Thursday, November 02, 2006

Bjórsala á föstudegi

Ungir frjálshyggjumenn selja bjór: "Ungir frjálshyggjumenn munu selja bjór á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 14. Salan fer fram á Lækjartorgi og er í mótmælaskyni við einokun hins opinbera á sölu áfengis í landinu. Bjór verður seldur öllum sem náð hafa 20 ára áfengiskaupaaldri. Ungir frjálshyggjumenn vilja með þessu hvetja alþingismenn til að afnema lög um einokun ríkisins á sölu áfengis."

Hvernig væri að mæta og hvetja kappana? Bjórsalan stendur ekki lengi yfir en verður táknrænt vonandi lengi í minnum.

3 comments:

Anonymous said...

Ég styð kappana en hefði frekar viljað sjá rauðvínssölu, þar sem rauðvínið hefur aðeins menningarlegra yfirbragð.

Geir said...

Ég hefði viljað sjá sölu á staupum til að undirstrika punktinn rækilegar!

Geir said...

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1232488

Magnað.