Wednesday, June 29, 2005

Hálfnaður

Þá er Sanne flutt, þ.e. er dótið hennar. Bara agnarsmár haugur af dóti eftir sem á að heita mitt. Takmarkið er að minnka fjölda veraldlegra eigna minna niður í tvo kassa svo næstu flutningar verði enn auðveldari. Allt þetta dót er bara íþyngjandi.

Nú lítur út fyrir að með smá heppni komist ég á Hróaskeldu á fimmtudagskvöldið en í allraseinasta lagi verði ég þar fyrir hádegi á föstudag. Mikið er ég ánægður með það.

Annars er það helst í fréttum að spennan magnast á Wimbledon-mótinu í tennis og útlit fyrir spennandi keppni. Gott.

1 comment:

Burkni said...

Ansi eru menn fljótir að snúa baki við henni Önnu litlu ... :(