Sólin skín og veðrið er stillt og það passar ágætlega við lundarfar mitt núna. Helgi með litla bróður var í alla staði algjör snilld. Við fengum skemmtilegt teiti, mótmæli með dagdrykkju, pilturinn verslaði aðeins og við fengum góðan túr í bæinn þar sem brósi sá um fararstjórarhlutverkið (dæmi, þar sem ég fékk eftirfarandi heilræði með leiðbeiningum um hvar klósettið væri: "Passaðu þig bara, það er mikið af varasömu fólki hérna!"). Ekkert nema frábær helgi nú að baki!
Djöfull er ég orðinn feitur.
Sambönd eru djöfullinn.
Danir sem hyggja á spjallpásu í skrifstofunni sem ég deili með þremur öðrum endast orðið styttra og styttra í tilraunum sínum til að fá mig í spjallham. Loksins hafa margar tilraunir með kerfi til að fá Dani í burtu borið árangur.
Samkvæmt Fréttablaðsgrein um helgina getur samfélag ekki kallast siðað fyrr en ákveðnar opinberar, skattfjármagnaðar velferðarstofnanir eru starfræktar í því. Getur einhver útlistað þetta nánar fyrir mér? Voru Bandaríkin og Bretland ósiðuð fyrir fyrri heimstyrjöld? Varð Prússland ekki siðað fyrr en í stjórnartíð Bismarck? Voru Sovétríkin hápunktur siðmenningarinnar? Mig vantar ramma!
Ég skildi til fulls ákveðna rökræðutækni um helgina (þar sem ég stóð á hliðarlínu mótmæla í Köben), "á móti"-röksemdarfærslan. Hún snýst um að finna skoðun sem maður er ósammála og benda á samfélagslega og menningarlega nauðsyn þess að vera á móti þeirri skoðun. Dæmi: Ég vill ekki að listamenn fái fé sem er innheimt með skattheimtu. Enginn stjórnmálaheimspeki fjallar um nauðsyn þess að ríkið innheimti skatta til að borga undir listamenn eða kaupi verk þeirra. Enginn hefur fært nein sérstök rök fyrir því að listamenn fái að liggja á spena launþega (t.d. þora fáir að segja að listir fæðist og deyi eftir því hvað stjórnmálamenn skaffa þeim mikið skattfé). Hvernig er þessari skoðun minni svarað? Með því að benda á nauðsyn þess að vera á andstæðri skoðun, samfélagsins og menningarlífsins vegna. Eða er eitthvað að fara framhjá mér?
Ísland og Danmörk eru, á alveg ótrúlega mörgum sviðum, með alveg nauðalíkt verðlag sama hvað hver segir. Undantekningar eru þó veigamiklar: Áfengi, stórmarkaðsmatvæli, sum föt og tóbak. Á móti kemur allt sem heitir húsnæði, rafmagn, skattar og bílar og nú er bensín einnig orðið dýrara í Danaveldi. Lífsstandard er haki eða tveimur lægri hér en á Íslandi. Það verður bara að segjast.
Sólin hékk á nánast heiðskýrum himni í allan dag. Vorið nálgast óðfluga!
Voðalega er ég klámfenginn í hugsunum í dag. Klámfenginn að hugleiða umhverfismál. Hvað ætli það kallist? Blá-grænn? Hægri-bleikur? Græn-bleikur? Vinstri-grænn? Hægri-grænn?
Alltaf ánægjulegt þegar einhver nennir að skjótast eftir mat handa eftirsetukindunum á vinnustaðnum. Góður vinnudagur sem endar þá á mat, örlítilli vinnu til viðbótar og svo heim.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment