Eitthvað hefur farið lítið fyrir skrifum hér í vikunni. Andlega er vinnan, óreglulegur svefn og, fyrir daginn í dag, íbúð í rústi búið að sjúga úr mér orkuna. Ekki hefur rok og rigning hjálpað til heldur. Stemmingin er samt ágæt enda febrúar að nálgast og sá mánuður byrjar með hvelli!
Af laugardegi að vera hef ég gert ótrúlega mikið. Gott hjá mér. Best að halda óbreyttu striki á morgun.
Vinnufélagi minn, giftur maður og margra barna faðir, átti gullmola um daginn: Jöfn skipting á heimilisstörfunum snýst ekki um að gera jafnmikið og konan, heldur jafnmikið og hún, plús allt sem maður gerir sjálfur [t.d. ístandsetja baðherbergi sem hann var nýbúinn að gera]. Hlátur fylgdi þessari athugasemd að sjálfsögðu, auk þess sem ég og annar vinnufélagi þökkuðum fyrir að vera lausir við litla handjárnið sem gullinn hringur á fingri táknar.
Nyhedsavisen er tvímælalaust besta ókeypis-blað Danmerkur og ég segi það ekki bara af því Íslendingar eiga meirihlutann í fyrirtækinu sem á blaðið. Blaðið er til dæmis duglegt að bjóða ólíkum sjónarmiðum á síður þess til að deila beint um það sem oft er bara viðtekið og samþykkt hugsunarlaust (eitthvað sem Danir eru gjarnir á að gera). Dæmi: Fair trade er langt fra fair versus Fairtrade - så absolut fair.
Hvass vindur er eitt það mest óþolandi veðurástand sem ég veit um. Urgh!
Ég er ekki viss um að allir viti það, en ég er anarkisti í hugsjón, hlýðinn þegn í veruleika. Sár veruleiki en það besta sem ég get boðið upp á.
Mælikvarði pólitískrar rétthugsunar hlýtur að springa í komandi forkosningum Demókrataflokksins til forsetaefnis vegna komandi forsetakosninga þar í landi. Í boði eru nokkrir hvítir, miðaldra karlmenn, hvít kona og þeldökkur maður (væntanlega). Ef ég gef mér að hvítu, miðaldra karlmönnunum verður sópað í burtu hið snarasta af því þeir eru, 1) hvítir, 2) karlmenn, 3) bæði 1) og 2), hvor þeirra sem eftir stendur mun þá vinna? Repúblikanar ættu að framkvæma eitt stykki skák mát með því að stilla upp 1) þeldökkum einstakling, 2) konu, 3) einstakling sem sameinar 1) og 2). Þá væri það endanlega tryggt að málefni og hugsjónir væru endanlega vikin fyrir pólitískum rétttrúnaði.
Spurning kvöldsins: Tekst mér að ná nokkrum vinnutímum á morgun, eða tekst mér að sofa út í eitt? Bæði betra, en því miður ekki hægt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gæti ekki verið meira sammála þér um hvassa vindinnn - ég er verð alltaf örg þegar blæs mikið.
Post a Comment