Mikið var erfitt að fara á fætur í morgun eftir létta ölvun og leiðinleg úrslit í skemmtilegum handboltaleik í gær. Mikið var erfitt að halda fókus í vinnunni. Reyndar tókst það ekki. Hef líklega kostað meira fyrir atvinnurekandann í dag en ég aflaði honum.
Litla systir kemur til Baunalands á morgun og verða þá gestaskipti á hótelinu. Rúmfataskipti, athuga klósettpappír- og handklæðastöðuna og athuga hvort neyðarbirgðir af mat séu til staðar. Allt undir stjórn.
Neisko, var Hillary Clinton harður (og sæmilega sannfærandi) talsmaður þess að senda bandaríska hermenn inn í Írak? Jæja, hún skipti a.m.k. um skoðun, og heppilega svo rétt fyrir kosningar til bandaríska forsetaembættisins. Batnandi mönnum er best að lifa. Meira að segja svolítið diss á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ætli það sé enn í gildi hjá henni? Líklega enn á móti skattalækkunum. Erfið kona að átta sig á, en hvaða kona er það ekki?
Mikið fékk ég létt verkefni um daginn: Skrifa eitthvað neikvætt um R-listann sáluga. Af nægu að taka og ekki einu sinni nauðsynlegt að setja fram efnið á einhvern sérstakan hátt til að gera það krassandi, jafnvel sláandi. Spurning dagsins: Hve mörgum sinnum yfir fjárhagsáætlun fór ljósleiðaraævintýri Reykjavíkur (lesist: hvaða tölu þarf að margfalda kostnaðaráætlunina með til að fá út kostnaðinn)? 3 sinnum, 13 sinnum eða 23 sinnum?
Ætli brennsla mannsins á olíu og gasi verði líka gerð að ástæðu pólskipta á Jörðinni? Ætli vangavelta af þessu tagi hætti að vera talin fáránleg eftir 5 ár eða 10?
Bush eykur herafla Bandaríkjamanna í Afganistan! Nú hlýtur borgarastyrjöldin að taka kipp þar í landi.
Ýmislegt bendir til að ég sé á leið á tónleika með Stuðmönnum og Sálinni í Köben um miðjan mars í vægast sagt fríðu föruneyti. Hressandi tilhugsun.
Superbowl-kvöld í allt öðruvísi fríðu föruneyti er einnig hressandi tilhugsun.
Hvað svo með þorrablótsball Íslendingafélagsins í Köben í lok febrúar? Ég er ekki frá því að það sé ágæt hugmynd.
Næsta góða hugmynd: Fara í háttinn. Langur dagur á morgun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Er ekki Pétur Ben í Loppen í byrjun febrúar?
So it seems. Að sjálfsögðu seint á virku kvöldi en Loppen 7. feb hýsir Pétur Ben. Spurgsmål með að kíkja.. hmm..
Post a Comment