Wednesday, February 28, 2007
Þegiðu Danadjöfull!
Ég prófaði að gera sjálfum mér þann grikk um þessi mánaðarmót og fá eitthvað af umfram-37klst-á-viku-vinnutímum mínum útborgaða. Niðurstaðan er sú að ég fékk útborgað, umfram hið venjulega, (fjöldi yfirtíma)*(tímakaup)/2 kr útborgað. Held ég fari bara á fleiri fimmtudagsfyllerí til að losna við umframtímana í framtíðinni. Svarta hítin, einnig þekkt sem skattayfirvöld, verða að láta sér það duga til að skipuleggja samfélagið og líf mitt fyrir mig.
Eins gaman og mér finnst að fá viðbrögð við skrifum þá finnst mér ekki mikið varið í aurdrulluna í athugasemdunum hérna. Innlegg dagsins: "[É]g nenni ekki að vera málefnalegri, sorrí." Ég held að margir mundu gera sjálfum sér mikinn greiða með því að taka nennu-leysið alla leið, og segja ekkert.
Síblaðrandi Daninn virðist vera farinn í bili. Ég gríp tækifærið og geri eitthvað uppbyggilegt á meðan... (kl 16:50)
(kl 16:53) Jæja friðurinn úti. Sem betur fer er hann að búa sig til heimferðar. Ég tek pásu á meðan.. úti á svölum!
Grófur vinnustaðahúmor er hollur fyrir sálina.
Ég veit af hverju Lego er dönsk uppfinning. Danir eru mjög frjóir hugar, hafa hugmyndir um hvernig á að gera hlutina og vilja ólmir demba sér út í framkvæmdir. Á endanum kemur síðan í ljós að hugmyndin var slæm og það sem var gert til að framkvæma hana þarf að rífa niður og helst með sem minnstri fyrirhöfn. Lego í hnotskurn.
Færeyingurinn í minni deild sagði mér að það færi Færeyingur í X-factor á Íslandi. Það voru fréttir í mínum eyrum. Þar á eftir sagðist minn Færeyingur þekkja þann Færeying. Ekki þótti mér það vera fréttnæmt.
Tveir ágætir herramenn verða í Köben um helgina. Bjór? Já takk!
Heim vil ek! Eitt að lokum: Svona á að láta verkin tala! . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . nooooot!
Monday, February 26, 2007
Morkinn á mánudegi
Tommi táfýla og Gulla hressa - fótboltaspil á Café B-eitthvað - Jói halti - sveitt þorrablótsball - Raggaló sæta - veiði á Pile - rumska ekki á sunnudeginum.
"En blomst om ugen, så er der fugt i..." ..dönskunördum er leyft að botna þetta stórfyndna orðatiltæki.
Excel-aðgerð dagsins er vektorreikningur sem sparar mörg handtök og leggur saman margfeldi tveggja talna, þar sem önnur kemur úr röð og hin úr dálki:
SUMPRODUCT(TRANSPOSE($CX2:$GL2),$C$38:$C$130)
Vinnufélagi minn mættur aftur eftir viku vetrarfrí. Afleiðingin er alveg stanslaust mas allan daginn, hvort sem því er svarað eða ekki. Þessi týpa Danans er furðualgeng og birtist á ólíklegustu stöðum (strætó, búðum, biðstöðvum, skemmtistöðum, vinnunni). Góð ráð til að lágmarka skaðann af þessu fólki vel þegin.
Ég lýsi hér með eftir litlum, meðfærilegum og sparneytnum (á minni og örgjörva) spilara fyrir tónlist í tölvurnar í lífi mínu. Gamall Winamp dugir ágætlega en er ekki alveg nógu góður. Mörg spilaraforrit eru þung og geta of mikið (þ.e. meira en spilað MP3, WMA, OGG og þess háttar snið). Skilyrði fyrir utan smæð og sparneytni: Minnkar í system tray.
Um daginn móðgaðist Dani í fyrsta skipti þegar ég ásakaði hann um að vilja skattahækkanir. Venjulega mótmæla þeir ekki eða hreinlega taka undir slíkar ásakanir enda allir með sínar góðu hugmyndir um hvernig allir aðrir eiga að ráðstafa vinnulaunum sínum. Þessi skinn.
Skrokkurinn hefur verið í betra ástandi en í dag.
Á morgun er það dagferð til Noregs með gríðarlega "offshore" markmiði - kíkja á þreytuþolspróf á olíu- og gasröri í fullri keyrslu. Hressandi nördaskapur það.
Eftirfarandi er sjaldnast of oft bent á: "Eins og áður hefur verið rakið, þá er nokkuð margt sem bendir til þess að umhverfisáhugi vinstrigrænna sé meiri í orði en á borði. Að vinstrihreyfingin-grænt framboð sé einfaldlega hefðbundinn sósíalískur flokkur, sem veifi umhverfisfána af þeirri ástæðu helstri, að aðrir fánar hans séu orðnir gegnsæir og fáum myndi líka sem þar sæist í gegn."
Síðdegisþreytan orðin að síðdegiseirðarleysi og tveir kostir í stöðunni: Byrja á nýju verkefni eða fara heim. Ég vel seinni kostinn.
Thursday, February 22, 2007
Yfirlýsing: Ég svara ekki óþekktum númerum eða leyninúmerum
Þá er það fimmtudagur!
Allar umræður um meint samasemmerki á milli hitnunar lofthjúpsins og losunar mannsins á koltvísýringi verða settar á ís á þessari síðu hér með og um óákveðna framtíð. Umræðan sem slík er skemmtileg miðað við ýmislegt annað sem snýst um henda tölum fram og til baka og hræra smá stjórnmálum saman við, en athugasemdakerfið hjá mér er orðið svolítið fráhrindandi upp á síðkastið. Betrumbótum og öllu fögru lofað hér með fyrir þá sem anda að sér innihaldi lofthjúpsins, sama hvert hitastig og innihald hans er.
Örvar hinn fagri og Jóhann af Ben sitja núna fastir á Keflavíkurflugvelli og bíða þess að komast í flugvél til Köben. Ekki sérlega eftirsótt hlutskipti segi ég með vondar minningar af næturdvöl á Kastrup í fersku minni. Þeir hljóta samt að skila sér og gera gott úr því sem eftir lifir helgar. Reyndar er allt annað alveg óásættanlegt og raunar ómögulegt með öllu!
Lok, lok og lás segir óþekki kisinn, en vonandi verður því kippt í lag hið snarasta!!!
Eftir margna vikna bras er ég loksins búinn að fá það á tilfinninguna að nokkur orð skrifuð af mér muni birtast í næsta tölublaði Þjóðmála. Kannski ég hvetji menn og konur hér með til að kaupa sér áskrift! Eftir lestur á fyrri heftum get ég ekki annað en mælt með slíkum kaupum (vitaskuld af því ég er heilaþveginn og ópraktískur stuttbuxnastrákur sem hef líkamlegt ofnæmi fyrir pólitískum rétttrúnaði, en ekki af því ég er sammála hverju orði sem birtist á síðum blaðsins).
Hvaða óholla vímuefni ætli taki við hjá stórum hluta annars löghlýðinna borgara þegar sígarettur hafa verið gerðast útlægar? Einhvers konar reyklausar pillur eða einhver drykkur? Framtíðin er óviss en óneitanlega spennandi.
Fátt jafnast á við þá tilfinningu að eitthvað sé "under control".
Hreinskilni er hressandi: "Annars er það mjög sérstakt í Eyjum að allt vatn er selt gegnum mæla, líka til heimila en það er gert til að draga úr vatnssógun eins og kostur er, því gert var ráð fyrir í upphafi að leggja þyrftir þriðju vatnsleiðsluna til Eyja um 1990, en mælarnir áttu að seinka þeirri framkvæmd." Þarna er berum orðum sagt að ef einhverju er veitt, gjarnan gegn gjaldi, en án notkunartakmarkana, þá leiði það til sóunar og offjárfestinga. Menn ættu e.t.v. að hugleiða þetta í samhengi læknisþjónustu, vegakerfis, menntastofnana og auðvitað vatnsnotkunar. Ég get ekki ímyndað mér að slík hugleiðing sé annað en holl og góð.
Talandi um hollt og gott - nú enda ég þessa færslu sem er sennilega mjög hollt og gott fyrir þá sem yfirleitt entust svo langt í lestri á henni.
Wednesday, February 21, 2007
Ógurleg helgi nálgast
Gallinn við að mæta eldsnemma í vinnuna er að hádegismaturinn er fjarlægur, sérstaklega ef morgunmaturinn var bara tveir sopar af jógúrti og lýsispilla.
Æjæj lítur út fyrir mikla fundagleði í Dönum í dag, með og án fyrirvara fyrir mig, en alltaf með skyldumætingu af minni hálfu.
Danmörk nú þakið hvítri slæðu og rok og kuldi fylgir með í kaupbæti. Veturinn er kominn (aftur). Hitnun jarðar slegið á frest og kólnun jarðar notuð á meðan.
Í þessum skrifuðu orðum er erfiðri heimför úr vinnunni nýlokið. Rok orðið töluvert og veitir ekki af hverjum þræði í vetrarúlpunni ógurlegu. Danskt vegakerfi er hrunið, björgunarsveitir komnar á stjá og árekstrar rúlla inn. Danskur vetrardagur eins og hann á að vera.
Skíðaferð verkfræðideildar fyrirtækisins er nú orðin nokkuð niðurnegld. 13 tíma næturrúta á miðvikudagskvöldi í lok mars, 13 tíma heimför á sunnudeginum, og þess á milli verður eitthvað vinnutengt gert og eitthvað skíðað á sænsku fjalli, vonandi og væntanlega í kæruleysisástandi ríflegrar þynnku. Ekki svo galið.
Hver er munurinn á Harboe cola og Coca cola? Svar: 12 danskar krónur. Ekkert annað!
Mikill höfðingi kemur til Danmerkur á morgun og helgin verður tileinkuð honum og öðrum kapteini karlmannlegrar fegurðar. Ógurleg helgi og ekkert minna framundan.
Þá hefur ónefndur Tyrki hringt tvö kvöld í röð (eftir annars vel þegna og langa þögn) og í bæði skiptin skilið eftir sig ósvarað símtal. Er ég kvikindi? Nei. Einhvers staðar þarf jú að draga mörkin! Svo virðist sem hver vika beri með sér ný óvelkomin samskipti. Ég er samt búinn að vera harður af mér.
Nú taka pólitísk skrif við. Lesendum verður samt hlíft við þeim - í bili.
Sunday, February 18, 2007
Sunnudagar eru svo ágætir
Núna hefur Danmarks Radio (DR) sent mér bréf og í því stendur að ef ég á tölvu með nettengingu yfir 256 kbit/s, eða síma sem kemst á netið, eða sjónvarp þá þurfi ég að greiða yfir 2000 danskar krónur á ári í "medialicens" (margmiðlunarafnotagjöld). Internet-skatturinn er hér með formlega búinn að banka á mínar dyr! Í bréfinu segir líka að ég þurfi að borga þótt ég horfi ekki á DR, heimsæki ekki dr.dk (eða horfi á eða hlusti á ólæst efnið þaðan) og símasörfi ekki inn á neina þjónustu DR. Ég á sem sagt að borga fyrir mjólkina þótt ég hafi enga lyst á að drekka hana. Af því ég er svo samviskusamur og löghlýðinn ætla ég að skrá mig sem notanda - að útvarpi! Já, ég hlusta nefninlega við og við á hina ágætu (og sæmilega gagnrýnu) útvarpsstöð P1 og hef ekkert á móti því að borga fyrir þau afnot. Spurningin er bara svo hvort ég lendi á svarta lista leyniþjónustu DR (DDR?) því að hennar eigin sögn eru 99% Dana með aðgang að útbúnaði sem "réttlætir" innheimtu internet-skattsins.
Ólafsvaka 2007 þarf að komast í ætlunargerðarfasann fljótlega!
Gleðilegan konudag, bitches! (Stolin kveðja frá miklum snillingi.) Ég fagnaði konudegi á minn hátt með því að ryksuga og vaska upp. Verst að ég get ekki sogið minn eigin lim og þar með kórónað fögnuðinn!
Stúdentablaðið er skrýtið blað. Ef ekki væri fyrir (fjölmörg og hressandi) innlegg Fjólunnar mundi ég jafnvel ganga svo langt og kalla Stúdentablaðið hinn versta vinstrisnepil. Á einni blaðsíðunni er t.d. löng grein um gróðurhúsaáhrifin og viðtal Háskólablaðs HR við Björn Lomborg. Í greininni er það gagnrýnt að Björn hafi fengið að blaðra mótstöðu- og gagnrýnilaust við blaðamann, svona eins og um einhvers konar drottningarviðtal væri að ræða sem væri auðvitað fyrir neðan allar hellur. Nokkrum blaðsíðum seinna fær Stefán Ólafsson, prófessor (sem sést ristaður lifandi í sjónvarpi hér) að blaðra mótstöðulaust við blaðamann, gagnrýnilaust! Stefán fær meira að segja að blása á sinn helsta gagnrýnanda, Hannes Hólmstein Gissurarson, án mótbára, og fær meira að segja (mótstöðulaust) að fullyrða að hann sé ekki að "rannsaka" í pólitískum tilgangi - hann sé bara fræðimaður! Ég held að ritstjórn Stúdentablaðsins þurfi að gæta örlítils samhengis í efnisvali sínu ef blaðið á ekki að breytast í einn allsherjarhrærigraut af fólki að gagnrýna gagnrýnisleysi annarra um leið og það birtir gagnrýnislaus drottningarviðtöl.
Annars er mér alveg sama hvernig hlutir eru framreiddir. Stundum eru tekin drottningarviðtöl (blaðamaður að forvitnast um skoðanir) og stundum fer blaðamaður í rökræður við viðmælendur sínar (blaðamaður að krefjast svara). Bæði hefur sína kosti og galla og engin sérstök ástæða til að ergja sig yfir því.
Svo virðist sé heimurinn sé að fara til fjandans. Meðalhitastig janúar-mánaðar í Danmörku hefur t.d. ekki verið hærra síðan á 4. áratug 20. aldar þegar heimurinn var líka að fara til fjandans. Loftslag á Íslandi er að nálgast það sem landnámsmenn bjuggu við fyrir um 1000 árum síðan. Margir vilja mæta þessari fortíðarþrá loftslagsins með því að senda lífsskilyrði mannkyns aftur til fortíðar og sturta skattfé niður í klósettið. Á einhvern hátt skiljanlegt viðhorf. Stjórnmálamenn vilja skiljanlega auka verkefnasvið sitt. Vinstrimenn vilja skiljanlega þjarma að kapítalismanum ógurlega. Vísindamenn vilja skiljanlega að styrkir til sín haldi áfram að streyma inn. Hægrimenn vilja skiljanlega tappa af þeim atkvæðum sem dómsdagsspámenn hafa framleitt með fyrirsagnastíl sínum í að verða 100 ár (þar sem við erum á víxl á leið inn í hita- og kuldaskeið vegna athafna okkar). Hinn almenni borgari vill skiljanlega koma í veg fyrir að börn sín erfi "hræðilegar afleiðingar" góðra lífsskilyrða okkar. Það sem gleymist bara er að ekki er hægt að búa til fyrirsagnir um bæði hið góða og vonda sem er að gerast í heiminum í dag, og ekki er alltaf rúm í stuttum fréttainnslögum til að ræða um samband bættrar framleiðni, bættrar nýtingar takmarkaðra gæða, tækniþróunar og samkeppnisumhverfis og hagnaðarsókn hins frjálsa markaðar (t.d. veldur hátt eldsneytisverð því að sala sparneytinna bíla eykst, og þar með hagnaður bílframleiðenda af sparneytinni tækni). Því miður. Eða er ekki hallað á nein sjónarmið í umræðunni? Er það bara ég sem lét heilaþvo mig af skýrslum fjármögnuðum af olíufélögunum á meðan hið rétta er að láta heilaþvo sig af skýrslum sem stjórnmálamenn sjá um að fjármagna? Jæja, þá það.
Jæja, þetta var heilmikið fjas úr hinni pólitísku deild. Örlítil pása frá því núna.
Evrópusambandið er skrýtið apparat.
Margt er öfugsnúið í þessum heimi. Margir telja t.d. að kostnaður við framleiðslu hlutar sé ráðandi þáttur í verðlagi þess hlutar. Raunin er sú að verð hlutarins stjórnar kostnaðinum við framleiðslu hans. Er það ekki svolítið skondið?
Þema vikunnar á DS er alveg hreint ljómandi gott þótt ég sakni vissulega andlita (líkama) í því.
Jæja, Borat tekur nú við. Yfir og út.
Thursday, February 15, 2007
Hasardagur
Friðsælt (einka)símaleysi hefur hrjáð mig seinustu daga en tekur brátt enda (þ.e. friðsældin).
Úbbs tíminn rauk frá mér yfir skýrslulesningu. Yfir og út!
Monday, February 12, 2007
Mandagsbrok
Vinnuþrekið á enda í bili eftir frekar annasaman dag. Stemmingin er ágæt enda hin og þessi smáatriði smám saman að smella saman.
Verkfræðihluti fyrirtækisins míns ætlar að skella sér í skíðaferð til Norður-Svíþjóð um miðjan mars-mánuð (sambland afslöppunar, "team-building" og vinnutengdra verkefna). Fullkomin tímasetning. Einni helgi fyrr og þá hefði það hitt á heimsókn litla bróður. Nú er allt gott.
Útboðsgögn eru mjög mismunandi í innihaldi. Annað verður ekki sagt. Sennilega meira um það síðar.
Einsdagsferð til Norges ásamt samstarfsmanni í lok febrúar hér með skjalfest. Mikið "offshore" í vændum þótt ég sé nú ekki á leið út á haf.
Skattmann er væntanlegur á netið í mjög náinni framtíð. Fylgist með!
Um daginn las ég snilldarlýsingu á því hversu mikilvægur séreignarrétturinn er samfélagi sem vill vaxa og dafna og búa einstaklingum góð skilyrði til að svo megi verða: "Enginn hefur nokkurn tímann í sögu mannkyns þvegið bílaleigubíl!" Ég hló upphátt í þéttsetinni lest við lesturinn.
Talandi um lestir - núna loksins er að opnast enn ein (lögleg) undankomuleið mín frá skattinum; að fá mánaðarkortið í almenningssamgöngukerfið greitt af launum fyrir skatt. Tveir bjórkassar á mánuði þar með græddir. Betri finnst mér neysluskattar en tekjuskattar.
Líklega er ekki gott að vera með svefngalsa þegar maður svarar leiðinlegum athugasemdum viðskiptavinar við skýrslu. Læt það vera lokaorðin í bili.
Saturday, February 10, 2007
Áminning: Ábending til ferðalanga
Ég kann alltaf betur og betur við hverfið mitt. Netto stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en grænmetissalinn minn var núna að koma sterkur til leiks með því að eiga Red Bull. Kannski hann hafi átt hann alla tíð en á móti kemur að ég er ekki duglegasti grænmetiskaupandinn svo ég hafði bara ekki hugmynd um það fyrr en í dag. Sjoppan handan götunnar er líka að slá í gegn með svörtum Carlsberg í dós á 7 kr og kókdósum á 6 kr (með pantruglinu).
Hver á áramótaskaupið 1989 á upptöku? Hvernig væri nú að koma Skattmann-syrpunni á netið!? Held að Íslendingar hefðu gott af áminningunni fyrir komandi kosningar.
Töffaragenið lifir enn í íslenskum kynstofn. Hið sama er ekki hægt að segja um hinn danska.
Nú er að reyna hrista af sér slenið, taka sturtu og skitu (skurta?), og jafnvel fá sér einn eða tvo (eða þrjá eða hvar þetta nú endar).
Heimakvöld er svo ágætt
Undanfarna daga (og raunar undanfarna mánuði) hef ég fengið að stinga nefinu inn í það sem fólkið "handan Suðurgötunnar" er að fást við (félagsfræði, mannfræði, þróunarfræði osfrv). Mikilvægasta niðurstaða mín af þessu innliti er sú að ég valdi rétta hlið á Suðurgötunni til að stunda mitt háskólanám! Hin niðurstaðan er sú að á meðan fólk eyðir flest deginum sínum í að lesa fréttir, spjalla við annað fólk, kaupa í matinn, velja klæðnað og fylla á tankinn þá sitja tugir ef ekki hundruðir einstaklinga sveittir við skriftir og reyna draga girðingar á milli mismunandi einstaklinga og búa til hópa, kenningar sem þessir hópar aðhyllast og einhvers konar sögulegt samhengi sem á við hverju sinni.
Ekki að það sé eitthvað sem einkennir háskólanema og félagsvísindakennarana þeirra - við erum öll sífellt að flokka fólk í hópa og smella nöfnum á hugmyndir og hugsanir annarra (t.d. eru þeir til sem vilja bæði eiga kökuna og borða hana sem ég kalla vinstrimenn). Ég mundi samt ekki endast í hinni endalausu ringulreið sem ég fæ á tilfinninguna að félagsvísindin eru. Þar er ekkert "rétt" eða "rangt" og því aldrei neitt sem heitir niðurstaða eða rökleg útkoma staðreynda og huglægra röksemda. Örlítil tilvitnun í því samhengi (mest að gamni samt):
I do not believe it an accident that Karl Marx is considered one of the great hermeneuticians. This century has seen a series of devastating setbacks to Marxism, to its pretensions to "scientific truth," and to its theoretical propositions as well as to its empirical assertions and predictions. If Marxism has been riddled both in theory and in practice, then what can Marxian cultists fall back on? It seems to me that hermeneutics fits very well into an era that we might, following a Marxian gambit about capitalism, call "late Marxism" or marxism-in-decline. Marxism is not true and is not science, but so what? The hermeneuticians tell us that nothing is objectively true, and therefore that all views and propositions are subjective, relative to the whims and feelings of each individual. (#)Meiri pólitík? Já hví ekki. Stúdentaráð féll í gær í hendur fylkingar sem seinast var við völd á mínum háskólaárum - Röskvu. Örstutt ferðalag á heimasíðu Röskvu leiddi samt í ljós að þótt Röskva hafi ekki verið í meirihluta í Stúdentaráði í nokkur ár núna, og hafi verið í samstarfi með Vöku á nýliðnu kjörtímabili, þá er það nú samt Röskvan sem útvegaði lóð undir stúdentagarða, hækkaði námslánin og skipulagði meðmælagönguna á haustmisserinu. Já það er nú meira hvað stjórnarandstaðan getur komið í verk! Svona eins og að tjah, vera í stjórnarandstöðu á Alþingi í nokkur ár og þegar góðæri skellur á að þakka sér fyrir það á grundvelli afreka í fjarlægri fortíð (rings a bell?). Svona er nú margt skrýtið í kýrhausnum.
Nú að ekki-pólitík!
Tvö verkefni morgundagsins:
- Klára bévítans grein sem strandaði í miðri vinnslu og nú er skilafresturinn kominn óþægilega nálægt!
- Kaupa tvo ef ekki þrjá miða á þorrablótsball Íslendingafélagsins, jafnvel fleiri ef ég man eftir því að hringja í mann eða tvo og athuga stöðuna á þeim. Íslendingar í Köben, þá sérstaklega skiptinemarnir, er ekki endilega skemmtilegasta fólk í heimi alltaf, en aðrir Íslendingar í Köben eru svo ágætir, svona yfirleitt.
Undanfarnar vikur hafa ekki verið það sem gæti kallast vinnulega þær stabílustu. Að einhverju leyti tengist það ákveðinni einhæfni í sumu af því sem ég sit fastur í en ég held að þungi ástæðunnar liggi í öðru. Málið er nefninlega að atvinnuveitandi minn er að drepast úr manneklu en hefur ekki verið nógu duglegur að leyfa starfsmönnum sínum að uppskera ávöxt erfiðisins. Hin íslenska stemming, "núna finnst mér ég eiga inni launahækkun og ætla storma inn á skrifstofu stjóra og heimta hana", er ekki ríkjandi. Einn vísar á hinn sem vísar á annan sem segir að launamál séu endurskoðuð einu sinni á ári og meira að segja kallað "lønregulering" af mörgum sem fá bara sem nemur verðbólgunni undanfarið ár og una því alveg.
Nú er ég ekki Dani og ekki búinn að danskast upp alveg ennþá en samblandið 1) mikil mannekla = enginn er rekinn, og 2) mikil mannekla en enginn er að sjá krónu aukalega á dagvinnukaupið gerir að ég er, og ég játa það, farinn að slaka meira á í vinnunni og vinnuaginn er hægt og sígandi að seitla út um gluggann. Þetta er ekki plan og ekki með vilja gert en þróun sem ég finn að á sér stað. Ég reyni að streitast á móti en sængin virðist bara verða hlýrri og hlýrri með hverjum degi sem líður, og alltaf auðveldara og auðveldara að vaka seint á virkum dögum án samviskubits.
Ég ætti kannski að hrópa á hjálp frá þér, kæri lesandi. Hjálp, hvað get ég gert!?
Nújæja hvað sem því líður er a.m.k. að líða að háttatíma. Yfir og út!
Monday, February 05, 2007
Takk fyrir mig
Superbowl (meira að segja spennandi) - Hong Kong - H&M (þannig séð) - Danni og dúrum-rúllurnar - Danni og drykkjuspilið, og drykkjan, og dettandi - færeysk drusla á Skarv - Barbarnir í fantaformi (andlega).
Man ekki meira sem er góðs viti og til merkis um góða tíma. Á morgun tekur alvara lífsins við með heilum fjórum vinnudögum en vonandi eitthvað aðeins meira.