Hvernig væri nú að byrja vinnuvikuna á eins og einu mola-bloggi? Persónulega finnst mér þau svo skemmtileg (hjá mér)!
Tímabilið kl. 7-9 er það langafkastamesta hjá mér í vinnunni. Enginn Dani mættur í fjögurra manna skrifstofuna sem ég er í og heilinn að veltast um í fyrstu koffínsopum dagsins. Kjörblanda alveg hreint.
Helgin var ágæt. Föstudagurinn var hin fínasta bæjarferð með Hauki, þeirri litháensku og fleirum góðum. Uppsöfnuð þreyta gerði svo að ég svaf af mér allan laugardaginn (frá ca. kl. 6 á laugardagsmorgni til 1:30 eftir miðnætti 19 tímum síðar), missti þar með af Burkna en hann fyrirgefur það vonandi! Í gær voru rólegheit eftir ánægjulega heimsókn. Svo ágætt allt saman.
Ég var að fá að vita að ég slapp við kæru vegna skorts á líkamlegum sönnunargögnum. Sjúkk!
Í dag kemst ég aftur í félagslega einokunaraðstöðu þar sem á tímabili voru aðrir valmöguleikar. Húrra fyrir því!
Gvuði sér lof fyrir sérhæfða reikni-netþjóna!
Í dag endurnýjast hefð frá því fyrir jóla-ferðalag mitt til Íslands: Labb með ákveðnum samstarfsfélaga (Dana) út á lestarstöð, stoppað við í sjoppu á leiðinni, bjór keyptur og hann drukkinn í lestinni á leið í bæinn. Það er á svona dögum sem ég er hvað þakklátastur fyrir bílleysi mitt!
Húrra fyrir Amazon.co.uk sem sendir pantanir af stað daginn eftir pöntun! Húrra fyrir bókunum [12] sem ég var að panta (handa mér í þetta skiptið, eða a.m.k. önnur þeirra)!
Ég er orðinn þreyttur. Best að finna sér einhver rólegheit til að dunda sér við í um klukkutíma.
Yfir og út!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Say what...slappst við kæru hvað?
Hey skondið...
sömu bækur og ég fékk í jólagjöf frá Zhaveh. :)
Fjóla, ég veit nú ekki alveg hvað kæran hefði verið fyrir en eitthvað samt!
Haukur, je ræææææææt!
Skorts á líkamlegum sönnunargögnum
=
Þú náðir ekki úr honum => skildir ekki eftir DNA?
Langt síðan ég hef skilið eftir comment ... ég kann ekkert á þetta INTERNET lengur
kv. Hjalti sem er anomymous
Sumir eiga erfitt með að kyngja þessum molum þínum.
Hjalti, áhugaverð kenning en ekki alveg nákvæmlega rétt!
Árni, enda ekki um neitt skyndibita að ræða sjáðu til! :)
Post a Comment