Friday, March 25, 2005

Ljómandi

Alveg hreint ljómandi helgi verd eg ad segja thótt hún sé bara hálfnud núna. Óvænt djømm eru alltaf best.

Tuesday, March 22, 2005

Sól sól skín á mig

Kaupmannahøfn var bødud í sól í gær og í dag og søgur herma ad framhald verdi á. Øl utandyra er ordid málid.

Hvernig stendur á thví ad eina "lausn" vinstrimanna á vandamálum er ad auka framløg úr vøsum skattgreidenda? Segir thad ekki allverulega nokkud mikid? Og hvenær ætla íslenskir vinstrimenn ad byrja apa upp eftir skodanasystkynum sínum í Svíthjód med thví ad leggja til aukna einkavædingu á svidum heilbrigdisgæslu og menntunar? Eru sænskir vinstrimenn kannski of hægrisinnadir fyrir thá íslensku? Skil ekki.

Gaman ad sjá frétt um Baug á forsídu Børsen í dag. Dønum lídur furdulega thegar their sjá Íslendinga frá litla Íslandi storma inn á danskan markad og kaupa upp vel thekkt dønsk merki. Dønum lídur í raun afskaplega illa yfir thví.

Vinstrimadurinn spyr: "Þegar maður krefst rökstuðning á allri einkavæðingar- og einkarekstursvitleysunni er fátt um svör. Jú, vissulega þekkjum við staðhæfinguna um að einkarekstur sé hagkvæmari en opinber rekstur, en hvar eru rökin á bakvið hana? Hefur einhver einhverntímann fært rök fyrir þessari fullyrðingu? Ef svo er auglýsi ég eftir þeim rökstuðningi hið snarasta."

Svarid er einfalt: Einkaadilinn tharf ad veita góda thjónustu á kjørum sem høfda til sem flestra, ella fer hann á hausinn. Opinberi adilinn býr ekki vid sama adhald. Hann getur alltaf hækkad taxtana og sigad løggunni á thá sem ekki greida uppsett verd (lesist: aukid skattaáløgur í nafni útgjalda sinna).

Kannski ég sendi vinstrimanninum svarid.

Monday, March 21, 2005

Mikil ósköp

Mikið er ég glaður að Skattstjórinn ákvað að gefa almennan frest á skilum á skattframtali. Ég hafði nefninlega ekki hugmynd um að það væri kominn þessi tími árs. "Seinasti" skilafrestur dugði því ágætlega til að biðja um frestun.

Note to self: 2. apríl.

Grein hefur verið skrifuð. Mikið djöfull tekur langan tíma fyrir ónefndan prentmiðil að birta. Mánuður? Bölvaðir.

Ætti maður að skella sér til Íslands yfir sumarið og taka smá vertíð í einhverju starfinu sem býður upp á ótakmarkaða vinnu? Mig langar voðalega lítið að flytja aftur til Íslands - þ.e. ef ekki væri fyrir alla vini og fjölskyldu, sem er aftur frekar öflug dráttartaug á klakann góða. Conflicts.

Sunday, March 20, 2005

Hvad svo?

Hugsanlega hefdi verid djamm um helgina. Ég var til í tuskid, fólk var búid ad plana eitthvad skrall, en svo dó allt út eins og hendi væri veifad. Tharf madur ad halda partý? Eg gæti gert thad. Páskapartý thegar allt mømmu- og pabbafólkid er á Íslandi?

Mikid er gaman ad skrifa bréf til løgfrædinga. Minnir á gamla og góda daga í Háskóla Íslands.

Nú virdist vera einhver stefnubreyting í gangi hvad vardar atvinnuauglýsingar á netinu. Enginn virdist kæra sig um umsóknir gegnum email lengur og allir byrjadir ad heimta pappírsbréfin. Kannski thetta sé gott rokk. Umsóknaflódid minnkar og stadan batnar ef madur einhvern tímann drullast til ad leggja bréf í umslag og senda.

Fréttir ad ødru leyti? Engar.

Tuesday, March 15, 2005

Hress sem fress

Mikið er þetta hressandi grein. Ég get meira að segja verið sammála mörgu í henni. Þar segir t.d.: Frjálshyggjumaðurinn réttlætir skoðanir sínar út frá hugmyndafræði sinni, sem er frjálshyggjan sjálf. Þegar allt kemur til alls hefur hann því engar skynsamar ástæður til að ætla að hugmyndafræði sín gildi, nema sú að hann gefur sér það til að byrja með. Þarna fjallar höfundur um réttlætisrökin sem eru ekki síður mikilvæg en reynslurökin, sem frjálshyggjumenn hafa reyndar á sínu bandi líka, þótt í grunninn séu þau síður mikil væg, því reynslurök geta verið svo hættuleg (nasistinn segir t.d. rétt frá með tilliti til reynslu að útrýmingarbúðir hafi virkað vel til að fækka Gyðingum, en hvernig réttlætir hann það?). Skemmtilegast er samt að reyna sjá höfund fjarlægja sig kommúnistum fyrri tíðar m.þ.a. kalla sig "róttækling", og segja síðan: [Róttæklingurinn] einbeitir sér að lausn á ákveðnu vandamáli, þ.e. fátækt og misskiptingu í heiminum. Hvað var nú aftur meginþema kommúnistaávarpsins, ef ekki að berjast stétt á móti stétt, þ.e. hópar sem hafa mismikið milli handanna í efnahagslegu tilliti, þ.e. fólk sem er skipt í hópa eftir tekjum, þ.e. fólk með mismiklar tekjur, þ.e. misskiptingin? Róttæklingurinn = kommúnisti, sama hvað tautar og raular. En nóg um það. Vinstrimenn hafa ekki reynslurökin á sínu bandi. Allar tilvísandi í Svíþjóð eru gangslausar því Svíar einkavæða nú skóla- og heilbrigðiskerfi sem aldrei fyrr, tapa fólki og fyrirtækjum úr landinu vegna skattbyrði og berjast á hæl og hnakka við yfirvofandi gjaldþrot "velferðar"kerfis síns.

Hressandi að keyra bíl í vinnunni. Hressandi að valda næstum því nokkrum óhöppum á dag en sleppa einhvern veginn alltaf. 7-9-13.

Svo virðist sem Daði hafi verið síðasti áfengisþyrsti maður Danmerkur, og með hann í svörtustu Afríku sé engin leið að verða ölvaður öðruvísi en fyrir framan sjónvarpið. Nú ýki ég örlítið en vonandi nær einhver punktinum.

Friday, March 11, 2005

Sveittur á føstudegi

Slód dagsins: Liberalisterne.dk. Falleg slód á í-bili-innihaldslausri sídu.

Dønsk fyrirtæki virdast eiga rosalega erfitt med ad missa borgandi vidskiptavini. Nú veit ég ad bædi Sonofon og Nesa senda "lokarukkun" trekk í trekk til fyrrum vidskiptavina og hóta audvitad øllu illu ef ekki er greitt. Hvad er málid?

Pósturinn flædir sem aldrei fyrr. Í næstu viku tek ég "vogntur" en thad thýdir stress og tímapressa og árídandi fyrirtækjapóstur og... keyra bíl! Eina vitid í thessu starfi segi ég. Áhyggjulausi hjólatúrinn verdur threytandi til lengdar.

Stundum langar mig ad setjast á skólabekk aftur og læra hagfrædi. Svo rekst ég á texta um vaxtaprósentur og skuldabréf og hlutabréf og missi áhugann. Sem betur fer er stærsti hluti hagfrædinnar "common sense": Lágir skattar + frjáls markadur + traustir og vídur lagarammi = money money happy happy.

Saturday, March 05, 2005

ESB

Ef ég skil þennan texta um sögu Evrópusambandsins rétt þá var sambandið í raun ekkert annað en fríverslunarsvæði fram til ársins 1991 þegar Maastricht-samkomulaginu var þvingað ofan í kok aðildarríkjanna. Kannski það segi eitthvað um velgengni Evrópulandanna á heimsmælikvarða fram til ársins 1991, og eitthvað um fullkominn vanmátt gömlu veldanna í dag þegar alþjóðahagkerfið hleypir sífellt fleirum inn í alþjóðaverslunina. Evrópusambandið var góð hugmynd. Evrópubandið er vond hugmynd.

Sólin skín

Djöfulsins skítakuldi er í þessu landi þessa dagana. Heiðskýr himinn, gluggaveður dauðans. Helvítis gróðurhúsaáhrifin eru að leggja Evrópu í rúst. Aldrei áður hefur verið svona kalt í sögu Jarðarinnar.

Daði er floginn til Afríku og það er missir í honum. Hvað gerir hann net- og sjónvarpslaus í Afríku þegar ferðavélinni hans verður stolið?

Mikið er gaman að tjá sig á Ósýnilegu höndinni. Ég þakka þeim sem hafa tjáð sig á þessari síðu fyrir innblástur, og ég vil heyra ef ég er að hunsa góð mótrök við skoðanir mínar.

Hersteinn er alltaf svo sætur.

Fundur með frjálshyggjumönnum á morgun. Ég hlakkaði mikið til að fara áður en ég fékk fundargerð í 11 liðum + undirliðum við flesta þeirra. Danir eru fundaglaðasta tegund hjarðdýra sem ég hef nokkurn tímann kynnst.

Thursday, March 03, 2005

Fréttir og jafna

Hvað er svo að frétta? Eitt og annað. Karrieredagene verða prófaðir á morgun. Hver veit? Á sunnudaginn er fundur í Østerbro þar sem frjálshyggjumenn ætla hittast og ræða hugsanlegt framboð til danska þingsins í næstu kosningum. Ég ætla að mæta. Ég hlakka til.

Jafna dagsins:
Alþjóðavæðing = landamæri fátækra ríkja opnast = erlent fjármagn leitar til áður ónýttra svæða og atvinnumarkaða = fólk byrjar að vinna sig upp úr skítnum = millistétt byrjar að myndast = umhverfis- og stjórnmálavitund myndast = umgengni við umhverfið batnar. Klippum svo út alla milliliði og segjum:
Alþjóðavæðing = umgengni við umhverfið batnar.

Einhver rökfræðivilla í gangi eða stendur þetta?