Thursday, July 06, 2006

30 stiga heit færsla

Er hitabylgja?

Blogg í amstri miðviku- og fimmtudags er ljómandi útrás.

Það besta við að skipuleggja fundi og stjórna þeim er að þá get ég skipulagt knappa dagskrá, bókað fundarherbergi í alltof stuttan tíma og hreinlega neytt fólk til að halda sig við efnið.

Góða fólkið virðist laðast að Kaupmannahöfn um þessar mundir. Sumt af því er komið og farið, annað er komið en ekki enn farið (Haukur, já við laugardagskvöldinu!), sumt er rétt ókomið og þar með ekki enn farið og loks er það fólkið sem gælir við tilhugsunina að kíkja til Köben. Ákaflega ánægjulegt og lyftir minni lund í himinhæðir. Danirnir eru ágætir en lifa í öðrum heimi og því gott að fá skammt af íslenskri jarðtengingu við og við.

Dóttir stjóra stjóra myndi e.t.v. ekki steinrota mann með geislandi fegurð út á götu en hér innandyra er hún knock-out.

Glænýja loftræstingin á hæðinni er ekki að standa sig. Fjarri því.

Ákveðið sandalahljóð veit á gott útsýni í nánd (fyrir neðan axlir vel á minnst).

Stjóri er með þá stefnu að hlaða verkefnum á fólk þar til það nær, í hans eigin orðum, "smertegrænsen" (sársaukamörkum) og treystir svo á að fólk segi til og þá má minnka álagið og sjá svo til. Sniðugt, segi ég.

Djöfulsins viðbjóður er þetta kerfi sem Nordea er með á netbankanum sínum.

Fimmtudagurinn byrjar eins og hann muni verða langur og strangur og þreyttur. Úff. Niðurstöður næturkeyrslunnar í tölvunni segja það sama og hinar keyrslurnar: Hausverkur framundan.

Fréttablaðið bls 31 í dag (51 á PDF formi). Húrra fyrir því.

Textpad er undursamlegt verkfæri.

Nordea er banki dauðans.

Það þarf ekki mikið til að heilla þessa blessuðu Dani þegar kemur að fikthæfileikum í tölvu. "Afrek" dagsins: Kenna einum að setja tilvísanir í Word-skjal, kenna öðrum að fá macro í Excel til að virka og þeim þriðja að sækja gögn af FTP-server. S. Oddsson væri stoltur af mér núna ef hann væri á svæðinu. Enginn tölvuþurs ég sko.

Skrifstofugredda. Djöfull.

Létt kæruleysi í mér núna. Hugurinn er fyrir löngu kominn til Kongens Have eða Nýhafnar. Um 30 stiga hiti er að nálgast þolmörk líkama míns.

Ískælirinn á deildinni er að bjarga mannslífum. Jafnvel bókstaflega.

Jæja, nóg af fjasi. Keyrsla að nálgast það að vera tilbúin. Yfir og út.

2 comments:

Geir said...

Löngun til að grípa það grípulegasta á svæðinu og hverfa inn á klósett í eina losun eða svo.

Líkamleg áhrif: Truflandi fiðringur í vininum, jafnvel svo að hann taki athyglina frá því sem þarf athygli.

Anonymous said...

Grípa það grípulegasta, pjúrasta kynlífsfíkn.....Hehe.