Þynnkulaus mánudagur eftir ölvunarlausa (þó ekki áfengislausa) helgi. Ágæt tilbreyting sem ég þarf samt að venja mig af enda þétt drykkjuáætlun framundan sem byrjar á föstudaginn og nær líklega hápunkti í "julefrokost" 16. des. með vinnunni ("ókeypis" áfengi í 6 klukkutíma já takk).
Þessi maður fær hér með stórt hrós fyrir að vera alltaf, og ég meina alltaf til í sötur og hressleika.
Í gær tók ég örlítið til í herberginu mínu. Eins og önnur stórtíðindi í lífi mínu hefur það hér með verið skjalfest á þessari síðu.
Fréttablaðið kallar á grein og ég ætla ekki að skrifa um ónefndan mann sem gerði ónefnanlega hluti. Er virkilega ekkert annað sem brennur á mönnum? Ef ég tek upp danska samfélagsumræðu þá fjallar hún um innflytjendur, "social arv", peningaskort í hinum ýmsu geirum ríkisrekstursins og lélegt lestarkerfi, eða í stuttu máli um áhrif sósíalismans á land sem kýs sósíalisma yfir sig aftur og aftur samhliða því að hegða sér eins og kapítalistar í hinu daglega lífi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment