Danir lifa víst skemur en íbúar annarra OECD-landa ad medaltali (ca. 77 ár), og Íslendingar eru langlífastir allra (ca. 80 ára) ef Japanir eru undanskildir. Danir kenna reykingum (28% Dana reyktu árid 2003) og áfengisneyslu (Danir drekka 2 L meira af áfengi en adrir OECD-íbúar ad medaltali) um. Danir vinna ekki meira en 37 tíma á viku og ég hef aldrei séd Dana beita sér vitlaust í vinnu, aldrei séd vinnandi Dana án nýjustu og fullkomnustu tækjanna og aldrei séd stressadan Dana svona ef midad er vid hinn dæmigerda Íslending. Thar ad auki er gjaldfrjálst ad heimsækja heimilislækninn ef eitthvad bjátar á.
Hvernig stendur thá á thví ad Íslendingar lifa svona lengi? Ekki mikid minna en 25% Íslendinga reykja og áfengisneysla Íslendinga er kannski ekki mikil midad vid dagdrykkjumenn Evrópu en áfengismedferdin er theim mun harkalegri. Thar fyrir utan kemur ad lágmarki 40 tíma vinnuvika, stress, vitlaus líkamsbeiting í allri atvinnu og afthreyingu, tøluverd gjaldtaka í heilbrigdiskerfinu, kuldi og vosbúd.
Getur verid ad Danir séu bara aumingjar og Íslendingar séu hetjur? Eda á ég ad kasta fram pólitískri kenningu?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Íslendingar eru hreinlega bara bestir.
Post a Comment