Muna: Sama hversu þreytan er mikil - EKKI fara sofa klukkan 7 að kvöldi til! Það gerir það bara að verkum að ég vakna um miðja nótt, get með engu móti sofnað aftur og núna er ég að spá í að halda út þar til strætó byrjar að keyra og fara í vinnuna eldsnemma í fyrramálið.
Sama var uppi á teningnum í gær og ég var sestur á minn stað í vinnunni klukkan 7 í morgun. Var svo orðinn dauðþreyttur kl 16, fór heim, og gat ekki forðast það að sofna eldsnemma.
Kannski er ekki úr vegi að rifja upp seinustu daga. Seinasta fimmtudag (27. des.) var gríðarhressandi 'reunion' verkfræðiárgangs míns (og rúmlega það) og mikið óskaplega var það skemmtilegur hittingur. Ekki eins skemmtileg var allsherjarlokun alls í Reykjavík á slaginu 1. Hvenær á að kippa þessum asnalega opnunartíma virkra daga í lag á Íslandi?
Föstudagskvöldið var alveg hreint ljómandi sötur með Örvari, Hersteini, Sverri og fleirum sem endaði í bænum þar sem góðir menn voru komnir vel í glas og skemmtistaðurinn (sardínudósin) Ellefan notuð til lokunartíma miðbæjarins.
Laugardagurinn var dagur ónýts skrokks, pökkunar og næturvöku. Allt að því ósofinn var flugið tekið til Danmerkur seinnipart sunnudags og strax á Kastrup hitti ég Daða. Burkna & co. hitti ég síðan um kvöldið og drakk nokkra ljúfa bjóra þar til þreytan kallaði á heimför.
Áramótin á Nýhöfn voru gríðarskemmtileg. Daði er svo ágætur gestgjafi. Úlpunni minni týndi ég tímabundið en mér skilst að hún hafi skilað sér á góðan stað. Haukur og Burkni báðir fallegir venju samkvæmt. Litháensk skot gerðu góða hluti. Flugeldar voru einhverjir á kaupmennskum himni en þó ekkert í líkingu við þann reykvíska. Moose var ljómandi endastöð skemmtistaðaröltsins. Góð áramót!
Vinnuvikan fór ágætlega af stað í dag þrátt fyrir ringlaðan haus óreglulegs svefns. Ég verð hreinlega að plana eitthvað félagslega bindandi annað kvöld til að fara ekki of snemma að sofa aftur!
Næturfjas: Endir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til lokunar á 11... hmmmm... sms í símanum mínum staðfestir að þú varst farinn af 11 löngu fyrir lokun... annað en þeir allra hörðustu eins og ég ;)
Gaman annars að hitta þig Geir minn :)
Já eitt... stendur þú fyrir því að bróðir þinn er með yfirvaraskegg (sá myndir á BC síðunni)?? Í guðanna bænum, vitið þið ekki hvað þetta er ókynæsandi!!!! ;)
Mér kæmi ekkert á óvart ef mig misminnti eða minnti hreinlega ekkert á tímabili þetta kvöld. Var samt ekki á heimleið fyrr en að ganga 6, að mig minnir!
Yfirvaraskeggi bróður míns stend ég ekki fyrir en kannski veitti ég innblástur! :)
Gaman að hitta þig líka þótt ég sé nú sviptur heiðursverkefni mínu í okkar sambandi!
Post a Comment