Seinni hlutinn: Velferðarkerfið kemur oft sem illur aukakvilli langvarandi efnahagslegar velgengni og því er oft hægt að finna e-k velferðarkerfi í hagkerfum hárra meðaltala. Hins vegar bendir margt til að meðaltalið sé hátt ÞRÁTT FYRIR velferðarkerfið, en ekki vegna þess (og í raun hefur enginn sýnt fram á það að mér vitandi).
Hugsunarvillan, svo ég víki mér að öðru umræðuefni, er hins vegar sú að þakka háu meðaltali velferðar í ríkjum velferðarkerfa því að þau séu með velferðarkerfi.
4 comments:
Það sem þú ert ss. að segja er að velferðarkerfi tryggi lágt staðalfrávik velferðar í stað þess að tryggja hátt meðaltal.
Ber að skilja þig sem svo að þar sem ekki er velferðarkerfi við lýði sé meðaltalið engu að síður nógu hátt?
Fyrri hlutinn: Einmitt!
Seinni hlutinn: Velferðarkerfið kemur oft sem illur aukakvilli langvarandi efnahagslegar velgengni og því er oft hægt að finna e-k velferðarkerfi í hagkerfum hárra meðaltala. Hins vegar bendir margt til að meðaltalið sé hátt ÞRÁTT FYRIR velferðarkerfið, en ekki vegna þess (og í raun hefur enginn sýnt fram á það að mér vitandi).
Held þú hafir ekki lesið nógu ítarlega áður en þú snerir útúr ... ég var að tala um meðaltöl/staðalfrávik velferðar.
Nú heldur hinn grandalausi borgari að velferðarkerfi ýti undir meðaltal velferðar.
Geir Ágústsson segir hins vegar að það ýti bara undir staðalfrávik velferðar.
Burkni Helgason skilur svar Geirs sem svo að hann sé að tala um önnur meðaltöl.
Burkni Helgason spyr aftur:
Er meðaltal velferðar jafnhátt í 3. heims ríkjum eins og t.d. í *hrollur* Skandinavíu?
Svarið er: Nei.
Hugsunarvillan, svo ég víki mér að öðru umræðuefni, er hins vegar sú að þakka háu meðaltali velferðar í ríkjum velferðarkerfa því að þau séu með velferðarkerfi.
Post a Comment