Voðalega virðist ég hafa frá litlu að segja ef marka má bloggleysi mitt upp á síðkastið? Kannski hef ég frá ýmsu að segja en nenni ekki að halda utan um það skriflega? Það væri nú synd og skömm því þetta blogg er jú hálfgerð dagbók mín og um leið upplýsingaveita fyrir ykkur hin sem viljið gægjast inn í líf mitt.
Seinasta helgi var alveg ljómandi! Hún hófst raunar á fimmtudagskvöldinu þegar Stebbi kom og við náðum smá spjalli og sötri. Síðar um kvöldið lenti Fanney frænka ásamt kærasta og smá bjór og einum kebab seinna var haldið til Kristjaníu og þar var sötrað aðeins meira þar til félagar Stebba komu og ég, frænka og kærastinn héldum heim á leið. Föstudagskvöldið fór í alveg ljómandi vinnusötur þar sem ég skilaði mér frekar seint heim, svaf allan laugardaginn (til kl. 19 um kvöldið) og vaknaði nokkuð hress. Um kvöldið var svo sötur, tvær vinkonur frænku og Svenni slógust í för, Skarfurinn heimsóttur og einnig LA bar (vegna dansgólfsins með 'góðu' tónlistinni), símanúmeri bætt í símann, og drykkjuúthald alveg frambærilegt. Sunnudagurinn fór í að túristast með frænku og kærasta og kvöldið í ávallt-hressandi sötur með henni Ósk sem senn kveður Danmörku.
Að sjálfsögðu lét frænka svo kærastann vaska upp eftir helgina svo ég kom heim í íbúð hreinni en ég yfirgaf á mánudagsmorgni. Ljómandi það!
Vinnuvikan hefur vægast sagt verið taktlaus. Mætti ekki fyrr en um 10-11 leytið bæði í morgun og í gær því það var einfaldlega of gaman að hanga á MSN, kaupa vini sína á Facebook, lesa yfir greinina mína sem birtist í næsta vetrarhefti Þjóðmála og almennt bara hanga heim í náttbuxunum án háfleygra áætlana. Gleyma svo að stilla vekjaraklukkuna, eða stilla hana á tímann sem ég hafði í huga sem mætingartíma minn á meðan ég var að setja inn hringitímann.
Hasarinn í vinnunni er samt mikill. Tölvupóstar fljúga á milli mín, Acergy í París, CRP í Englandi, Marintek í Noregi og Dana í Danmörku. Hálfgerð "technical manager" stemming í gangi sem einhverjum Dana fannst ástæða til að hrósa mér fyrir vegna þess að ég var bara 1 klst að pressa Frakka til að lækka einhvern öryggisstuðul og þar með létta líf einnar hönnunardeildar okkar um helling. Já, ég er ekki svo galinn satt að segja!
Daði hefur pantað djamm annað kvöld og það er sjálfsagt að verða við því. Hverjir aðrir, hvar og hvenær og það allt reddast þegar líður á morgundaginn.
Fjólu óska ég góðs gengis á næstu vikum!
Eitthvað fleira? Nei. Yfir og út!
Thursday, February 21, 2008
Thursday, February 14, 2008
Þá hefst senn litli-föstudagur!
Mikið rosalega er heiðskýrt í Kaupmannahöfn! Kalt og gluggaveður en heiðskýrt og bjart. Góður dagur til að drekka bjór utandyra!
Innan fárra tíma lenda bæði frænka mín+kærasti og Stebbi skáti og ég sé ekki hvernig það getur þýtt annað en ánægjulegt kvöld. Annað kvöld verður blautur hittingur með vinnufélögum og óplönuð helgi tekur svo við. Ekki neinu að kvíða í stuttu máli!
Vinnan hefur verið ágæt í vikunni. Á mánudaginn byrjaði nýr maður í minni deild sem ég var gerður að "mentor" fyrir og fékk þau fyrirmæli að hann ætti að læra allt sem ég hef á verkefnalista mínum og hreinlega létta byrði mína. Það mun að vísu ekki virka en góð tilraun!
Ég þarf að eiga fleiri sunnudagskvöld eins og það seinasta. Sötur í 6 klst og svo "snemma" heim að sofa fyrir vinnuvikuna - gott mál!
Enn einu sinni treður Dani sér á vinnudagskrá mína til þess eins að verða að flöskuhálsi (veikur, svo í fríi). Greyið viðskiptavinurinn!
Annars heyrði ég rétt í þessu garnir gaula og ætla því að drulla mér í gestagangsgírinn með eins og einum kebab og pilsner í eftirrétt.
Innan fárra tíma lenda bæði frænka mín+kærasti og Stebbi skáti og ég sé ekki hvernig það getur þýtt annað en ánægjulegt kvöld. Annað kvöld verður blautur hittingur með vinnufélögum og óplönuð helgi tekur svo við. Ekki neinu að kvíða í stuttu máli!
Vinnan hefur verið ágæt í vikunni. Á mánudaginn byrjaði nýr maður í minni deild sem ég var gerður að "mentor" fyrir og fékk þau fyrirmæli að hann ætti að læra allt sem ég hef á verkefnalista mínum og hreinlega létta byrði mína. Það mun að vísu ekki virka en góð tilraun!
Ég þarf að eiga fleiri sunnudagskvöld eins og það seinasta. Sötur í 6 klst og svo "snemma" heim að sofa fyrir vinnuvikuna - gott mál!
Enn einu sinni treður Dani sér á vinnudagskrá mína til þess eins að verða að flöskuhálsi (veikur, svo í fríi). Greyið viðskiptavinurinn!
Annars heyrði ég rétt í þessu garnir gaula og ætla því að drulla mér í gestagangsgírinn með eins og einum kebab og pilsner í eftirrétt.
Wednesday, February 06, 2008
Takk fyrir mig!!!
Í stund milli stríða er sennilega hyggilegt að koma frá sér því sem helgin og seinustu dagar almennt hafa haft upp á að bjóða.
Seinasta vika: Kvef, hor, samt ekki neinn slappleiki, og vitaskuld mætt í vinnuna alla daga. Kvef og hor rann vitaskuld af mér um leið og ég fékk mér nokkra bjóra með Daða og nýkomnum Hlyni á fimmtudagskvöldið. Ég náði því að jafna mig fyrir föstudaginn.
Á föstudeginum mætti systir hress til leiks og systir send norður í Lyngby í DTU-partý og Arnar og Ingi dregnir til leiks og haldið í bát Danna þar sem Norður-Jótar, rassgóðar stelpur og Slagsmála-Hlynur skemmtu öllum í nokkra tíma. Bærinn og Skarfurinn og ungverskar og svört og óvæntur Daði og fleira gott var afgangur kvöldsins þar til systir var aftur mætt til að styðja gamla þreytta bróður sinn heim. Eðalkvöld!
Laugardagurinn hófst vitaskuld á þynnkumat og nokkrum afrétturum á Strædet með Arnari nýklippta og Inga og systir og vinkona hennar mættu í smá ávexti (SMÁ ávexti) til okkar og eftir það tók við Toga-bar.
Toga-bar já. 26 fm! Hef sjaldan heyrt jafnmarga fitubrandara á jafnskömmum tíma í jafnstanslausum straum. Ái hvað mér var orðið illt í andlitinu vegna hláturs (vont að halda brosi svona lengi í einu) og maganum sömuleiðis! Ái!
Hvað svo? Piltar halda til Daða. Ég "skrepp" heim í nokkra tíma. Mæti samt að lokum. Nú var drukkið! Svo mikið að spurningar eins og "hvað var drukkið?" og "hvar?" hafa ekki endilega svo góð og ítarleg svör. Kvöldið endaði samt vissulega hjá Hong Kong - systu ekki hleypt inn "vegna ölvunar" (sem var engu að síður ekki svo mikil) og reiðir dyraverðir í slagsmálaham fengu ekki að berja okkur þrátt fyrir tilraunir til að fá afsökun til þess.
Sunnudagur - sjálfur Superbowl-dagurinn! Mætti sæmilega útsofinn um kvöldið og þá voru piltar mættir og nokkrum þriggja-bjóra-lotum seinna var ég orðinn hress líka. O'Learys sveik ekki (þótt skjávarpinn hafi gert það reglulega) og ölvun varð þónokkur (sérstaklega hjá vinkonu systu). Óvænt úrslit vissulega, sumum til mikillar gremju.
Sam's bar tók við um nóttina og Hong Kong tók við um morguninn og ósofin kl 10 að morgni var systirin kvödd og hún fór í flugið og ég fór að sofa. Kvaddi hinn fallega Hlyn um kvöldið með einum bjór eða tveimur og í gær hófst vinnuvikan. Síðan þá hefur mestallur tími minn farið í fundasetu en það hættir síðdegis í dag.
Lýkur þar með vikuannál mínum. Góðar stundir!
Seinasta vika: Kvef, hor, samt ekki neinn slappleiki, og vitaskuld mætt í vinnuna alla daga. Kvef og hor rann vitaskuld af mér um leið og ég fékk mér nokkra bjóra með Daða og nýkomnum Hlyni á fimmtudagskvöldið. Ég náði því að jafna mig fyrir föstudaginn.
Á föstudeginum mætti systir hress til leiks og systir send norður í Lyngby í DTU-partý og Arnar og Ingi dregnir til leiks og haldið í bát Danna þar sem Norður-Jótar, rassgóðar stelpur og Slagsmála-Hlynur skemmtu öllum í nokkra tíma. Bærinn og Skarfurinn og ungverskar og svört og óvæntur Daði og fleira gott var afgangur kvöldsins þar til systir var aftur mætt til að styðja gamla þreytta bróður sinn heim. Eðalkvöld!
Laugardagurinn hófst vitaskuld á þynnkumat og nokkrum afrétturum á Strædet með Arnari nýklippta og Inga og systir og vinkona hennar mættu í smá ávexti (SMÁ ávexti) til okkar og eftir það tók við Toga-bar.
Toga-bar já. 26 fm! Hef sjaldan heyrt jafnmarga fitubrandara á jafnskömmum tíma í jafnstanslausum straum. Ái hvað mér var orðið illt í andlitinu vegna hláturs (vont að halda brosi svona lengi í einu) og maganum sömuleiðis! Ái!
Hvað svo? Piltar halda til Daða. Ég "skrepp" heim í nokkra tíma. Mæti samt að lokum. Nú var drukkið! Svo mikið að spurningar eins og "hvað var drukkið?" og "hvar?" hafa ekki endilega svo góð og ítarleg svör. Kvöldið endaði samt vissulega hjá Hong Kong - systu ekki hleypt inn "vegna ölvunar" (sem var engu að síður ekki svo mikil) og reiðir dyraverðir í slagsmálaham fengu ekki að berja okkur þrátt fyrir tilraunir til að fá afsökun til þess.
Sunnudagur - sjálfur Superbowl-dagurinn! Mætti sæmilega útsofinn um kvöldið og þá voru piltar mættir og nokkrum þriggja-bjóra-lotum seinna var ég orðinn hress líka. O'Learys sveik ekki (þótt skjávarpinn hafi gert það reglulega) og ölvun varð þónokkur (sérstaklega hjá vinkonu systu). Óvænt úrslit vissulega, sumum til mikillar gremju.
Sam's bar tók við um nóttina og Hong Kong tók við um morguninn og ósofin kl 10 að morgni var systirin kvödd og hún fór í flugið og ég fór að sofa. Kvaddi hinn fallega Hlyn um kvöldið með einum bjór eða tveimur og í gær hófst vinnuvikan. Síðan þá hefur mestallur tími minn farið í fundasetu en það hættir síðdegis í dag.
Lýkur þar með vikuannál mínum. Góðar stundir!
Subscribe to:
Posts (Atom)