geði:

Eitt karton á einstakling, 18 ára og eldri, í hverri ferð (18 ára sem sagt reykingaraldurinn).

Magn áfengis er breytilegt eftir samsetningu áfengiskaupanna en ég held að a.m.k. eftirfarandi valkostir séu leyfilegir:
- Kassi af bjór
- Líter af sterku + 2 kippur bjór (yfirleitt mitt val)
- Tvær léttvín + 2 kippur af bjór

Eitthvað fleira? :)

Anonymous said...

Smá leiðrétting: Aldur til að koma með tóbak og áfengi inn í danmörk er 17 ár og miðar við fæðingardag.

Tollalögum var ekki breytt við síðustu áfengislög og stendur því á sama stað og fyrir 5 árum.

Það eru engin takmörk á bjór önnur en að þú mátt ekki kaupa fyrir meira 1.350 DKK, danir trúa því bara ekki að þú viljir koma með bjór inn í landið.

En annars. Reglurnar eru, 200 Sígarettur (Karton), 1 Líter af Sterku eða 2 lítrar líkjör og 2 lítrar af Borðvíni (Rautt, hvítt)

Danmörk er ekki með neina samsetningu af þessu svo það sem þú átt að koma með þegar þú mætir næst er semsagt:

Bjór upp að 1350 DKK
1 Líter af Sterku
2 Lítrar af Borðvíni
1 Karton af Sígarettum

... fyrir alla yfir 17 ára!

Áfram Geir, og áfram Hlynur!