Þá er komin helgi eða allt að því. Gott mál. Snæðingur og drykkja með frjálshyggjuliði í kvöld og vonandi lætur ónefndur hrokkinnhærður húsgangasali í sér heyra til að taka við eftir það.
Vinnan er komin á fljúgandi ferð ef svo má segja. "Fatigue"-reikningar eru ekki svo galnir þegar á hólminn er komið.
Enn ein kakan í þessari viku var að renna niður. Hér er ÖLLU fagnað með rommkúlum og kökum og síðan ég byrjaði hér á miðvikudegi síðustu viku hef ég örugglega étið hátt í tug rommkúlna, allnokkrar vínarbrauðslengjur og eitthvað af sætu bakkelsi til. Þar á ofan koma bókstaflega óteljandi kaffibollar. Spikið sem hvarf með póstberastarfinu er á innleið sem aldrei fyrr!
OverAndout.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment