Ekki svo galin helgi nú að baki. Ingi kíkti í bæinn og við tæmdum nokkrar bjórflöskur og skotglös og heimsóttum staði á víð og dreif í Köben, oft í ágætum félagsskap myndarlegra kvenna (já, engin lygi það!). Líkaminn er skiljanlega ekki í toppformi í dag fyrir vikið en kók og pizza hafa bætt mikið úr því. Ingi, vertu alltaf velkominn!
Seinasta vinnuvikan fyrir Íslandsferðina 11. des. tekur við á morgun. Mánudagurinn verður vægast sagt þéttpakkaður og á þriðjudaginn er vinnuferð til Parísar - út að morgni, fundir allan daginn og flug heim um kvöldið. Mér hundleiðist svona ferðir og ein seinkun eða eitt franskt verkfall getur auðveldlega gert allt planið að engu. Óneitanlega gaman er samt að vera sérstaklega umbeðinn þátttakandi á mjög mikilvægum fundi! Ég er jú "the BFLEX engineer"!
Á föstudaginn er 'julefrokost' í vinnunni. Gríðarleg áfengisneysla, stuð og gaman og kannski smá sveifla á dansgólfinu. Tilhlökkun: Mikil!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Innilega til hamingju með afmælið elsku frændi!! :)
Til hamingju með ammlið bróðir!iolz ...búið að vera á tali hjá þér í 2 klukkutíma !?? ..getur það verið ?
Skjáumst kannski á eftir :)
Til hamingju með afmælið elsku bróðir, hlakka mjög mikið til að fáþig til okkar:)
Hvernig væri að kaupa smá tyggjó fyrir systur í fríhöfninni..
Takk takk!
Var annars í París í allan dag, er dauðuppgefinn og fagna deginum með einni kippu fyrir svefninn og reynið bara að stöðva mig!
Til hamingju með afmælið!:) Í dag, 5. des? Langafi minn hefði orðið hundrað ára í dag hefði hann lifað ári lengur:)
Afsakaðu léleg í póstinum, veit þú saknar mín GEGGJAÐ...;) Heyrumst brátt.
Knús!
Maður hefði nú átt að senda þér sms eða póst og óska þér til hamingju með daginn... en tel mig dálítið stikkfrí frá svoleiðis þegar viðkomandi er jú afmælisbarn vikunnar á DS : http://www.daudaspadinn.blogspot.com/
Allavega til lukku
Post a Comment