Monday, February 26, 2007

Morkinn á mánudegi

Mátulega skemmdur á mánudagsmorgni eftir svo ljómandi ágæta helgi. Nokkur stikkorð:
Tommi táfýla og Gulla hressa - fótboltaspil á Café B-eitthvað - Jói halti - sveitt þorrablótsball - Raggaló sæta - veiði á Pile - rumska ekki á sunnudeginum.

"En blomst om ugen, så er der fugt i..." ..dönskunördum er leyft að botna þetta stórfyndna orðatiltæki.

Excel-aðgerð dagsins er vektorreikningur sem sparar mörg handtök og leggur saman margfeldi tveggja talna, þar sem önnur kemur úr röð og hin úr dálki:
SUMPRODUCT(TRANSPOSE($CX2:$GL2),$C$38:$C$130)

Vinnufélagi minn mættur aftur eftir viku vetrarfrí. Afleiðingin er alveg stanslaust mas allan daginn, hvort sem því er svarað eða ekki. Þessi týpa Danans er furðualgeng og birtist á ólíklegustu stöðum (strætó, búðum, biðstöðvum, skemmtistöðum, vinnunni). Góð ráð til að lágmarka skaðann af þessu fólki vel þegin.

Ég lýsi hér með eftir litlum, meðfærilegum og sparneytnum (á minni og örgjörva) spilara fyrir tónlist í tölvurnar í lífi mínu. Gamall Winamp dugir ágætlega en er ekki alveg nógu góður. Mörg spilaraforrit eru þung og geta of mikið (þ.e. meira en spilað MP3, WMA, OGG og þess háttar snið). Skilyrði fyrir utan smæð og sparneytni: Minnkar í system tray.

Um daginn móðgaðist Dani í fyrsta skipti þegar ég ásakaði hann um að vilja skattahækkanir. Venjulega mótmæla þeir ekki eða hreinlega taka undir slíkar ásakanir enda allir með sínar góðu hugmyndir um hvernig allir aðrir eiga að ráðstafa vinnulaunum sínum. Þessi skinn.
Skrokkurinn hefur verið í betra ástandi en í dag.

Á morgun er það dagferð til Noregs með gríðarlega "offshore" markmiði - kíkja á þreytuþolspróf á olíu- og gasröri í fullri keyrslu. Hressandi nördaskapur það.

Eftirfarandi er sjaldnast of oft bent á: "Eins og áður hefur verið rakið, þá er nokkuð margt sem bendir til þess að umhverfisáhugi vinstrigrænna sé meiri í orði en á borði. Að vinstrihreyfingin-grænt framboð sé einfaldlega hefðbundinn sósíalískur flokkur, sem veifi umhverfisfána af þeirri ástæðu helstri, að aðrir fánar hans séu orðnir gegnsæir og fáum myndi líka sem þar sæist í gegn."

Síðdegisþreytan orðin að síðdegiseirðarleysi og tveir kostir í stöðunni: Byrja á nýju verkefni eða fara heim. Ég vel seinni kostinn.

6 comments:

Anonymous said...

Flott að fá sjokk í Noregi yfir verðlaginu!

Danir hamingjusamasta þjóð í heimi segja þeir nú, eitthvað til í því?

Burkni said...

... Stuen? Meikar amk sens!

Sumproduct: Old news :)

Spilari: Upgrade-aðu bara í nýjan winamp og hafðu hann strípaðan (Lite)

Geir said...

Fjóla, þeir eru ánægðastir eftir einn eða tvo, fá sér gjarnan einn eða tvo, og því mjög oft ánægðir, svo ætli svarið sé ekki "já".

Burkni, góð tilraun og gríðarlega rökrétt gisk en ekki alveg það sem ég var að leita að. Svarið birtist fljótlega. Opið á fleiri gisk á meðan.

Anonymous said...

vlc media player

Unknown said...

... fugen.

Geir said...

Bingó.