Hvað ef viðamikil rannsókn á þúsundum einstaklinga á Vesturlöndum myndi leiða í ljós skýra fylgni milli mikillar kaffidrykkju tiltekinna hópa (2+ bollar á dag) og tíðni hjartaáfalla innan hópanna? Væri það nóg til að stinga upp á og fá samþykkt bann við ákveðið mikilli kaffidrykkju? Væri kannski hægt að banna kaffi á þessum forsendum?
Svo virðist vera miðað við hvað fólk lætur út úr sér varðandi reyktóbak og skyndibita. Svona líta helstu rök fyrir lögbanni á flestum fíkniefnum út.
Áhyggjuefni eða eðlilegur hluti af "samfélagssamningum" sem enginn þurfti að samþykkja?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ja... áfengi er jafn mikil böl á heilbrygðiskerfið eins og tóbak, en aldrei heyrir maður neitt talað um að banna það (sem betur fer).
Það sem stjórnmálamennirnir drekka og éta verður aldrei bannað.
Hér er um að ræða það sem Sveinn B kallar stigsmun!
Stigsmunurinn liggur einfaldlega í því að tiltekin efni eru lengur að valda dramatískum skaða en önnur. Stigið sem þarf til að rökstyðja boð og bönn virðist vera lækka og lækka m.v. að líklega hefði verið hlegið í andlitið á þeim sem vildu banna tóbak fyrir 50 árum og þeim sem vildu banna/herða að skyndibita fyrir 10 árum.
Post a Comment