Monday, November 27, 2006

Sunnudagshugleiðingin

Þá er komið sunnudagskvöld og þótt fátt sé að frétta er ýmislegt að hræra í hausnum á manni.

Ég fékk að gera nokkuð sem ég vonaðist til að fá að gera en vænti mótstöðu gegn. Vonandi að ég nýtist til einhvers en það kemur í ljós á næstu dögum.

Fótbolti með Börbunum var hressandi þótt niðurstaðan hafi ekki verið alveg sú besta að þeirra mati. O'Learys er svo ágætur staður.

Ég eyddi u.þ.b. hálftíma í vinnunni í dag sem verða að miklu fleiri klukkutímum í sparnaði á vinnu en ég get séð fyrir. Húrra fyrir því framtaki! Að öðru leyti fór helgin að mestu leyti í drepa uppsafnaða svefnþörf. Fögur fyrirheit breytast því í ófögur svik.

Tölvan mín er byrjuð að sína ellimerki, strax! Svei því.

Næsta helgi mun líklega verða harður pakki. Nöfn eins og Burkni og Eiki steik standa upp úr. Smáatriðin eiga enn eftir að koma í ljós, en þau verða vonandi öll framkvæmd með áfengi í blóði, eða adrenalín, eða hvoru tveggja.

Síðan hvenær telst alveg rosalega kynæsandi og kynþokkafull mannesakja ekki með? Er ég að misskilja eitthvað?

Ég er engu nær um hvenær Tívolíkortið mitt rennur út. Dugir þó yfir jólin komst ég að. Had to be there moment.

Ákveðin sendiherradóttir er sjaldséð eintak um þessar mundir. Ég stefni að því að bæta úr því.

Ákveðið bað má mjög gjarnan enda fljótlega!

Þá vitum við það: Fyrrverandi formaður Heimdallar á best heima í Samfylkingunni og þar með vera úr myndinni sem einhver sem einhver tekur mark á.

Baðið endaði. Húrra fyrir því!

Ég held ég sé kominn með ágæta stjórn á vinnufélögunum núna. Þeir sem höfðu hátt áður eru byrjaðir að þegja og aðrir byrjaðir hlýða. Örfáir gemlingar eftir en ég græja þá með tíð og tíma.

Nýji James Bond lítur ágætlega út í stolnu útgáfunni sem ég var að fá í hús. Ég held ég sjái samt myndina á breiðtjaldi fyrst áður en ég sé hana á mínum litla tölvuskjá. Góðar myndir eiga skilið góða umgjörð. Hið andstæða gildir um lélegar myndir.

Númer Eika hér með skjalfest og nóttin hrópar á svefn. Yfir og út.

2 comments:

Anonymous said...

Kynæsandi og kynþokkafull? Er þetta ekki meira svona 'ekki feitfeit'.

"I would like a second opinion"

Anonymous said...

Gott að þú hafir stjórn á þessum dönum Mr. Geir.

Afskaplega krúttlegir stundum þið strákarnir og þessar útskýringar og flokkar á stelpum eru bara áhugaverðar múhahahaha. Hlakka til að hitta þessa snillinga þína Geir næst þegar ég kem.