Á mínum vinnustað er 37 tíma vinnuvika þar sem hálftímalangur matartími er ekki innifalinn. Þetta þýðir í stuttu máli að á mánudegi til fimmtudags gæti venjuleg viðvera verið frá ca kl 8 til ca kl 16, sem er nákvæmlega viðvera mín í dag í þessum skrifuðu orðum, og viðvera frá kl 8 til kl 15:30 á föstudögum.
Ég get því farið heim núna með góðri samvisku.
Dag eftir dag mæta ónefndir samstarfsmenn um kl 8-8:30 á morgnana og er farnir heim í seinasta lagi kl 16 og oft mjög fljótlega eftir kl 15. Án þess að hafa fylgst mjög nákvæmlega með því þá sé ég ekki betur en að viðvera þeirra sé í kringum 37 tímar á viku að matartímanum inniföldum.
Nú er mér í sjálfu sér alveg drullusama. Hlutverk yfirmanns er að fylgjast með svona löguðu, en ekki mín. Þó get ég illa varist því að líða eins og verið sé að svindla svolítið á mér af því ég veit að launakjör á þessum vinnustað fara afskaplega lítið eftir svita og tárum og meira eftir líkamlegri viðveru. Á móti kemur að ég er ekki að vinna hérna til að safna tímum heldur til að öðlast reynslu og prófa eitthvað nýtt eins oft og ég get. Á hinn bóginn eyði ég töluverðum tíma í vinnunni sem ég gæti verið nota til að hanga heima eða á kaffihúsi eða hvað það nú er sem fólk með líf gerir á virkum dögum.
Niðurstaða: Engin.
Aðgerð tekin í framhaldinu: Engin alveg á núinu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Það er nú smá greinanleg beiskja í þessum orðum...
Þú bloggar í vinnunni, sem etv. ætti að teljast til frítíma?
(Sjálfur dreg ég þann tíma stundum frá, fer eftir afköstum dagsins).
Þrándur
Ég reyni yfirleitt að skipta vinnutíma í brúttó (þann sem ég skrifa hjá mér) og nettó (þann sem ég skrifa í tímaskráningarkerfið). Hérna sörfa allir eitthvað og halda kaffipásur og spjalla í símann og teygja hádegismatinn. Ég geri minna af sumu og meira af öðru.
Beiskjan er hins vegar til staðar. Rétt er það.
"öðlast reynslu og prófa eitthvað nýtt eins oft og ég get ..."
Hefur þér ekki dottið í hug að taka þátt í fegurðarsamkeppni? :D
Post a Comment