Monday, February 12, 2007

Mandagsbrok

Vinnuþrekið á enda í bili eftir frekar annasaman dag. Stemmingin er ágæt enda hin og þessi smáatriði smám saman að smella saman.


Verkfræðihluti fyrirtækisins míns ætlar að skella sér í skíðaferð til Norður-Svíþjóð um miðjan mars-mánuð (sambland afslöppunar, "team-building" og vinnutengdra verkefna). Fullkomin tímasetning. Einni helgi fyrr og þá hefði það hitt á heimsókn litla bróður. Nú er allt gott.
Útboðsgögn eru mjög mismunandi í innihaldi. Annað verður ekki sagt. Sennilega meira um það síðar.


Einsdagsferð til Norges ásamt samstarfsmanni í lok febrúar hér með skjalfest. Mikið "offshore" í vændum þótt ég sé nú ekki á leið út á haf.


Skattmann er væntanlegur á netið í mjög náinni framtíð. Fylgist með!


Um daginn las ég snilldarlýsingu á því hversu mikilvægur séreignarrétturinn er samfélagi sem vill vaxa og dafna og búa einstaklingum góð skilyrði til að svo megi verða: "Enginn hefur nokkurn tímann í sögu mannkyns þvegið bílaleigubíl!" Ég hló upphátt í þéttsetinni lest við lesturinn.


Talandi um lestir - núna loksins er að opnast enn ein (lögleg) undankomuleið mín frá skattinum; að fá mánaðarkortið í almenningssamgöngukerfið greitt af launum fyrir skatt. Tveir bjórkassar á mánuði þar með græddir. Betri finnst mér neysluskattar en tekjuskattar.


Líklega er ekki gott að vera með svefngalsa þegar maður svarar leiðinlegum athugasemdum viðskiptavinar við skýrslu. Læt það vera lokaorðin í bili.

No comments: