Sunday, November 19, 2006

Þynnkuskitan að baki

Þá er nú liðinn alveg skelfilega langur tími síðan seinasta færsla var sett hingað og það er auðvitað alveg óásættanlegt.

Noregur var ljúfur. Atvinnurekandinn samt að eyða alltof miklu miðað við það sem hann fær til baka. Norskur bjór er dýr en norskar stelpur eru yndi. Nammi hreinlega.

Örvar, Sverrir og Aggú eru núna í loftinu á leið til Íslands. Þeir eru það fallegasta og besta í heimi. Ég þakka þeim kærlega fyrir tímann okkar saman!

Fjólan kemur á morgun. Ég hlakka til þótt tíminn sé skammur og hasarinn mikill.

Ef ég væri atvinnurekandi minn þá mundi ég veita mér tiltal fyrir viðveruóstöðugleika og léleg afköst á seinustu 2 vikum, en sem betur fer er ég ekki atvinnurekandi minn.

Leggja sig núna og vera hress í kvöld eða harka af mér þynnkuna og fara snemma að sofa? Við sjáum til...

4 comments:

Anonymous said...

Krefst þess að fá greinargóða lýsingu á hvað á daga ykkar dreif meðan á heimsókninni stóð.

Anonymous said...

...fá Stebba

Anonymous said...

Takk sömuleiðis geir, þetta var skelfilega gaman og þú ert höfðingi heim að sækja.

Stebbi: What happens in Köben stays in Köben.

orvar

Geir said...

Ég þakka enn og aftur fyrir mig drengir!

Stebbi, hlustaðu á vísdómsorð Örvars.