Thursday, June 30, 2005

Heilaður!

Í gær voru flutningar hálfnaðir. Í dag er þeim lokið, ef einn svartur plastpoki er undanskilinn, og næst er bara að fá lyklavöld og borga fyrstu leiguna. Þetta er gott mál. Gammel Kongevej er minn!

Þökk sé hinni góðu þrifskorpu sem var tekin í gær og þökk sé því hvað flutningar gengu vel þá stefnir allt í að ég verði meðal glaðra einstaklinga á Hróaskeldunni seinnipartinn í dag eða snemma í kvöld. Enn betra! Er Haukur ekki annars búinn að láta til leiðast? Haukur: Heiðskýrt og sól og gott áfengisverð!

Örvar má eiga von á smá glaðningi sem ég fann fyrir tilviljun í kjallaranum þaðan sem ég var að flytja. Ég hafði ekki séð þennan glaðning lengi, og þaðan af síður hafði ég sett hann á þann stað sem ég fann hann á, en upp koma svik um síðir og nú er sending vonandi á leið til pilts eftir helgi.

Innbú Daða verður sótt eftir helgi og þá á ég rúm. Það verður ekki verra að eignast svoleiðis grip. Peningar fá að skipta um hendur á svipuðum tíma.

Voðalega eru mörg nöfn að nefnast hérna. Sei sei.

Örlítil pólitík (varúð! varúð! varúð!) í lokin: Í einu blaðinu segir að ráðherra umhverfis- og skipulagsmála í Danmörku sé nú að velta fyrir sér að leyfa stærri verslanir en nú er kveðið á um í lögum. Já, dönsk lög segja til um hámarksflatarmál verslana og því undir ráðherrum komið að ákveða hvað sé hentug stærð á verslun og hvað ekki. Finnst engum það skrýtið nema mér? Hvað kemur það ráðherrum við hvað fólk og fyrirtæki nota mikið pláss að eiga viðskipti?

1 comment:

Anonymous said...

Skemmtu þér vel á Hróaskeldu og til hamingju með nýja rúmið ... P.S. það er mjög gott að sofa í því ;)

Freyja