Thursday, November 17, 2005

Spádómur

Hér er sagt frá því að CIA telji að fjöldamorðinginn og kúgarinn Castro sé kominn með Parkison-veiki. Þetta sé niðurstaða njósna. Einnig er sagt að veikin sé ekki orðin það skæð að hún sé sjáanleg ennþá.

Núna tekur maður þessu mátulega alvarlega þar til frekari staðfestingar berast. Hins vegar þarf enginn að velkjast í vafa um að á næstu dögum munu vinstrivefritin hrópa og gala yfir þessum tíðindum og telja þau vera samsæriskenningu bandarísku ríkisstjórnarinnar sem miði að því að grafa undan ógnarstjórn Castro á eyjunni fyrrum-paradís. Vinstrimenn munu spurja, með örlítið geðþekkara orðalagi: "Og hvaða máli skiptir það þótt einn mesti ógnvaldur nútímans sé byrjaður að finna fyrir ellimerkjum? Er ekki mikilvægt að halda heilu landi í gíslingu fátæktar og hungurs til að sósíalistar hafi eitthvað land til að fara til í pílagrímsferð?"

En bíðum og sjáum hvað setur...

No comments: