Monday, November 07, 2005

ipod+pc

Hvaða hugsanlegu ástæður gæti maður haft fyrir því að hika við iPod-kaup því maður er PC-maður en ekki Mac og gerir kröfur um 100% notendavæni og viðmótsþýði? Smámunasemi og neikvæðni velkomin!

4 comments:

-Hawk- said...

iPod er in. ALLIR eiga iPod... þetta er eins og fótanuddtækið og sodastream... ALLIR VERÐA að eignast iPod.

Það eru til fullt af annarskonar mp3 spilurum sem eru ekkert síðri en iPod og oftast ódýrari. (creative spilarar hafa reynst vel)

En ég held nú að PC viðmótið sé ekkert svo erfitt. Held að iPod-inn sé nú hannaður með það fyrir augum að allir tölvunotendur geti auðveldlega notað hann.

Veit þó að iPod spilar ekki wma (windows media audio) en margir sem deila sinni tónlist á netinu er einmitt á því formi.

Ég er á móti iPod. En held samt að þetta sé alveg ágætis græja. Ég bara á ekki efni á að kaupa mér :)

Geir said...

Ég hef heldur ekki efni á að kaupa iPod handa MÉR en það kemur ekki í veg fyrir að jólasveinninn í manni kíki á gripinn!

Burkni said...

iPod er snilldargræja og ég hef ekki undan neinu að kvarta ... helstu umkvörtunarefni manna eru oft þannig að menn eru að tala um að það sé OF MIKIÐ af tónlist inná, og þeir viti ekki hvað á að spila. Lausn? Kaupa iPod nano. Sjálfur á ég iPod photo, og nota líka fyrir ljósmyndir.

Viðmótið er náttúrlega made in heaven, eins og apple er von og vísa. Þó er rétt sem hawk segir, að aðrir spilarar geri líklega sama gagn.

Anonymous said...

Nah. Ekkert liggur á amk.

Þetta er eins og hver önnur tískubylgja, sem á sitt ris og sitt fall.

Áttu ekki allir að kaupa Walkman á sínum tíma?

Í það minnsta á ekki að gera neitt fyrr en ipod kemur í gsm:inn. Það hlýtur að gerast, fyrr frekar en síðar.

Í öðru lagi eru ipod heyrnartólin og þ.a.l. tónlistarmatreiðslan bölvað rusl. Ef maður ætlar að hlusta á mússík, þá á maður að gera það almennilega.

Reyndar er ég sterklega bias:ed og hliðhollur hifi; þ.a.l. ómarktækur að mati margra.

Þrándur.