Eftir að ég ákvað um daginn að ég væri alveg afskaplega lítið upptekinn maður þá finnst mér eins og ég hafi endalausan tíma þrátt fyrir að ekkert hafi í raun breyst í kringum mig frá því taldi mig vera ákaflega upptekinn mann! Er þessu að þakka hugarfarsbreytingu hjá mér eða því einfaldlega að ég er ekki mjög upptekinn maður frekar en aðrir í silalegri Danmörku, en hafði látið smitað mig af Dönum sem hafa í raun ekkert að gera, en kvarta samt alltaf yfir tímaskorti?
Ég hallast að seinni skýringunni.
Eitthvað er nú samt í gangi. Í gær vann ég í tæpa 13 tíma án þess að nokkur breyting sæist á verkefnalistanum mínum. Á föstudaginn er bjórkvöld með vinnufélögum og það er hið besta mál og rúmlega það. Í næstu viku verð ég meira og minna í París vegna vinnu. Blendnar tilfinningar til þess. Febrúar er þéttpakkaður. Eirðarleysi er a.m.k. ekki á dagskrá.
Viðurnefnum mínum í vinnunni fer fjölgandi. Um þessar mundir er ég ávarpaður með ýmsu móti, til dæmis: "Mister Præsident", "Mister Kælderpræsident", "Geyser", "Mr. Geir.", "Island", auk hinna hefðbundnu blæbrigða nafns míns, "Gjíír", "Gæjer", "Gjer", "Geijjr" (spænska útgáfan) og "Gjeer" (franska útgáfan). Ekki laust við að ég þurfi að vera á stöðugri vakt til að átta mig á því þegar á mig er yrt!
Mikið er gaman að eiga litla systur. Ég mæli með því fyrir alla!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Þú ert stjarna minn kæri G.
The G-father er töff nafn fyrir þig :)
Þú mælir með litlum systrum.. ég mæli ekki með stórum bræðrum!! Hvað þá litlu bræðrum.. jesús pétur jósefsson frá nazaret segi ég nú bara!!
Litla systir þín á samt góðan stóra bróður, hún er kannski heppnari en ég..
þú gengur allavega ekki undir nafninu Röndótti Geir vertu ánægður með það..
kv. Sifin
Gayr!
kv. Hjalti
Sammála síðasta ræðumanni.
Algengasta form, og hið rétta gleymdist í upptalningunni!
.daði
Post a Comment