Velkomin veri hvít jörð í Danmörku. Mikið var gott að finna hálku undir fótum sínum á ný. Íslendingar sitja nú ekki einir að snjónum og vitaskuld kom snjórinn á besta tíma í Danmörku: Þegar Danir voru byrjaðir að hlakka til vorsins.
Í fréttum er það helst að það er ekkert í fréttum. Alveg sérstaklega ekki í þessari viku þegar 70% vinnustaðarins er í löngu páskafríi sem sjálfkrafa sendir mig inn í 13 tíma vinnudaga. Ljómandi, því þá fæ ég völd og áhrif umfram hið venjulega. Ekki svo ljómandi því ég hef ekki verið utandyra í dagsbirtu (að undanskildum hádegishléum þegar ég þarf að labba til og frá mötuneyti) síðan á laugardaginn (sunnudeginum eyddi ég innandyra þar til rökkur skall á - takk fyrir mig, Ósk!).
Svo virðist sem yfirlestrarsæfing mín á vinnustaðnum hafi skilað sér í þónokkuri ánægju með yfirlestur minn á MA-ritgerð nokkuri, sem ekki verður farið nánar út í hér (kúkur laðar að sér flugur, svo ég skýri það aðeins "nánar").
Á fimmtudagskvöldið lendir eins og einn Örvar í Danmörku. Jess!!!
Danska krónan komin í tæpar 16 íslenskar krónur núna sé ég. Kannski ríkisrekin seðlabankastarfsemi og peningaútgáfueinokun hafi sína vankanta þrátt fyrir allt?
Titlarnir hlaðast á mig sem aldrei fyrr. Þeir nýjustu: "Master Pipe checker", "snillingur", "án nokkurs vafa sá besti", "the best brother in the world", og fleira ágætt. Kæra fólk, á að drepa mann með hroka og sjálfsöryggi?! Það verður ófögur sjón!
Skatturinn ákvað að iðrast að hluta fyrir fjárhagslega húðflettingu í fyrra. Það er gott mál, en betra mál væri að hann sæi algjörlega að sér.
Talandi um skatt - best að smella eins og 3 dönskum krónum í ríkiskassann með eins og einum kvöldöl og leggja sig aðeins fyrir lokahasar dauðans í vinnunni á morgun. (Ofan á þær krónur sem ég greiddi með einum síðdegisöl í dag á milli verkefna - leyndó!)
Fjólu óska ég góðs gengis á næstu dögum! Endaspretturinn er hafinn!
Eitthvað fleira? Nei. Yfir og út!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Takk fyrir það kúkurinn minn.
Myndirðu semsagt leggja til að seðlabankinn yrði einkavæddur, frekar en að setja þar einfaldlega hæfa menn við stjórnvölin?
Hver er réttlætingin fyrir ríkiseinokun á peningaútgáfu? Í upphafi var hún sú að ríkinu vantaði tæki til að auka peningamagnið í hvelli til að fjármagna stríðsrekstur (almenningur fékk svo að éta verðbólguna sem kom í kjölfarið).
Hver er hún í dag? E.t.v. sú að í dag rekur ríkið seðlabanka, og þess vegna þarf að afsanna þörfina á því frekar en réttlæta áframhald á því?
Ef ástand fjármálamarkaða heimsins í dag er ekki til merkis um að seðlabankar, sama hversu "vel mannaðir" þeir eru, eru ávísun á eilífar öfgasveiflur þá veit ég ekki hvað er það.
Post a Comment