Fimmtudagurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu á löngum fundi að hætti Dana - þó óvanalega fræðandi!
Allar umræður um meint samasemmerki á milli hitnunar lofthjúpsins og losunar mannsins á koltvísýringi verða settar á ís á þessari síðu hér með og um óákveðna framtíð. Umræðan sem slík er skemmtileg miðað við ýmislegt annað sem snýst um henda tölum fram og til baka og hræra smá stjórnmálum saman við, en athugasemdakerfið hjá mér er orðið svolítið fráhrindandi upp á síðkastið. Betrumbótum og öllu fögru lofað hér með fyrir þá sem anda að sér innihaldi lofthjúpsins, sama hvert hitastig og innihald hans er.
Örvar hinn fagri og Jóhann af Ben sitja núna fastir á Keflavíkurflugvelli og bíða þess að komast í flugvél til Köben. Ekki sérlega eftirsótt hlutskipti segi ég með vondar minningar af næturdvöl á Kastrup í fersku minni. Þeir hljóta samt að skila sér og gera gott úr því sem eftir lifir helgar. Reyndar er allt annað alveg óásættanlegt og raunar ómögulegt með öllu!
Lok, lok og lás segir óþekki kisinn, en vonandi verður því kippt í lag hið snarasta!!!
Eftir margna vikna bras er ég loksins búinn að fá það á tilfinninguna að nokkur orð skrifuð af mér muni birtast í næsta tölublaði Þjóðmála. Kannski ég hvetji menn og konur hér með til að kaupa sér áskrift! Eftir lestur á fyrri heftum get ég ekki annað en mælt með slíkum kaupum (vitaskuld af því ég er heilaþveginn og ópraktískur stuttbuxnastrákur sem hef líkamlegt ofnæmi fyrir pólitískum rétttrúnaði, en ekki af því ég er sammála hverju orði sem birtist á síðum blaðsins).
Hvaða óholla vímuefni ætli taki við hjá stórum hluta annars löghlýðinna borgara þegar sígarettur hafa verið gerðast útlægar? Einhvers konar reyklausar pillur eða einhver drykkur? Framtíðin er óviss en óneitanlega spennandi.
Fátt jafnast á við þá tilfinningu að eitthvað sé "under control".
Hreinskilni er hressandi: "Annars er það mjög sérstakt í Eyjum að allt vatn er selt gegnum mæla, líka til heimila en það er gert til að draga úr vatnssógun eins og kostur er, því gert var ráð fyrir í upphafi að leggja þyrftir þriðju vatnsleiðsluna til Eyja um 1990, en mælarnir áttu að seinka þeirri framkvæmd." Þarna er berum orðum sagt að ef einhverju er veitt, gjarnan gegn gjaldi, en án notkunartakmarkana, þá leiði það til sóunar og offjárfestinga. Menn ættu e.t.v. að hugleiða þetta í samhengi læknisþjónustu, vegakerfis, menntastofnana og auðvitað vatnsnotkunar. Ég get ekki ímyndað mér að slík hugleiðing sé annað en holl og góð.
Talandi um hollt og gott - nú enda ég þessa færslu sem er sennilega mjög hollt og gott fyrir þá sem yfirleitt entust svo langt í lestri á henni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hvenær ætlarðu að tjá þig um klámráðstefnuna fyrirhuguðu og forkastanlegar móttökur sem það fólk fékk á Klakanum?
Ég oursourcaði því,
http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2007/02/i_ookk_yfirvald.php
http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2007/02/politiskur_rett.php
Opnað fyrir Páli!
Post a Comment