Thursday, June 30, 2005

Jámm

Hefur einhver fengið það á tilfinninguna að þegar maður loksins ákveður að taka sér svo mikið sem EINN dag í frí þá hitti það á langversta daginn á öllu árinu þegar allt er að gerast á öllum vígstöðvum?

En ég kveð nú netheim í nokkra daga. Næstu skrif verða undir áhrifum timburmanna.

Heilaður!

Í gær voru flutningar hálfnaðir. Í dag er þeim lokið, ef einn svartur plastpoki er undanskilinn, og næst er bara að fá lyklavöld og borga fyrstu leiguna. Þetta er gott mál. Gammel Kongevej er minn!

Þökk sé hinni góðu þrifskorpu sem var tekin í gær og þökk sé því hvað flutningar gengu vel þá stefnir allt í að ég verði meðal glaðra einstaklinga á Hróaskeldunni seinnipartinn í dag eða snemma í kvöld. Enn betra! Er Haukur ekki annars búinn að láta til leiðast? Haukur: Heiðskýrt og sól og gott áfengisverð!

Örvar má eiga von á smá glaðningi sem ég fann fyrir tilviljun í kjallaranum þaðan sem ég var að flytja. Ég hafði ekki séð þennan glaðning lengi, og þaðan af síður hafði ég sett hann á þann stað sem ég fann hann á, en upp koma svik um síðir og nú er sending vonandi á leið til pilts eftir helgi.

Innbú Daða verður sótt eftir helgi og þá á ég rúm. Það verður ekki verra að eignast svoleiðis grip. Peningar fá að skipta um hendur á svipuðum tíma.

Voðalega eru mörg nöfn að nefnast hérna. Sei sei.

Örlítil pólitík (varúð! varúð! varúð!) í lokin: Í einu blaðinu segir að ráðherra umhverfis- og skipulagsmála í Danmörku sé nú að velta fyrir sér að leyfa stærri verslanir en nú er kveðið á um í lögum. Já, dönsk lög segja til um hámarksflatarmál verslana og því undir ráðherrum komið að ákveða hvað sé hentug stærð á verslun og hvað ekki. Finnst engum það skrýtið nema mér? Hvað kemur það ráðherrum við hvað fólk og fyrirtæki nota mikið pláss að eiga viðskipti?

Wednesday, June 29, 2005

Staðreynd um Dani 2

Staðreynd um Dani: Þeir vilja gera allt "stil og roligt", og ef þeir sjá ekki fram á að geta klárað öll sín verkefni á rólegu og afslöppuðu tempói þá verða þeir stressaðir og jafnvel líkamlega veikir af stressi og láta ekki sjá sig í vinnu í marga daga.

Hálfnaður

Þá er Sanne flutt, þ.e. er dótið hennar. Bara agnarsmár haugur af dóti eftir sem á að heita mitt. Takmarkið er að minnka fjölda veraldlegra eigna minna niður í tvo kassa svo næstu flutningar verði enn auðveldari. Allt þetta dót er bara íþyngjandi.

Nú lítur út fyrir að með smá heppni komist ég á Hróaskeldu á fimmtudagskvöldið en í allraseinasta lagi verði ég þar fyrir hádegi á föstudag. Mikið er ég ánægður með það.

Annars er það helst í fréttum að spennan magnast á Wimbledon-mótinu í tennis og útlit fyrir spennandi keppni. Gott.

Tuesday, June 28, 2005

Ský ský burt með þig..

Nú er skýjað en hlýtt, sem þýðir að þegar ég var á leið til vinnu í stuttbuxum þá var mér kalt.

Ég veit alveg af hverju mörg trúarbrögð hreinlega banna fjölkvæni, og ástæðan kemur trú ekkert við. Málið er að það er efnahagslega og félagslega ómögulegt fyrir einn karlmann að skemmta og framfleyta fleiri en einum kvenmanni í einu (þ.e. á sama degi eða í sömu viku). Öll orka hverfur í kvenfólkið og skilur karlmanninn eftir sem ónýtan, ósofinn og ónothæfan starfskraft. Ástæðan bak við bann á fjölkvæni er því í raun stjórnskipuleg og snýr að efnahagsstjórnun en ekki trú.

Annars er það helst í tennisfréttum að Sharapova er komin í fjórðungsúrslit. Gott.

Monday, June 27, 2005

Ljómandi allt saman

Margir boltar á lofti ef svo má segja. Systir og Sanne sofandi heima, íbúðin í fullkominni óreiðu flutninga og gestagangs, Gauta bjargað inn á Hróaskeldu sem vonandi þýðir að mér verður bjargað á hátíðina síðar í vikunni, vinnan rúllar í sínum þriðja gír af fimm, öðru slegið á frest til næstu viku (öllu sem liggur í zone 5+), og þannig er það.

Stefnan er að vera mættur á Hróaskeldu á föstudaginn um hádegi. Gott hjá mér.

Annað í fréttum: Duglegir útlendingar boðnir velkomnir til Danmerkur og ónefnt fyrirtæki hafði samband við mig varðandi verkfræðivinnu en ekki öfugt. Hressandi.

Friday, June 24, 2005

Sveitt!

Hitinn hérna í Danmörku í vikunni er alveg að drepa mig! Hér hefur ekki verið verandi úti í síðbuxum í langan tíma. Nú er að vona að þetta haldi í 9 daga í viðbót og þá fara allir glaðir heim af Hróaskeldu.

Af einhverjum ástæðum finnst mér kvennatennis nú aftur vera orðin spennandi íþrótt, og fréttir af helstu viðburðum í íþróttinni eru byrjaðar að vekja áhuga minn. Lesendur þessarar síðu mega því kannski byrja eiga von á færslum sem endurspegla hinn nýja og heilbrigða lífsstíl minn.

Thursday, June 23, 2005

HREIN pólitísk færsla!

Morgunpóstur VG er kannski ágætt dæmi um það hvers vegna VG fær yfirleitt þónokkuð fylgi milli kosninga, en þegar á hólminn er komið er flokknum ekki treyst til að stjórna.

Tilvitnun:
Það ber svo sem ekki að vanþakka þessi framlög fyrirtækja og auðmanna. Það er t.d. ánægjulegt að sjá aðstöðuna sem listamenn hafa fengið í Brautarholti 1 í Reykjavík og kalla Klink og Bank. En í rauninni ætti Reykjavíkurborg að hafa nægileg fjárráð til að fjármagna svona starfsemi. Og fyrirtæki sem græða á tá og fingri ættu að borga það háan skatt að opinberir aðilar geti sýnt slíkan stórhug.
Þá höfum við það - Einar nokkur Ólafsson vill að ríkið þjóðnýti nægilega mikið af tekjum þeirra sem voga sér að efnast til að hið opinbera geti eitt kallað sig listunnanda í verki.

Ekki kemur á óvart að Einar þessi er með tengil á skemmdarverkasamtök sem stunda árásir í anda unglinga í Kaupmannahöfn sem hafa of mikinn tíma á félagslegu bótunum sínum til að geta sest niður og rætt málin. Auk þess margir tenglar á hin og þessi hálfdauðu samtök antíkapítalista og annarra sem halda að hægt sé að innleiða sósíalisma án útrýmingarbúða, þrátt fyrir að 100% tilrauna til að innleiða sósíalisma hafi endað með stórfelldum þjóðarmorðum.

Wednesday, June 22, 2005

Aldan rís..

Það má nú segja að næstu dagar verði hressandi. Helstu hápunktar:
- Laugardagur: Litla systir+vinkona koma til Köben og stefna á Hróaskeldu.
- Sunnudagur: Stefnt á að hefja flutninga, en þó ekki flytja.
- Sunnudagur-fimmtudagur: Hróaskeldufarar streyma til Danmerkur.
- Þriðjudagur: Sanne flytur í sitt herbergi.
- Föstudagur: Ég flyt í minn "bofællesskab". Held síðan ferskur til Hróaskeldu.
- Föstudagur-Sunnudagur: Almenn ólæti.
Samhliða öllu þessu eykst álagið í vinnunni statt og stöðugt.

Já þetta verður hressandi.

Monday, June 20, 2005

Staðreynd um Dana 1

Staðreynd um Dana: Þeir eyða miklum tíma á fundum í að tala um hvað þeir hafi lítinn tíma til að vinna verkefnin sín, sem þeir eru svo ekki að vinna því þeir eyða svo miklum tíma á fundum.

Skemmdur

Helgin að baki og ég er 10x þreyttari núna en á föstudaginn. Hægri höndin er líklega eitthvað ónýt eftir sjómannaglímur á föstudagskvöldið, kroppurinn allur að jafna sig eftir mikið magn áfengis og lítið magns vatns og mats, og hausinn er hálfringlaður líka.

Hvað um það. Margt skýrðist um helgina. Ég ætla að flytja til Gammel Kongevej í Vesterbro í Kaupmannahöfn og deila þar eldhúsi, baðaðstöðu, þvottaaðstöðu og setustofu með um 5 öðrum manneskjum, og hafa herbergi upp á 14 m2 fyrir mig sjálfan. Búsetumynstrið kallast bofællesskab sem ég held að verði gaman, mjög félagslegt og frekar ólíkt því sem ég hef áður prófað (heimavist með skólafólki telst ekki með), og síðast en ekki síst: Svolítið danskt.

Svo mikil var ánægjan hjá fólkinu með mig að mitt kyn, karlkynið, var í raun valið þótt í raun réttri hafi verið að leita að kvenmanni. Já, svona er maður heillandi á stamandi dönsku eftir 12 tíma vinnudag.

Flyt inn 1. júlí. Langar einhverjum Hróaskeldufaranna ekki alveg rosalega til að hjálpa til með flutninga?

Sanne fékk líka húsnæði og það á sjálfri Istergade sem allir kannast við!

Í vikunni er stefnt á hitting með nokkrum aktívista-sinnuðum frjálshyggjumönnum. Þó verða eignaspjöll og líkamsárásir ekki á dagskránni, ólíkt því sem gengur og gerist hjá ýmsum öðrum aðgerðasinnuðum hópum.

Friday, June 17, 2005

Hress... andi

Húrra fyrir alvöruverkefnum!

Svei fyrir því að hafa sofið yfir mig tvo daga í röð, og það án þess að muna eftir að hafa slökkt á vekjaraklukku eða svo mikið sem rumskað. Samstarfsfólkið tekur þessu með stóískri ró. Yfirmaðurinn lét duga að rétta mér nafnspjaldið sitt og segja mér að hringja næst og segja hvenær megi búast við mér. Kannski hef ég samt grafið hressilega undan mér fyrir komandi 3ja mánaða prufutímabilsviðtalið mitt í ágúst- eða septembermánuði. Kannski ekki.

Í dag er 17. júní og til hamingju með það þjóðernissinnuðu eyjaskeggjar. Af hverju flagga Danir ekki fyrir því? Helvítis Baunarnir! En kannski það verði haldið upp á daginn með einhverjum áfengisdropum í kvöld. Hersteinn er vel á minnst búinn með lokaverkefnið sitt og búinn að verja það og orðinn útskrifaður verkfræðingur. Sendið kappanum hamingjuóskir!

Á morgun er svo kveðjupartý brottfallinnar stúlku og að sjálfsögðu mætir maður. Ölvun í tvo daga er tvöfalt betri en ölvun í einn dag.

Wednesday, June 15, 2005

Varúð: Hrein pólitísk færsla

Má til með að skrá niður ákveðin orð hjá mér. Vona að enginn fái óumbeðinn pólitískan skammt í augun (ég skrifaði nú varúðarfyrirsögn og allt!):
I den demokratiske stat, er det alles kamp mod alle. Man forsøger hele tiden at få staten til at tilgodese lige netop sine interesser og altid på andres bekostning. Det gælder både når det drejer sig om økonomiske tilskud o.l., men så sandelig også når det kommer til love, ja samfundets indretning i det hele taget. (#)
. Sådan.

Afleysingafólkid mætt

Hér má sjá sumarstarfsmann mbl.is ad størfum. Sér einhver hvers vegna? Mikid thykir manni alltaf magnad ad sjá val Moggans á sumarstarfsmønnum. Ætli stafsetningarprófid vegi minna í atvinnuumsókninni en kunningsskapur eda skólapróf í húmanískum vísindum?

'blogthis'-takkinn á Google-toolbar er snilld.

Tuesday, June 14, 2005

Ein létt

Til Hróaskeldufara: Hvada dagsetningar eru á ykkur í Danaveldi? Jafnvel tímasetningar! Má meilast ef commentin eru óthægileg.

Af því ég nenni því

Af hverju geta bankar í þessu landi ekki opnað fyrir klukkan TÍU á morgnana? Ekki að það trufli mig neitt sérstaklega almennt séð, en í dag þarf ég að afhenta pappíra og þá þarf ég banka sem opnar klukkan sjö en slíkur banki er ekki til. Ojæja og sei sei.

Vonandi gefur Gammel Kongevej sig í kvöld. Þá get ég hætt húsnæðisleitinni. Ef ekki, þá ekki.

Varúð - örlítil pólitík núna og út þessa færslu, og varúð aftur fyrir óáhugasama sem lesa óvart allt gegn vilja sínum:
Reynsla Ný-Sjálendinga sýnir glögglega, að landbúnaður þrífst best þegar hann er losaður undan ofvernd og innflutningshöftum, ríkisafskiptum og reglugerðarfargani. Það má gera ráð fyrir því að umskiptin verði mörgum bændum erfið, enda tekur það tíma að þjóna nýjum herrum, það er neytendum, en ekki embættismönnum. En þetta er hvorki óhugsandi né óframkvæmanlegt. (#)
Allir þekkja jákvæða reynslu Ný-Sjálendinga af einkavæðingu landbúnaðarkerfisins, og sem betur fer eru meira að segja vinstrimenn byrjaðir að hrópa eftir sömu aðgerð í Evrópu og Bandaríkjunum. Íslendingar eru dæmi um jákvæð áhrif af einkavæðingu fiskveiðistjórnunarkerfis (að mestu leyti), bankakerfis og símakerfis. Í Svíþjóð má nú finna einhver dæmi um jákvæð áhrif af einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis (þótt orðið "einkarekstursvæðing" sé e.t.v. meira við hæfi þar).

Þetta orð, einkavæðing, er alveg gríðarlega jákvætt. Hvernig væri að nota meira af því?

Monday, June 13, 2005

Mánudagsveikin

Mikið var árangurinn lélegur um þessa helgi. Eitt "létt" djamm á föstudeginum og ég var kaldur út á bæði laugardag og sunnudag. Þetta gengur ekki. Nokkuð ljóst að Red Bull verður ofarlega á innkaupalistanum fyrir Hróaskelduna...

...sem auðvitað hittir akkúrat á þann dag sem ég þarf að flytja út á, nema ég finni húsnæði sem er laust fyrir mánaðarmótin. Allt gerist alltaf á nákvæmlega sama tíma. Lögmálið bregst ekki að þessu sinni.

Mikið er gaman að hugsa til þess að ég er að vinna fyrir fyrirtæki sem fyrst og fremst vinnur fyrir hin illu olíufélög. Ætli olíufélög og sígerettufyrirtæki séu ekki á svipuðum stað í hugum einhverra?

Friday, June 10, 2005

Helgi takk!

Þá er komin helgi eða allt að því. Gott mál. Snæðingur og drykkja með frjálshyggjuliði í kvöld og vonandi lætur ónefndur hrokkinnhærður húsgangasali í sér heyra til að taka við eftir það.

Vinnan er komin á fljúgandi ferð ef svo má segja. "Fatigue"-reikningar eru ekki svo galnir þegar á hólminn er komið.

Enn ein kakan í þessari viku var að renna niður. Hér er ÖLLU fagnað með rommkúlum og kökum og síðan ég byrjaði hér á miðvikudegi síðustu viku hef ég örugglega étið hátt í tug rommkúlna, allnokkrar vínarbrauðslengjur og eitthvað af sætu bakkelsi til. Þar á ofan koma bókstaflega óteljandi kaffibollar. Spikið sem hvarf með póstberastarfinu er á innleið sem aldrei fyrr!

OverAndout.

Thursday, June 09, 2005

Langlífir hvad?

Danir lifa víst skemur en íbúar annarra OECD-landa ad medaltali (ca. 77 ár), og Íslendingar eru langlífastir allra (ca. 80 ára) ef Japanir eru undanskildir. Danir kenna reykingum (28% Dana reyktu árid 2003) og áfengisneyslu (Danir drekka 2 L meira af áfengi en adrir OECD-íbúar ad medaltali) um. Danir vinna ekki meira en 37 tíma á viku og ég hef aldrei séd Dana beita sér vitlaust í vinnu, aldrei séd vinnandi Dana án nýjustu og fullkomnustu tækjanna og aldrei séd stressadan Dana svona ef midad er vid hinn dæmigerda Íslending. Thar ad auki er gjaldfrjálst ad heimsækja heimilislækninn ef eitthvad bjátar á.

Hvernig stendur thá á thví ad Íslendingar lifa svona lengi? Ekki mikid minna en 25% Íslendinga reykja og áfengisneysla Íslendinga er kannski ekki mikil midad vid dagdrykkjumenn Evrópu en áfengismedferdin er theim mun harkalegri. Thar fyrir utan kemur ad lágmarki 40 tíma vinnuvika, stress, vitlaus líkamsbeiting í allri atvinnu og afthreyingu, tøluverd gjaldtaka í heilbrigdiskerfinu, kuldi og vosbúd.

Getur verid ad Danir séu bara aumingjar og Íslendingar séu hetjur? Eda á ég ad kasta fram pólitískri kenningu?

Tuesday, June 07, 2005

Jaherna

Ekki veit eg hvad nørdaheimurinn segir vid svona fullyrdingum:
Using MATLAB, you can solve technical computing problems faster than with traditional programming languages, such as C, C++, and Fortran.
Hvernig ætli sé best ad Matlab-væda vinnustad? Tala stanslaust um Matlab? Tala stanslaust um hvad er ad thví sem er notad í dag? Eda eitthvad allt annad?

Jess

Midinn kominn í hús. Sjáumst!

Monday, June 06, 2005

Testing the 'buddy':
Danskt: � � �
�slenskt: � � � � � � �
Testing...

Sunday, June 05, 2005

Ferskur? Neah..

Frekar blaut helgi ad baki, bædi hvad vedur og áfengi vardar. Minningar af skornum skammti ad ødru leyti. Letin i hávegum høfd í dag.

Thursday, June 02, 2005

Ehemm...

Jæja jæja vinnan er að komast í gang eins og sést á þessu fyrsta bloggi mínu á tíma míns nýja atvinnuveitanda. Alltaf gaman að lesa leiðbeiningar fyrir forrit sem ég hef ekki séð en grunar að líkist Ansys - bara ónotendavænna!

Nú hefur Jóns farið hamförum á minni ágætu ensku síðu sem virðist, fyrir utan Jóns auðvitað, laða að sér furðulegt samansafn af fólki. Alltaf gaman að vera hluti af heiminum - þ.e. þeim hluta hans sem kann ensku.

En áfram með f/sm-jörið...

Wednesday, June 01, 2005

Fyrsti dagur ad baki

Hressandi fyrsti vinnudagur á nýjum vinnustad ad baki. Dæmigerdur fyrsti dagur med hundrad handatøkum og léttri kynningu. Kannski thetta verdi ágætt.

Litla systir vard stúdent um helgina. Gott mál. Sú ætlar ad heidra gamla bródur sinn med nærveru sinni í Danmørku í lok júní. Gott. Eda var thad Hróaskelda sem heilladi?

Annars er thad nú thad mesta. Vedrid var betra um helgina en thad er núna. Já.