Thursday, February 14, 2008

Þá hefst senn litli-föstudagur!

Mikið rosalega er heiðskýrt í Kaupmannahöfn! Kalt og gluggaveður en heiðskýrt og bjart. Góður dagur til að drekka bjór utandyra!

Innan fárra tíma lenda bæði frænka mín+kærasti og Stebbi skáti og ég sé ekki hvernig það getur þýtt annað en ánægjulegt kvöld. Annað kvöld verður blautur hittingur með vinnufélögum og óplönuð helgi tekur svo við. Ekki neinu að kvíða í stuttu máli!

Vinnan hefur verið ágæt í vikunni. Á mánudaginn byrjaði nýr maður í minni deild sem ég var gerður að "mentor" fyrir og fékk þau fyrirmæli að hann ætti að læra allt sem ég hef á verkefnalista mínum og hreinlega létta byrði mína. Það mun að vísu ekki virka en góð tilraun!

Ég þarf að eiga fleiri sunnudagskvöld eins og það seinasta. Sötur í 6 klst og svo "snemma" heim að sofa fyrir vinnuvikuna - gott mál!

Enn einu sinni treður Dani sér á vinnudagskrá mína til þess eins að verða að flöskuhálsi (veikur, svo í fríi). Greyið viðskiptavinurinn!

Annars heyrði ég rétt í þessu garnir gaula og ætla því að drulla mér í gestagangsgírinn með eins og einum kebab og pilsner í eftirrétt.

2 comments:

Anonymous said...

Hressandi blogg, fyrir konu með steikta kokka í hálsinum (eða það kallar litli frændi minn háls sýkingar).

Geir said...

Sígarettureykur ætti að steikja steikta kokka í burtu!