Þá fylltust næstu tvær vikur upp á einu bretti. Oft er mikið að gera en nú er það mjög mikið!
Ég þarf að ná öllum vinnutímum vikunnar fyrir fimmtudaginn kl 17:30 (og helst meira ef síbreytilegur verkefnabunkinn er jafntímafrekur og hann er hár). Þannig fæ ég að sleppa vinnu á föstudaginn án þess að stjóri geti sagt nokkurn skapaðan hlut (að hans sögn). Á fimmtudagskvöldið tek ég á móti móður minni í Köben og helgin skipulögð út frá því. Á mánudaginn fer ég til Noregs á fjögurra daga vinnutengt námskeið. Líklega bíður mín vænn stafli af verkefnum eftir það sem ég þarf að dreifa yfir helgina þar á eftir og fram á fimmtudag vikunnar eftir þegar strákarnir mínir byrja að streyma til Köben til að eyða helginni hér. Törnin er hafin og endar mánudaginn 27. nóvember með hressandi "venjulegum" mánudagsmorgni í vinnunni.
Þetta verður hressandi rússíbanareið, erfið og skemmtileg á sama tíma, og félagsskapurinn tilvonandi er ekki til að keppa við!
Lýsi í leiðinni eftir Burkna og konu til Köben fyrstu helgina í desember og Stebba og konu aðra helgina í desember.
Í gærkvöldi var rykið dustað af greinaskriftunum og löng færsla send út í netheima. Svona til að toppa sjálfhverfu mína ætla ég að vitna í sjálfan mig: "Atvinnurekendur og launþegar eru samstarfsaðilar, ekki óvinir eða keppinautar. Velgengni eins hjálpar öðrum að ganga vel líka."
Sniðugt. Ekki bara í S-Afríku.
Þróunaraðstoð Kínverja til Afríku er svolítið sniðug og felst í því að stórauka fríverslun við álfuna (henda vitaskuld einhverju í fjárstuðning og annað eins til að kaupa sér ákveðna ímynd). Auðvitað alltaf hægt að gagnrýna hitt og þetta og nota til þess pólitískan rétttrúnað og ofurtrú á heilagleika Evrópu en aukin fríverslun er staðreynd og því ber að fagna!
Orðið voðalega dimmt úti og klukkan bara rétt að verða fimm. En leiðinlegt.
Það var mikið að manni var boðinn vinnu(far)sími.
Núna er ég aleinn á "skrifstofunni" sem ég deili með þremur öðrum. Freistingin að kveikja sér í einni rettu hérna inni er mikil en ég held ég láti mig hafa það að labba 30 metra og frjósa í 3 mínútur.
Jess hún lifir! Þá get ég hætt að halda niðrí mér andanum í bili.
Gaui þó.
Ótrúlegt en satt: Sex Danir eftir á hæðinni og klukkan orðin rúmlega 18! Einn ætlar meira að segja að sækja eitthvað að borða. Mjögott því ég er ennþá starfhæfur í hausnum og um að gera og nýta tímann vel.
Svei'attan, bara þrír Danir eftir á hæðinni nú þegar klukkan slær 19 og nú fyrst verið að keyra á eftir matnum og hausinn minna starfhæfur en hann var.
Mér finnst skrif-eins-og-þessi (sem sagt, skrif flokksbundinna manna um meint vandræði innan annarra flokka) alveg óendanlega fráhrindandi og þreytandi og tilgangslaust lesefni (les þó sumt til að geta verið fúll á móti). Af hverju að eyða púðrinu í að fjalla um innanhúsmál annarra flokka? Á Íslandi er enginn skortur á lélegum hugmyndum í stjórnmálaumræðunni og því ráð að byrja á að tækla þær áður en prófkjörsslagir og innanhúsmál hjá öðrum verða aðkallandi umræðuefni, og hananú!
Matur!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það má sjá hvað þú verður þreyttari og eirðarlausari meðan á skrifunum stendur:)
Post a Comment