Tuesday, June 14, 2005

Af því ég nenni því

Af hverju geta bankar í þessu landi ekki opnað fyrir klukkan TÍU á morgnana? Ekki að það trufli mig neitt sérstaklega almennt séð, en í dag þarf ég að afhenta pappíra og þá þarf ég banka sem opnar klukkan sjö en slíkur banki er ekki til. Ojæja og sei sei.

Vonandi gefur Gammel Kongevej sig í kvöld. Þá get ég hætt húsnæðisleitinni. Ef ekki, þá ekki.

Varúð - örlítil pólitík núna og út þessa færslu, og varúð aftur fyrir óáhugasama sem lesa óvart allt gegn vilja sínum:
Reynsla Ný-Sjálendinga sýnir glögglega, að landbúnaður þrífst best þegar hann er losaður undan ofvernd og innflutningshöftum, ríkisafskiptum og reglugerðarfargani. Það má gera ráð fyrir því að umskiptin verði mörgum bændum erfið, enda tekur það tíma að þjóna nýjum herrum, það er neytendum, en ekki embættismönnum. En þetta er hvorki óhugsandi né óframkvæmanlegt. (#)
Allir þekkja jákvæða reynslu Ný-Sjálendinga af einkavæðingu landbúnaðarkerfisins, og sem betur fer eru meira að segja vinstrimenn byrjaðir að hrópa eftir sömu aðgerð í Evrópu og Bandaríkjunum. Íslendingar eru dæmi um jákvæð áhrif af einkavæðingu fiskveiðistjórnunarkerfis (að mestu leyti), bankakerfis og símakerfis. Í Svíþjóð má nú finna einhver dæmi um jákvæð áhrif af einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis (þótt orðið "einkarekstursvæðing" sé e.t.v. meira við hæfi þar).

Þetta orð, einkavæðing, er alveg gríðarlega jákvætt. Hvernig væri að nota meira af því?

2 comments:

Burkni said...

Góð þessi viðvörun, GAYr, en næsta skref er bara að búa til link á síðuna þar sem þetta á heima!

Geir said...

Burkni er ordinn ad hinum argasta thrýstihópi sem aldrei er hægt ad gledja! Sussumsvei, nei varúd verdur ad duga. Såååådan er det!