Wednesday, June 11, 2008

Ísland hluti 2 og fleira

Núna er ég búinn að eyða tveimur dögum í að jafna mig líkamlega eftir Íslandsferðina og flug og því ekki seinna vænna en að klára Íslandsannálinn.

Seinasta færsla var skrifuð á þriðjudagskvöldi seinustu viku. Næstu tveir dagar fóru meira og minna í að stússast með mömmu og einnig skrapp ég í gríðarhressandi bíóferð með systu og brósa og leynigestinum Soffíu sætu. Ákaflega ljúft.

Á fimmtudagskvöldinu fengu ég og mamma óvænta heimsókn frá tveimur másandi og móðum herramönnum sem hljóta að eiga sérstyrkt hjól og hljóta að hafa fundið skíðalyftu í Ártúnsbrekkunni (Arnar og Daði). Óvænt og skemmtilegt og mamma er komin í mikil vandræði með að finna tengdarsoninn.

Föstudagurinn var tekinn 'snemma' með frábæru kaffiboði þar sem ég var umkringdur ákaflega vel heppnuðu og skemmtilegu kvenfólki. Kvöldið var engu síðra - sukk og svínarí með Arnari, Daða, Hlyni og Soffíu sætu. Bærinn var vitaskuld heimsóttur, Arnar hitti frænku sína 'ógeðslegu' og ég var hirtur upp úr sukkinu sem var ekki bara ljómandi af því ég slapp þannig við leigubílaröðina. Aldeilis ekki bara ljómandi af þeirri ástæðu einni. ...fann leigubíl!

Laugardagur til þynnku? Já svo sannarlega. Laugardagskvöld til ölvunar? Heldur betur. Eftir ljúffengt slátur hjá ömmu var haldið í Sætúnið en Jóns bauð þar í póker, borgara og bjórdrykkju og reyndist teitið vera bænum fremri og ég fór því ekkert fyrr en ég lagðist upp í þægilegt rúm á öðrum stað.

Sunnudagurinn 'hófst' með kaffi og kökum hjá pabba og endaði á Hótel Mömmu með systkynum mínum og vægum ónotum í maga. Þreyttur skrokkurinn var svo dreginn af stað til Keflavíkur á mánudeginum og síðan þá hef ég reynt að ná áttum í vinnunni, skíta því sem skíta þarf og í kvöld var tekið smá fótboltagláp með Óla og Svenna.

Í Danmörku er alltof heitt núna sem truflar nætursvefninn minn og gerir öll föt óþörf þótt einhverju þurfi ég samt að klæðast af kurteisisástæðum við aðra í kringum mig.

Tölvan heimtar endurræsingu núna og ég læt því staðar numið í bili. Ertu búinn að lesa sunnudagsmoggann seinasta og Þjóðmál?

2 comments:

Anonymous said...

bíddu.. þægilegt rúm á öðrum stað?
hvar???;)

annars finnst mér þú ættir að innlima naked fridays, við erum með það í vinnunni hjá mér og hefur gefist mjög vel

Geir said...

Færsla leiðrétt. Spurningin fellur því niður! :)

Þú og ein önnur ágæt stelpa sem ég þekki að vinna saman á "naked friday"? Ég heimta myndir eða hamskipti svo ég geti verið fluga á vegg!