Sunday, February 18, 2007

Sunnudagar eru svo ágætir

Hvað er betra en sunnudagur heima hjá sér í náttbuxum með kaffi og reyktóbak í hendi og sæmilega ræmu mallandi á tölvuskjánum? Ekki mjög margt. Hinum ýmsu smáverkefnum hefur verið rutt úr veginum, örlítill pistill skrifaður til að fá útrás (fokkings helvítis femínasistabeljur út um allt!), og háfleyg vinnuplön fyrir vikuna ákveðin. Ég ætla að ná 40 tímum á skrifstofunni fyrir fimmtudagskvöld kl 18. Yfirfært frá dönsku normi og yfir á íslenskt þá jafngildir það 60 vinnutímum á fjórum dögum. Ástæða: Tveir ágætir herramenn koma til Köben um næstu helgi.

Núna hefur Danmarks Radio (DR) sent mér bréf og í því stendur að ef ég á tölvu með nettengingu yfir 256 kbit/s, eða síma sem kemst á netið, eða sjónvarp þá þurfi ég að greiða yfir 2000 danskar krónur á ári í "medialicens" (margmiðlunarafnotagjöld). Internet-skatturinn er hér með formlega búinn að banka á mínar dyr! Í bréfinu segir líka að ég þurfi að borga þótt ég horfi ekki á DR, heimsæki ekki dr.dk (eða horfi á eða hlusti á ólæst efnið þaðan) og símasörfi ekki inn á neina þjónustu DR. Ég á sem sagt að borga fyrir mjólkina þótt ég hafi enga lyst á að drekka hana. Af því ég er svo samviskusamur og löghlýðinn ætla ég að skrá mig sem notanda - að útvarpi! Já, ég hlusta nefninlega við og við á hina ágætu (og sæmilega gagnrýnu) útvarpsstöð P1 og hef ekkert á móti því að borga fyrir þau afnot. Spurningin er bara svo hvort ég lendi á svarta lista leyniþjónustu DR (DDR?) því að hennar eigin sögn eru 99% Dana með aðgang að útbúnaði sem "réttlætir" innheimtu internet-skattsins.

Ólafsvaka 2007 þarf að komast í ætlunargerðarfasann fljótlega!

Gleðilegan konudag, bitches! (Stolin kveðja frá miklum snillingi.) Ég fagnaði konudegi á minn hátt með því að ryksuga og vaska upp. Verst að ég get ekki sogið minn eigin lim og þar með kórónað fögnuðinn!

Stúdentablaðið er skrýtið blað. Ef ekki væri fyrir (fjölmörg og hressandi) innlegg Fjólunnar mundi ég jafnvel ganga svo langt og kalla Stúdentablaðið hinn versta vinstrisnepil. Á einni blaðsíðunni er t.d. löng grein um gróðurhúsaáhrifin og viðtal Háskólablaðs HR við Björn Lomborg. Í greininni er það gagnrýnt að Björn hafi fengið að blaðra mótstöðu- og gagnrýnilaust við blaðamann, svona eins og um einhvers konar drottningarviðtal væri að ræða sem væri auðvitað fyrir neðan allar hellur. Nokkrum blaðsíðum seinna fær Stefán Ólafsson, prófessor (sem sést ristaður lifandi í sjónvarpi hér) að blaðra mótstöðulaust við blaðamann, gagnrýnilaust! Stefán fær meira að segja að blása á sinn helsta gagnrýnanda, Hannes Hólmstein Gissurarson, án mótbára, og fær meira að segja (mótstöðulaust) að fullyrða að hann sé ekki að "rannsaka" í pólitískum tilgangi - hann sé bara fræðimaður! Ég held að ritstjórn Stúdentablaðsins þurfi að gæta örlítils samhengis í efnisvali sínu ef blaðið á ekki að breytast í einn allsherjarhrærigraut af fólki að gagnrýna gagnrýnisleysi annarra um leið og það birtir gagnrýnislaus drottningarviðtöl.

Annars er mér alveg sama hvernig hlutir eru framreiddir. Stundum eru tekin drottningarviðtöl (blaðamaður að forvitnast um skoðanir) og stundum fer blaðamaður í rökræður við viðmælendur sínar (blaðamaður að krefjast svara). Bæði hefur sína kosti og galla og engin sérstök ástæða til að ergja sig yfir því.

Svo virðist sé heimurinn sé að fara til fjandans. Meðalhitastig janúar-mánaðar í Danmörku hefur t.d. ekki verið hærra síðan á 4. áratug 20. aldar þegar heimurinn var líka að fara til fjandans. Loftslag á Íslandi er að nálgast það sem landnámsmenn bjuggu við fyrir um 1000 árum síðan. Margir vilja mæta þessari fortíðarþrá loftslagsins með því að senda lífsskilyrði mannkyns aftur til fortíðar og sturta skattfé niður í klósettið. Á einhvern hátt skiljanlegt viðhorf. Stjórnmálamenn vilja skiljanlega auka verkefnasvið sitt. Vinstrimenn vilja skiljanlega þjarma að kapítalismanum ógurlega. Vísindamenn vilja skiljanlega að styrkir til sín haldi áfram að streyma inn. Hægrimenn vilja skiljanlega tappa af þeim atkvæðum sem dómsdagsspámenn hafa framleitt með fyrirsagnastíl sínum í að verða 100 ár (þar sem við erum á víxl á leið inn í hita- og kuldaskeið vegna athafna okkar). Hinn almenni borgari vill skiljanlega koma í veg fyrir að börn sín erfi "hræðilegar afleiðingar" góðra lífsskilyrða okkar. Það sem gleymist bara er að ekki er hægt að búa til fyrirsagnir um bæði hið góða og vonda sem er að gerast í heiminum í dag, og ekki er alltaf rúm í stuttum fréttainnslögum til að ræða um samband bættrar framleiðni, bættrar nýtingar takmarkaðra gæða, tækniþróunar og samkeppnisumhverfis og hagnaðarsókn hins frjálsa markaðar (t.d. veldur hátt eldsneytisverð því að sala sparneytinna bíla eykst, og þar með hagnaður bílframleiðenda af sparneytinni tækni). Því miður. Eða er ekki hallað á nein sjónarmið í umræðunni? Er það bara ég sem lét heilaþvo mig af skýrslum fjármögnuðum af olíufélögunum á meðan hið rétta er að láta heilaþvo sig af skýrslum sem stjórnmálamenn sjá um að fjármagna? Jæja, þá það.

Jæja, þetta var heilmikið fjas úr hinni pólitísku deild. Örlítil pása frá því núna.

Evrópusambandið er skrýtið apparat.

Margt er öfugsnúið í þessum heimi. Margir telja t.d. að kostnaður við framleiðslu hlutar sé ráðandi þáttur í verðlagi þess hlutar. Raunin er sú að verð hlutarins stjórnar kostnaðinum við framleiðslu hans. Er það ekki svolítið skondið?

Þema vikunnar á DS er alveg hreint ljómandi gott þótt ég sakni vissulega andlita (líkama) í því.

Jæja, Borat tekur nú við. Yfir og út.

9 comments:

Unknown said...

Hvernig stendur þá eiginlega á því að það sé leit að mönnum sem trúa ekki á gróðurhúsa-árhrifin, og fer fækkandi?

Mér finnst þetta æðisleg röksemdarfærsla, gróðurhúsa áhrif eru góð því þá seljast fleirri sparneyttnir bílar.

Ahverju eru frjálshyggjumenn bara með "Wait And See" aðferðina á umhverfismál, væri ekki nær að hafa hana bara á öllu til að gæta samræmis?

Geir said...

Loftslagið er að breytast eins og það hefur alltaf gert. Koltvíoxíð hefur áhrif á gróðurhúsaáhrif lofthjúpsins (og plöntuvöxt) en svo miklu minni en sérstaklega vatnsgufa. Aðgerðir gegn efnahagsvexti hafa beint áhrif á sparneytnishneigð verðlags á orkugjöfum - flytja þau frá markaði til stjórnmálamanna. Og svo framvegis.

"Wait and see" er röng nálgun. "Wait! See how much economic growth per ton human-released CO2 has increased over the last decades, lifting millions out of poverty!" er nærri lagi. "Wait with economic growth, lets see what happens if we stop it for 50 years" er ekki minn tebolli.

Anonymous said...

Ég er að vonum glöð að þú lesir það sem ég sendi þér spjaldanna á milli, og já blaðið er nánast fullskipað vinstri-mönnum eða konum. Sorglegt hversu augljóst það er.....

Geir said...

Gapandi augljóst! :)

En annars eitt enn með gróðurhúsaáhrifin. Hver dollar sem er eytt í "baráttu gegn" einhverju (eða þénast ekki í nafni baráttunnar) er ekki hægt að eyða í eitthvað annað, t.d. í lyf eða vatn eða hreinlega betri föt eða hlýrri vetrarjakka. Dollaraeyðslunni (eða eyðslu dollarasköpunarinnar) verður því að forgangsraða og ég held að best sé að "gera ekkert", næstbest að velja eitthvað aðeins meira aðkallandi vandamál en suð í hitastigsmælinu 50 ár fram í tímann þegar mannkynið verður væntanlega orðið mun ríkara og aðlögunarhæfara með tilliti til hvers sem koma skal (náttúrulegt eða ekki).

Þórfreður said...

Hér er umfjöllun á heimasíðu á vegum bandarískra stjórnvalda um mansal. Þarna kemur fram að meðal þess sem fórnarlömb mansals og kynlífsþrælahalds eru látin gera er að sitja fyrir á klámmyndum, samanber eftirfarandi orð:

„Victims of trafficking are forced into various forms of commercial sexual exploitation including prostitution, pornography, stripping, live-sex shows, mail-order brides, military prostitution and sex tourism.“

Þannig að ég spyr: Ertu ennþá jafnsannfærður um að allt sé nú í himnalagi í klámiðnaðinum? Og sé svo ekki, ertu þá virkilega viss um að af þessum 150 manns, sem ætla að koma hingað til lands, sé örugglega enginn sem ekki hefur misnotað neyð kvenna?

Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að „femínistabeljurnar“ – eins og þú kýst að kalla andstæðinga fyrirhugaðs klámþings – eru á móti klámiðnaðinum. Hún er sú að honum tengist alls kyns viðbjóður og misnotkun. Þeir sem halda öðru fram eru bara ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Geir said...

Ofbeldi og mansal eru glæpir. Að kvikmynda nakið fullorðið fólk að stunda kynlíf er það ekki.

Ef Siggi er alki, og líka barnaníðingur, á þá að rannsaka alla alka og athuga hvort þeir eru barnaníðingar?

Ef Palli er vinstrimaður en líka hryðjuverkamaður, er þá komin löggilt ástæða til að rannsaka alla vinstrimenn eins og þeir væru grunaðir hryðjuverkamenn?

Ónei ætli það.

Unknown said...

Svo efnahagslegur vöxtur er rökstuðningur fyrir öllu, bara á meðan það er ekki hægt að tengja tapið við þig, sjálfan einstakling, nákvæmlega núna.

Núna er ég loksins farinn að skilja þessa stefnu til hlýtar.

Er þá skoðun þín að sama hvað koltvíoxíð (sem reyndar eru bara 72% af gróðurhúsaloftegundum) hækkar mikið, þá er það gott í nafni hagvaxtar, svo lengi sem hann hækkar jafnt?

Trúir þú í alvöru að einföld hugtök eins og framboð og eftirspurn eigi við í þessu tilviki?

Geir said...

"Andstæðingum" ráðstefnunnar er bent á þann möguleika að mæta ekki á ráðstefnuna. Fórnarlömbum ofbeldisverka er bent á að gefa sig fram við lögreglu.

Geir said...

Daði, ég segi bara af öllum þeim vandamálum sem er hægt að sturta tugmilljörðum og trilljörðum dollara í þá er baráttan gegn losun CO2 (og afskipti af gangverki markaðarins) sennilega sérkennilegasta leiðin til að bæta hag mannkyns til framtíðar.

Menn mega auðvitað hafa áhyggjur af hinu og þessu, en lausnamiðað verður það seint kallað að slást við jarðefnaeldsneytisnotkun mannkyns með ítrekað sviknum loforðum og ærnum tilkostnaði.