Í stund milli stríða er sennilega hyggilegt að koma frá sér því sem helgin og seinustu dagar almennt hafa haft upp á að bjóða.
Seinasta vika: Kvef, hor, samt ekki neinn slappleiki, og vitaskuld mætt í vinnuna alla daga. Kvef og hor rann vitaskuld af mér um leið og ég fékk mér nokkra bjóra með Daða og nýkomnum Hlyni á fimmtudagskvöldið. Ég náði því að jafna mig fyrir föstudaginn.
Á föstudeginum mætti systir hress til leiks og systir send norður í Lyngby í DTU-partý og Arnar og Ingi dregnir til leiks og haldið í bát Danna þar sem Norður-Jótar, rassgóðar stelpur og Slagsmála-Hlynur skemmtu öllum í nokkra tíma. Bærinn og Skarfurinn og ungverskar og svört og óvæntur Daði og fleira gott var afgangur kvöldsins þar til systir var aftur mætt til að styðja gamla þreytta bróður sinn heim. Eðalkvöld!
Laugardagurinn hófst vitaskuld á þynnkumat og nokkrum afrétturum á Strædet með Arnari nýklippta og Inga og systir og vinkona hennar mættu í smá ávexti (SMÁ ávexti) til okkar og eftir það tók við Toga-bar.
Toga-bar já. 26 fm! Hef sjaldan heyrt jafnmarga fitubrandara á jafnskömmum tíma í jafnstanslausum straum. Ái hvað mér var orðið illt í andlitinu vegna hláturs (vont að halda brosi svona lengi í einu) og maganum sömuleiðis! Ái!
Hvað svo? Piltar halda til Daða. Ég "skrepp" heim í nokkra tíma. Mæti samt að lokum. Nú var drukkið! Svo mikið að spurningar eins og "hvað var drukkið?" og "hvar?" hafa ekki endilega svo góð og ítarleg svör. Kvöldið endaði samt vissulega hjá Hong Kong - systu ekki hleypt inn "vegna ölvunar" (sem var engu að síður ekki svo mikil) og reiðir dyraverðir í slagsmálaham fengu ekki að berja okkur þrátt fyrir tilraunir til að fá afsökun til þess.
Sunnudagur - sjálfur Superbowl-dagurinn! Mætti sæmilega útsofinn um kvöldið og þá voru piltar mættir og nokkrum þriggja-bjóra-lotum seinna var ég orðinn hress líka. O'Learys sveik ekki (þótt skjávarpinn hafi gert það reglulega) og ölvun varð þónokkur (sérstaklega hjá vinkonu systu). Óvænt úrslit vissulega, sumum til mikillar gremju.
Sam's bar tók við um nóttina og Hong Kong tók við um morguninn og ósofin kl 10 að morgni var systirin kvödd og hún fór í flugið og ég fór að sofa. Kvaddi hinn fallega Hlyn um kvöldið með einum bjór eða tveimur og í gær hófst vinnuvikan. Síðan þá hefur mestallur tími minn farið í fundasetu en það hættir síðdegis í dag.
Lýkur þar með vikuannál mínum. Góðar stundir!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Löng time NEVER!
Takk fyrir mig líka!
Frábært fólk og frábær stemning.
Aftur ungverskara. Hressandi:)
Eru menn farnir í verkfall?
Takk fyrir frábæra helgi, er rétt að ná mér núna eftir hana.
Ég ´fór þarna beint í flug eftir langa nóttu og það var mjög erfitt get ég samt þér. Sofnaði fyrir utan flugvélina og flugfreyjan ætlaði ekki að leyfa mér að koma með, sofnaði í flugvélinni á leiðinni og var so alls ekki í ástandi til að keyra heima en kaffi og söngur redduðu því að ég sofnaði ekki undir stýri, skitt kannski verð ég bara samferða Hlyni næst á þriðjudegi.
P.S. Lyklarnir eru á leiðinni með Fanney í dag
Post a Comment