Friday, June 24, 2005

Sveitt!

Hitinn hérna í Danmörku í vikunni er alveg að drepa mig! Hér hefur ekki verið verandi úti í síðbuxum í langan tíma. Nú er að vona að þetta haldi í 9 daga í viðbót og þá fara allir glaðir heim af Hróaskeldu.

Af einhverjum ástæðum finnst mér kvennatennis nú aftur vera orðin spennandi íþrótt, og fréttir af helstu viðburðum í íþróttinni eru byrjaðar að vekja áhuga minn. Lesendur þessarar síðu mega því kannski byrja eiga von á færslum sem endurspegla hinn nýja og heilbrigða lífsstíl minn.

2 comments:

Anonymous said...

Hehe... gott mál :) Bíð spennt eftir fleiri færslum í svipuðum dúr ;)
-Soffía

Anonymous said...

Þarna þekki ég þig, sykurpúði!