Monday, July 03, 2006

Hitinn er kæfandi

Gærdagurinn var stuðandi. Hef samt voðalega lítið af smærri atriðum til að segja frá sökum gloppótts minnis. Ég skrópaði líka í vinnunni í dag og því fylgir samviskubit þótt stjóri hafi nú alveg fengið skilaboð um hugsanlega fjarveru mína strax í gær.

Er hægt að treysta svona tegund nettengingar? Líklega háð veðrum og vindum og bilar jafnoft og lestir danska lestarkerfisins. Eða hvað?

Bara þrír flutningskassar eftir ótæmdir (af sex). Þetta mjakast.

Hvernig í ósköpunum dettur veitufyrirtækjum í hug að maður sé heima að degi til á virkum degi? Hefði sosem verið ágæt hugmynd á mánudeginum eftir Hróaskeldu en almennt séð bara heimskulegt að reikna með.

Núna tilheyri ég hugsmunahópi sem mundi fá vænan skell á andlitið ef fasteignaskattar verða teknir út úr skattastoppi danskra yfirvalda og þeim leyft að hækka aftur sem hlutfall af fasteignaverði. Núna get ég verið á móti hækkun fasteignaskatta af tveimur ástæðum: 1) Fasteignaskattar eru eignaupptaka og þjófnaður, 2) Efnahagur minn til lengri tíma litið verður sendur á bjart bál ef þeir verða hækkaðir.

Spennandi, ha!

2 comments:

Anonymous said...

Það þyrfti að endurskoða fasteignaskattinn hérna í firðinum, finnst rugl mikið að vera að borga 6*12.500 á ári fyrir litlu holuna mína :(. Kratadjöflar.........

Geir said...

Verður nú að leggja þitt af mörkum til að viðhalda yfirburðum Hafnarfjarðar í þjónustu og innviðum m.v. anarkískar skattaparadísir Garðabæjar og Seltjarnarnessins.