Wednesday, July 19, 2006

Langbloggari (hamborgari? hóhó)

Eitthvað verður mér lítið úr verki núorðið þegar vinnu sleppir. Bara einfalt atriði eins og að láta rýja hausinn fær að sitja á hakanum. Kalla mig góðan að hafa komið við í búð á leiðinni heim. Ég held mig vanti fríhelgi frá djammi svo það taki ekki 3 virka daga að finna fyrir innyflunum á sér eftir.

Hérna skrifar Heimdellingur um innflytjendur og "aðlögun" þeirra. Tilvitnun: "Er ekki betra að þrengja þær reglur er um veitingu íslenskt ríkisborgararétts og geta stutt vel þá einstaklinga sem fá hann, staðinn fyrir að hafa nánast óheft flæði og geta ekki liðsinnt þeim sem vilja setjast hér að með sómasamlegum hætti. Vestrænar þjóðir eru margar hverjar að drukkna í eigin ráðaleysi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Látum hið sama ekki henda okkur." Þetta er magnað að sjá. Heimdellingur farinn að krefjast harðari innflytjendalöggjafar til að ofreyna ekki velferðarkerfið sem hann í rauninni ætti að vera leggja til að verði lagt niður eða a.m.k. skorið niður. Heimdellingur farinn að boða hertari innflytjendalöggjaf til að ógna ekki því sem hann kallar "góða opinbera þjónustu". Hvaða óhefta flæði er hann að tala um? Pólsku verkamennina sem fylla íslensk frystihús en hafa engan áhuga á að búa á hjara veraldar í lengri tíma? Nokkur hundruð manns af víetnömsku bergi brotið sem hafa rottað sig saman í nokkur fjölbýlishús á Íslandi?

Heimdallur er tapað vígi frjálshyggju á Íslandi.

Að léttara hjali: Ísland þann 11. ágúst nálgast nú óðfluga. Planið er frekar grisið enn sem komið er fyrir utan sjálfan lendingardaginn og að þann 12. ágúst verður brúðkaup frænku minnar haldið í Fljótshlíð. Vonandi fylgir því allsherjarölvun fjölskyldunnar en slíkt er óneitanlega nýlunda hvað mína ættingja varðar. Síðan er auðvitað að reyna hitta sem flesta til að fylla upp í 2 vikur af atvinnuleysi.

Neita því nú samt ekki að þörf á rúmu fríi er orðin nokkur hjá mér. Vinnulega hefur árið það sem af er verið frekar stífur pakki.

Hinir grænu, umhverfisvænu, dósasafnandi, lífrækt-ræktað kaupandi og endurnýtandi Danir eru með elsta bílaflota meðal jafningja sinna í ríkidæmi landa. Hversu gott er það fyrir andrúmsloftið? Nú eða almennt öryggi bílstjóra? Örlítil dæmisaga innblásin af ræðustíl vinstrisins: "De som lider mest under brandbeskatningen af biler, er dem som formenligt har størst behov. Eksempelvis den enlige mor til to, som med en bil kunne komme lettere til og fra arbejde og hente/bringe børnene på vejen."

Múrinn slær á létta dómsdagsstrengi í dag og heimtar Kyoto og að menn viðurkenni hörmungaráhrif mannsins á andrúmsloft Jarðar. Eftir að hafa lesið um mengandi, bílkeyrandi og lofthjúpseyðandi hegðun mannsins er alltaf gott að skvetta á sig kaldri gusu af raunsæi og halda áfram að nota vélknúin farartæki og neyta samviskulaust matvæla sem var pakkað í plast- og álumbúðir. Verðlag er besta stjórntækið fyrir auðlindanotkun, búsetuval og orkueyðslu sem hugsast getur. Ef við höfum efni á því, þá má notkun þess vera samviskulaus (meðan hún er ofbeldislaus líka).

Womble Dust kemur mér í gott skap.

Ekkert bólar á bréfi frá internetveitunni eins og við var að búast. Hvað eru núna liðnir margir virkir dagar? Örugglega fleiri en átta.

Hrós eru vanmetin. Ég ætla fara hrósa meira. Hrós dagsins fær Burkni fyrir frábærar hugmyndir um járnríkar fæðutegundir.

Hrósi þarf líka að mæta með dissi: Diss dagsins frá Frakkar, fyrir að vera franskir.

No comments: