Monday, June 27, 2005

Ljómandi allt saman

Margir boltar á lofti ef svo má segja. Systir og Sanne sofandi heima, íbúðin í fullkominni óreiðu flutninga og gestagangs, Gauta bjargað inn á Hróaskeldu sem vonandi þýðir að mér verður bjargað á hátíðina síðar í vikunni, vinnan rúllar í sínum þriðja gír af fimm, öðru slegið á frest til næstu viku (öllu sem liggur í zone 5+), og þannig er það.

Stefnan er að vera mættur á Hróaskeldu á föstudaginn um hádegi. Gott hjá mér.

Annað í fréttum: Duglegir útlendingar boðnir velkomnir til Danmerkur og ónefnt fyrirtæki hafði samband við mig varðandi verkfræðivinnu en ekki öfugt. Hressandi.

2 comments:

-Hawk- said...

Mig langar með þér á Hróarskeldu :(

Geir said...

Það er jú alltaf 2006...