Tuesday, March 04, 2008

Já, ég er bráðlifandi!

Nú ætla ég að nota tækifærið á meðan þvottavélar berja storknuð bremsuför og svita úr fötum mínum og minna á tilvist mína. Eitthvað hef ég gert lítið af því undanfarnar vikur og lofa í sífellu betrumbótum en núna held ég að taki þetta frá degi til dags án loforða (þeir sem nenna ekki að uppfæra síðu þess í von um uppfærslu - eða skort þar á - geta notast við hina ágætu síðu bloggvakt.is).

Sumsé, ekki mjög mikið að gerast en það er aðallega að þakka gríðarlegri heimasetu minni um helgar og leti við að skreppa út á virkum kvöldum. Ekki alveg nógu gott því í Köben býr nú margt gott fólk sem ég á endilega að nýta mér semí-einokunar-aðgengi að og hitta sem mest.

Þó einhverjar undantekningar: Fimmtudagsöl með Daða í seinustu viku. Smá sötur nú á sunnudagskvöldið (og gríðarleg þreyta í vinnunni í gær). Eitthvað fleira smálegt get ég týnt til en í stórum dráttum hafa vinna og heimili verið mínir einu áfangastaðir. Eftir tvær þreytuhelgar í röð ákvað ég þess vegna um helgina að hafa þessa vinnuviku stutta - helst undir 35 vinnutímum, þar af rétt rúmir 6 tímar í dag. Þarf e.t.v að taka langan vinnudag á morgun en að öðru leyti ætla ég að reyna sem mest ég má að hafa þetta stutt og laggott!

Í nótt var 2-5 stiga frost. Afleiðing: Allt lestarkerfið fór í köku í morgun. Ég fékk að dúsa í meira en klukkutíma á lestarstöðinni og á endanum komast í troðfulla lest sem silaðist á minn áfangastað. Ekki sérstaklega góð byrjun á annasömum degi og ég varð - að sjálfsögðu - alveg snældutrítilóður af bræði! Bar mig samt vel eins og hver annar Dana-maur sem lætur allt yfir sig ganga. Svo hafðist þetta sosem í dag ef undan er skilið að vinnupósthólfið var skilið eftir með haug af óframfylgdum tölvupóstum. Skítt með það. Sólin skín, úti er kalt, vindur enginn, og hver veit nema bolti og bjór verði á dagskrá kvöldsins.

Fylgist spennt með næsta hefti Þjóðmála og látið mig endilega heyra það ef skrif mín í því gleðja eða gera bandbrjáluð.

Fjólu óska ég góðs gengis á næstu vikum!

Eitthvað fleira? Nei. Yfir og út!

5 comments:

Anonymous said...

(tengist ekkert færslunni)

Þú verður greinilega að hætta þessu, þetta er stórhættulegt skv. læknum.
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/03/07/winehouse_tekur_vodka_i_nefid/

kv. Hjalti

Anonymous said...

Skrif þín gleðja.

Ég myndi reyndar bæta því við að tannlækningar eru að mestu leyti án afskipta hins opinbera á ÍSL (fer eftir aldri kaupanda). Þær mætti nefna í sömu andrá og augnlækningar (sjóntæki, lasersjón) og heyrnartækjakaup.

Þrándur

Geir said...

Hjalti, hef ekki stundað þessa iðju í mörg ár! Ætti e.t.v. að taka upp á henni aftur nú þegar hún er komin í tísku í Hollywood! :)

Þrándur, takk, og góður punktur!

Anonymous said...

Geir ég sakna þín..

Siffi

Geir said...

Mússímúss Sibba