Tuesday, January 22, 2008

Puðað í París

Í þessari skrifandi stundu sit ég á hótelherbergi í París, reykjandi sígarettu og drekkandi rauðvín, nýbúinn með seinasta vinnuverkefni dagsins og hlakka til morgundagsins. Þessi vika hjá mér heitir nefnilega "fatigue camp", er hluti ef verkefni sem ég tilheyri og er einskonar tilraun með líkamlega nærveru okkar fyrirtækis og eins ágætis fyrirtækis sem heitir Acergy, og er meðal annars með starfsemi í París.

Þessi litla útlegð er alveg stórgóð og sömuleiðis fræðandi. Franskir verkfræðingar (a.m.k. þeir hjá Acergy) eru engir 35-vinnuviku kettlingar. Þeir eru miklu nær því að vera í 45-50 vinnuvikunni. Hef nú séð það með berum augum tvo daga í röð og hálfskammast mín fyrir að yfirgefa vinnustaðinn milli kl 18 og 19 vegna hungurs.

Hvað um það, ég þarf að huga að svefni. Yfir og út!

3 comments:

Anonymous said...

Eg er ad koma til Koben a morgun. Verduru losnadur ur utlegdinni tha?

Geir said...

Kem seint á föstudagskvöld, lítið við það ráðið úr þessu!

Anonymous said...

oh mig langar í GOTT rauðvín!!
B