Saturday, September 30, 2006

Þá gerðist það loksins: Vinnuferð til útlanda. Ekki mjög löng ferð - réttur sólarhringur, og ekki mjög spennandi dagskrá - langur fundur með yfirverktaka okkar í einu verkefninu, en París, Frakkland er það nú samt. Miðvikudagskvöld-fimmtudagskvöld.

Innflutningsteiti á Barbastöðum í gær var hressandi. Nýr titilhafi að titlinum "leiðinlegasta manneskja heims" fannst. Henni verður skipulega haldið frá mannamótum héðan í frá. Á móti kemur að Ingimar heillaði allt og alla upp úr skónum (sérstaklega Daða) og er hér með settur á skyldumætingarlistann í allt.

Nóvember verður gestkvæmur svo ekki sé meira sagt. Púslin virðast samt ætla raðast rétt og því góðir tímar í vændum. Hlynur mun svo heiðra okkur Dana-raftana um næstu helgi. Ljómandi.

Núna er það sturta og svo afmæli hjá ágætum herramanni í föruneyti ágætrar snótar sem ég erfði af Jóa nokkrum Ben og væntanlegir einnig er Barbafjölskyldan. Yfir og út!

Tuesday, September 26, 2006

Molar í amstri dagsins

Stjóri sannfærði mig um að ég hefði gott af fríi á fimmtudaginn og öli á fimmtudagskvöldið. Ég er hættur að mótmæla kæruleysinu.

Sverrir Jakobsson hlýtur að hafa látið okra á sér þegar hann fór seinast á súlustað.

"Súludans má aðeins ræða í einu samhengi - samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Sverrir Jakobsson er hræsnari og tilheyrir hreyfingu þeirrar gerðar femínista sem þagði áberandi hátt þegar eiginkonur og mæður Íslands fóru á Broadway að glápa á bera karlmenn. En súludans má aðeins ræða í samhengi að skapi Sverris svo ég hætti núna (er það þess vegna sem Broadway+Chippendales var aldrei rætt? Af því það var ekki í samhengi sem Sverrir samþykkti?).

Skynsemin í góðu stuði í dag og kemur í stað pirrings í gær.

Ég þarf greinilega að passa mig á því hvað ég segi um sumt við suma. Ég er hugsanlega brennt barn en ég gleymi alltaf að forðast eldinn. Titla-, typpa-, tíkóspena- og tekjutog á að vera skemmtilegt, ekki leiða til leiðinda.

Macroar eru snilld.

7 tíma svefn sem hefst fyrir miðnætti er mitt optimum. Verst að svefni verði fórnað fyrir bolta í kvöld.

Ég lærði nýtt orð í gær: Ejerskiftgebyr. Þar áður lærði ég orðið: Ejendomsskat. Ég kann einnig orðið: Fællesudgifter (sem m.a. fara í að borga verkamönnum fyrir að sitja, reykja og drekka í vinnuskúr fyrir utan bygginguna sem ég bý í). Allt mjög góð orð.

Eingöngu danska skattkerfinu dettur í hug að senda manni ítrekun á einhverju sem þeir rukkuðu aldrei fyrir til að byrja með. Ætli þetta sé ný tekjuleið opinberra stofnana til að komast fram hjá skattastoppi yfirvalda?

Í lok dags: Setja einn herstein af stað í tölvunni og vona að eitthvað sé tilbúið í fyrramálið.

Monday, September 25, 2006

Til íþróttaálfanna

Eftirfarandi hugleiðing er stolin af konungi grínþáttanna, Jerry Seinfeld:

Af hverju er fólk að æfa? Eins og ég sé það þá er fólk fyrst og fremst að æfa til að komast í gegnum næstu æfingu. Með því að æfa sig verður væntanlega auðveldara að gera það og til að komast í gegnum þarnæstu er um að gera að mæta á næstu.

Eða þetta voru mín 2 cent.

En núna fæðast spin-off hugsanir: Af hverju reykir fólk? Fólk reykir af því það fann nikótínþörf vegna seinustu sígarettu og þá þarf að reykja til að byggja upp nikótínþörf fyrir næstu sígarettu.

Eru þá íþróttaæfingar og sígarettureykingar ekki bara sitthvor hliðin á sömu vitleysunni - þörfinni til að gera eitthvað svo hringurinn geti haldið áfram?

Nei svo djúpur er ég ekki að geta steypt saman íþróttaiðkun og reykingum en það má alveg eins henda þessu þvaðri út og losna við hugsunina.

Mæðudagur til mikilla afreka

Nei, ekki til mikilla afreka. Samt furðuhress miðað við að helgin fór í fyrirlestra, einhverja en þó hóflega drykkju, lítinn svefn og það allt.

Ég fékk næstum því innblástur til að skrifa grein í gær en endaði þó bara á örlitlum skrifum á netið [1|2] en ég gleð samt fólk með því að segja að grein er handan við hornið!

Textpad hefur sparað mér ófáa tugi klukkutíma.

Einn samstarfsfélagi minn og sessunautur á vinnustaðnum talar endalaust, stundum til mín, stundum til annarra á skrifstofunni og stundum við sjálfan sig. Hvort á ég þá að skrúfa upp í tónlistinni til að heyra ekkert eða niður til að heyra allt ef ske kynni að eitthvað liggi við? Nú eða segja mér eldri og reyndari manni að halda þverrifunni lokaðri. Ég held ég sé of vel upp alinn til þess.

..endaði þó á því að segja honum að velja upphátt sagðar setningar sínar með "omhygge" og hann fattaði skotið og tók vel í það. Þönder.

Íslenskt baktal hefur einn umtalsverðan kost yfir danskt baktal. Í Danmörku baktala allir alla um eiginlega allt og yfirleitt eru skotspónar baktalsins engu nær um hvað er sagt og af hverjum (ég hef í mesta lagi fengið smjörþefinn í mínu tilviki). Á Íslandi eru baktalsumræðuefnin örlítið takmarkaðri og einstaka sinnum kemst upp um allt - hvað var sagt og af hverjum. Sá sjaldgæfi möguleiki gefur íslensku baktali óneitanlega forskot, segi ég.

BP, stundum kallað British Petroleum, voru svo vænir að gefa öllum starfsmönnum atvinnurekanda míns tösku fulla af öryggisbúnaði. Núna á ég hamar til að brjóta rúðu, brunateppi, endurskinsvesti og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hirði auðvitað brunateppið (eða gef Brennu-Daða það) en spurning um að reyna selja hitt? Það eða geymslan.

Stundum er EKKI gott að hafa "skoðanir á öllu", t.d. ekki þegar maður er alltaf sá sem talar meirihlutann af tímanum á öllum fundum, óháð lengd fundar, fjölmenni hans og umræðuefnum.

Tuðgáttin (mjög meðvitaður um leiðinlegheit nöldurs en ég læt það samt flakka):
- Vinnutölvan mín er úrelt fyrir löngu fyrir þessi bévítans forrit sem ég er að keyra, allir vita það, ég hef rætt það en það eina sem gerist er að mér er sagt að réttlæta og bíða. Þetta er byrjað að fara í taugarnar á mér. 80% af þessum degi fer líklega í að bíða.
- Áður en ég fór á fund með deildinni minni áðan hélt ég að eftir vinnu á fimmtudaginn væri stefnan sett á að hittast heima hjá einum í deildinni og grilla saman og drekka bjór. Eftir fundinn komst ég að því að þetta væri orðið að heilsdagsprógrammi með þéttri dagskrá og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var sé eini sem kom af fjöllum (enda haft litla þolinmæði til að fylgjast með á hópfundum). Ég er ekki hress með þetta enda var frí á fimmtudaginn ekki alveg það sem stendur á planinu mínu. Meira að segja frír bjór hljómar ekki nógu vel til að bæta upp röskun plansins. Núna er ferlið samt komið svo langt að ég þarf að melda mig frá og hafa fyrir því ástæðu.
- Þrjóska fjárans verkefni sem ég sit á. Þrír mánuðir af sama hjakkinu taka á.

Mikið er allt neikvætt og ömurlegt í dag ef marka má undangengin skrif. Ástandið er samt ekki alveg svona slæmt. Útrásin birtist hérna. Fólk í kringum mig sér mig í skínandi skapi og spurning um að drulla sér út í skínandi og vart þolanlega heita sólina?

Saturday, September 23, 2006

Föstudagsblaður

Eins mikill tímaþjófur og MSN Messenger getur stundum verið þá eykur hann óneitanlega sveigjnleika og liðleika í samskiptum, nú þegar flestir eru hvort eð er sitjandi við tölvu meira og minna allar vakandi stundir. Galdurinn er líklega sá að læra stjórna tímaþjófshlutanum. Ákveðinn upptekinn gripur (upplagður til sýningar) segir t.d. blákalt að viðkomandi sé upptekin þegar viðkomandi er það og þannig á það að vera. Hér með tekið til fyrirmyndar. Gefur manni færi á að senda skilaboð án þess að búast við svari undir eins. Ljómandi.

Fólk lætur alltaf koma sér á óvart þegar ég raka mig upp úr þurru. Ætli áralöng taðskegglingsrætkun hafi haft sitt að segja þar?

Skynsemi frá Samfylkingarmanni! Hressandi tilbreyting.

Launamunur "kynjanna" er goðsögn. Hins vegar er launamunur á einstaklingum og ef einstaklingar eru flokkaðir upp eftir t.d. kyni kemur í ljós launamunur. Hið sama gildir ef flokkað er eftir húðlit, búsetu, atvinnugreinum, hæð (=greind?), útliti, menntun,, reynslu, ábyrgð, áræðni, fjölda yfirvinnutíma og svo framvegis. Því miður er einblínt á eina af þessum flokkunum - kynferði. Aðrar flokkanir gleymast. Best væru ef allar gleymdust en að einblína á eina er líklega það versta því þá heldur fólk að kynferði sé það eina sem skiptir máli (eða meira máli en aðrir þættir).

"Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum." (#)
Skiptum út "jafnréttismálum" fyrir "sósíalismavæðingu almennings" og ég held að Lenín hafi fengið tilvitnun.

Ég þurfti að leiðrétta vinnufélaga minn í dag. Hann sagði að það væri alltaf gott að mennta sig (í samhenginu; fara í skóla og sitja eitthvað fag) og að það væri aldrei hægt að mennta sig of mikið. Þetta er misskilningur. Það er alltaf gott að auka við vitneskju sína, þjálfa sig betur og læra. Menntun sem slík er hins vegar mjög misheppnaður mælikvarði á upplýsingaöflun eða bætingu á sjálfum sér og getu til að leysa verkefni. Þessi hugleiðing er innblásin af tilvist RIKK.

Nágranni minn er furðulegt fyrirbæri.

Ég er að ná ágætri æfingu í að "flytja inn" Íslendinga til Kaupmannahafnar og stjóri ef farinn að kalla mig "konsulent" (ráðgjafa) Íslendinga í Köben. Núna vantar bara að ég komist á íslensk eða dönsk fjárlög og leyfi skattgreiðendum að blæða fyrir þekkingu mína og reynslu.

Ég held að Daði sé búinn að setja aðeins of mikið af vímuefnum í sig núna. Þrjú SMS í röð með sama svarinu með sömu spurningunni þegar þetta er skrifað. Daði: kl 17!

Katrín mín, meistaragráða í tölvunarfræði er ekki "M.Sc. in Engineering" þótt VFÍ hafi hleypt þér inn út á skálar, hárlit og brosmildi mikið (og já, pappíra frá DTU). Hér með skjalfest.

Tyrkir og tepokar eru eitthvað sem ég á erfitt með að losna við. Ég hef ekki lygagenið í mér því miður.

Í Berlín er bjór hellt þannig að það komi froða. Í Köben er bjór hellt til að fá froðu. Munurinn er umtalsverður. Sjá mynd fyrir pretty lips að drekka tasty beer.

Á hvaða aldri hættir kærasti/kærasta að flokkast sem "áhugamál" í takt við t.d. golf, fótbolta og tölvuleiki?

Ég hlakka mjög mikið til morgundagsins og sunnudagsins. Fyrirlestrar um stjórnmálaheimspeki úr herbúðum frjálshyggjumanna í 7 klst báða dagana með glósubók í einni og kaffibolla í hinni. Þeir sem til þekkja vita að ég fæ í'ann við tilhugsunina. Ég er meira að segja að gera "heimavinnuna" mína með lestri og hlustun og ég veit ekki hvað.

Yfir og út.

Friday, September 22, 2006

Vikan nú að baki er

"Casual Friday" er snilldarþema (vikulegt) hjá nokkrum piltum í næstu deild. Á föstudögum mæta þeir í skyrtu og helst með bindi og annað felst ekki í því. Gefur ákveðna stemmingu óneitanlega.

Vonbrigði fyrir Flokkinn (ef hann vill halda áfram að rúma hugsjónafólk) segi ég en kannski breytist samt eitthvað til batnaðar eftir að Bulli Thorvalds er horfinn á braut. Ég vona bara að HLM reyni aftur að ári.

Kaffihús og hressandi tónlist í góðum félagsskap skilar manni ekki beint úthvíldum í vinnuna daginn eftir en þó í góðu skapi.

Daða er þakkað fyrir ágæta sendingu sem að hluta til prýðir mig í dag. Ölvun er vissulega fyrirbæri sem gæti útskýrt árangur kommúnískra stjórnarherra í gegnum tíðina (fyrir utan að hafa handónýta hugmyndafræði til að .

Fair Trade = svikamylla og fölsk samviskubitsslökkvun. Vona lesendur þessa pistils hafi í huga að það er engum greiði gerður með því að borga aukalega fyrir eitthvað sem skilar sér hvort eð er aldrei á tilætlaðan áfangastað.

Einn bjór á föstudagsbarnum og svo heim að þvo og hver veit nema ég skreppi á Singapore Sling á Loppen ef einhverjir miðar eru enn eftir. Dugnaðurinn að drepa mann.

Wednesday, September 20, 2006

Ísland komið á blað

Íslandsför jóla og áramóta hér með bókuð: Lending á miðnætti 21.des. og flogið út aftur sunnudaginn 7.jan. og þá veit alþjóð það.

Vinnan er að stríða mér svolítið þessar vikurnar. Verkefnishópurinn sem ég tilheyri situr fastur í vandamáli sem neitar að leysast sama hvað gert er (fyrir utan þá leiðinlegu staðreynd að kúnninn er franskur, sama hvað gert er). Fyrir vikið er hjakkast í því sama, aftur og aftur, fram og til baka, áfram og afturábak, og lausnin ekki enn byrjuð að stinga upp kollinum. Margir vinnudagar hafa farið í það sama og til lengdar verður það mjög þreytandi. Á móti kemur að stemmingin í sjálfu fólkinu í kringum mig er frábær - Danir kátir eftir (að mestu leyti) gott sumar og góða Sommerfest.

Einhæfnin veldur samt ákveðnu eirðarleysi að vinnudegi loknum og við þarf verð ég að berjast. Ég hef lofað sjálfum mér að taka stuttan vinnudag í næstu viku og græja löngu planaða IKEA ferð. Er reyndar lítið hrifinn af því að þurfa eyða peningum í annað en bjór en ég verð víst að gera það samt.

Í gær beið ég í rúman klukkutíma á aðallestarstöð Kaupmannahafnar eftir lest sem aldrei kom því merkjakerfi lestarkerfisins brotnaði saman. Stuð.

Hrós dagsins fer til tveggja skyldmenna (sjá mynd): Ingigerðar frænku fyrir að vera svo frámunalega ágæt stúlka og framtakssöm, og Ómars bróðurs fyrir að passa vel upp á systur okkar og almennt fyrir að vera gegnheil og pottþétt manneskja með óendanlega atorku (minnir að því leyti á ónefndan Hafnfirðing).

Vinnuumhverfið hefur sjaldan verið betra (og friðsælla) eftir að ég fann ekki snúru til að tengja vinnusímann með eftir seinustu innanhúsflutninga (hef ekki lagt mig fram við að leita heldur).

Ég rakaði mig í gær í annað sinn á innan við 4 vikum. Það hlýtur að teljast til tíðinda fyrir þá sem til þekkja.

Kaffi hættir að virka eftir sjötta bolla.

Svíþjóð er ekki alslæmt land þótt þar búi Svíar.

"Iceland is already experiencing clear signs of climate change, but also offers a good source of energy that has not yet been tapped, Olafur Ragnar Grimsson told an audience at the Washington Summit on Climate Stabilization on Tuesday."
Getur einhver sagt mér um hvað maðurinn er að tala? Mæli samt með fréttinni í heild því í lok hennar gefur hann maðurinn-er-að-eyðileggja-Jörðina-fólkinu væna sneið (kannski er Óli grís búinn að lesa svona lesefni).

Talandi um sneiðar, hérna er Íslandi í heild sinni gefin sneið.

Fjas búið í bili.

Monday, September 18, 2006

Dæs og mæs

Þreyttur mánudagur eftir blautt gærkvöldi yfir fótbolta af öllum gerðum. Heim í dag eins fljótt og ég get og ekkert múður!

Svíum tókst að kjósa af sér vinstrimennina. Svíar eru óttalegir frjálshyggjumenn innan við beinið þótt þeir viðurkenni það ekki (og þaðan af síður íslenskir vinstrimenn). Þó of lítið svo á seinustu 50 árum (fyrir 50 árum var Svíþjóð eitt opnasta og lægstskattaða hagkerfi hins vestræna heims).

Athyglisvert.

Hvenær ætla stuðningsmenn fégjafar frá ríkum löndum til fátækra að átta sig á því að efnahagslegt frelsi er besta þróunaraðstoðin sem völ er á? Þessi skrif eru dæmigerð sjálfsupphafning og alltaf er bara nefnt EITT dæmi um vel heppnaða þróunaraðstoð, Marshall-aðstoðina, þótt það sé með öllu marklaust dæmi um vel heppnaða þróunaraðstoð: "George Mason University economist Tyler Cowen debunked such myths years ago, showing that no correlation existed between the amount of Marshall Plan aid specific nations received and their subsequent rates of economic growth. Their domestic economic policies were the decisive factor." Meira hér. Siðferðisleg skylda manns til að hjálpa fólki í brýnni neyð er hins vegar önnur saga.

Mikið eru þær sætar þessar stelpur orðið í kringum mann.

Jæja líkaminn hefur gefist upp á vinnustaðnum. Þótt fyrr hefði verið. Tek langan dag á morgun.

Sunday, September 17, 2006

Nettengdur að heiman!

Mikil gleði á heimili mínu núna - netið er komið heim! Verkefnalistinn er strax byrjaður að fæðast og ber þar helst að nefna að celebrity babe dagsins verður sett á laggirnar með Hauki og birt á Dauðaspaðanum. Byrjið að hlakka til!

Danmörk býður velkominn Styrmi Óskarsson og fjölskyldu. Alveg hreint ágætur piltur sá, svo vægt sé til orða tekið.

Danmörk þakkar einnig fyrir nærveru Barbapabba og Barbasnáða en án þeirra væri maður óneitanlega örlítið meira edrú, sem telst til neikvæðs ástands.

Verð samt edrú meira og minna alla næstu helgi því ég ætla að vera hérna að hlusta á mikla snillinga.

Í fréttum er það helst að páfinn drap konu! Nei ekki alveg, en páfinn sagði eitthvað um múslíma og núna er honum kennt um að múslími drap kaþólska nunnu. Þvílík vitleysa. Má orðið ekkert segja til að glæpamenn geti réttlætt ofbeldisverk?

Hið ágæta félag Frjálshyggjufélagið er núna búið að endurnýja stjórn sína sem er hið besta mál. Ég sit sem fastast vitaskuld og krefst þess að vera ávarpaður "Herra stjórnar-með-lim-ur" hér eftir. Þó er ég enginn formaður eins og sumir sem að vísu getur ekki stjórnað-með-lim.

O'Learys hittingur kl 17 ef áminning í símanum segir rétt til. Man Utd-Arsenal virðist vera leikur dagsins. Ef ég lendi á þriðja núll-núll leiknum í röð þá hendi ég með-lims-kortinu mínu (kvenfólk þarf þá bara að athuga hvort ég sé með lim í stað þess að fá bara kort upp á það).

Stjóri hafði rétt fyrir sér varðandi þrif á fáum fermetrum. Ég sagði að fáir fermetrar þýddu "minna að þrífa" en stjóri leiðrétti mig með því að benda á að margir fermetrar dreifðu rykinu um stærra svæði og því þyrfti að þrífa sjaldnar. Svartar hillur hjá mér nú þegar að kalla á þrif. Svei. Þarf kannski að endurskoða þetta með að ætla bara þrífa einu sinni á ári (þó búinn að ryksuga tvisvar síðan í ágúst).

Held ég láti staðar numið hér áður en ég gef misvísandi mynd af mér. Ehm..

Friday, September 15, 2006

Fjas á föstudegi

Já alltaf enda allar vikur eins; loksins alveg kominn yfir seinustu helgi á full vinnuafköst og þá dettur aftur inn helgi. Vítahringurinn er þrjóskur.

Vinnudjammið seinasta föstudag lifir ennþá á vörum manna. Giftir menn grínuðust sín á milli um ölvun sína með því að vera sammála um að auðvitað eltir maður stelpurnar aðeins eftir nokkra bjóra. Vitaskuld var bara dansað og spjallað og ekkert annað en það var bara hressandi að sjá þá vera svona afslappaða með það. Yfirleitt eiga giftir karlmenn að halda sig fjarri kvenkyninu ella eiga á hættu mistúlkanir, misskilning, rangtúlkanir, ásakanir og ofsóknir.

Karlrembubrandarar lifa góðu lífi í hinu nútímalega femínistasamfélagi. Um leið og tveir karlmenn mætast er ekki til eitt fallegt orð um kvenfólk (hvort sem ég tek þátt í spjallinu eða ekki!). Þessu leyndarmáli er hér með ljóstrað upp til minna dyggu lesenda.

Jæja þá nóg af fjasi. Ég fer á pósthúsið að sækja pakkasendingu frá TDC. Ætli ég verði nettengdur heima í kvöld?

Thursday, September 14, 2006

Molar


Kannski ég reyni að lífga örlítið upp á þessa síðu með einstaka mynd í einstaka færslu. Mynd þessarar færslu var ég að finna í vinnutölvunni (örlítið klippt). Stuð og aftur stuð.

"..the scientists believe women can achieve just as much as men - as long as they work harder." Hressandi svo ekki sé meira sagt.

Tveir leiðinlegustu fótboltaleikir ævi minnar fylltu gærkvöldið og þriðjudagskvöldið hjá mér. Núll-núll eru ekki úrslit til að sætta sig við. ALLT annað er betra! Fótbolti er kominn á svarta listann í bili.

Ég sá ekki lokaþátt Rockstar um daginn en get ímyndað mér hitt og þetta eftir að hafa lesið eftirfarandi: "Magni closed Tuesday's show with a set that included an incendiary version of Deep Purple's ''Hush'' that was the only performance of the night that had me dancing in my living room." Annars spái ég hinni nýju hljómsveit dauða innan þriggja missera og að þeir gefi aldrei meira en einn disk út.

Orðið "frjálshyggja" kemur einu sinni fyrir á blatt.is, undir Frambjóðendur. Í staðinn fyrir frjálshyggju er Heimdallur nú með "frjálslynda framfarastefnu" sem vissulega hljómar nútímalegra en er bara orðaþvælingur og skrum. En það er í sjálfu sér gott að fá það skriflega staðfest að maður gerði enga vitleysu með því að fjarlægja sig Heimdalli á sínum tíma í nafni hugmyndafræðinnar.

Af hverju er ég að tuða út í kosningar hjá Heimdalli? Ég hlýt að hætta því núna.

Kaffihús hljómar eins og góð hugmynd.

Einhver asnakjálkinn eða handklæðahausinn rændi lestarstöðvarhjólinu mínu um daginn (hjólgarmur sem ég notaði til að komast á milli lestarstöðvar og vinnustaðar). Loftlaus dekk, mjög vafasöm bremsa á framdekk og engin á afturdekki, vondur hnakkur, biluð bjalla, og var meira að segja læst! Pirringur minn er gríðarlegur því núna bætast auðveldar 20 mínútur við ferðatímann minn á morgni og kveldi þar til nýtt hjóladrasl finnst eða fæst.

En að jákvæðari nótum: Heimsendir er ekki í nánd svo við getum róleg haldið áfram að bæta umgengni okkar við Móður Jörð á þann hátt sem við höfum gert undanfarna öld eða svo; með því að verða ríkari og ríkari og þar með pjattaðri og pjattaðri og snobbaðri og snobbaðri.

Að jákvæðum og persónulegum nótum: Innan einnar viku verður jólafrí mitt komið á hreint og vitaskuld gleðjast allir yfir því (geta þá planað hvenær á að vera á landinu eða flýja það).

Wednesday, September 13, 2006

Sumarið kom aftur!

Sólin er aftur sest að í Kaupmannahöfn og ekki verið líft í jakka eða öðrum skjólfatnaði í að verða viku núna. Húrra fyrir því!

Fótboltapartý hjá Daða og Svenna (og Freyju þessa dagana) eru hressandi þótt tilheyrandi skerðing á svefni sé síður hressandi daginn eftir. Niðurstaða gærkvöldsins: Leðurhausar kunna ekki að spila fótbolta ef þeir standa þá yfirleitt í lappirnar.

Litla systir ekki fyrr komin með ferðatölvu fyrr en hún lætur sjá sig á MSN í kennslustund. Skammast'ín stúlka, þótt glósurnar séu á netinu þá er ekkert sem segir að MSN megi vera í gangi.

Vinnufélagi minn var rétt í þessu að játa því að hann kysi Enhedslisten sem er í stuttu máli gamli góði sósíalisminn pakkaður inn í nýtt nafn. Ástæða? Hann vill ekki þetta "þeir sterkustu lifa af" hugarfar. Sá mun nú aldeilis fá endurmenntun í boði mín á næstu vikum því ef eitthvað er frumskógarlögmálið í stjórnmálum þá er það að þeir háværustu fá leyfi til að traðka aðra niður ef bara meirihluti hóps sem kallast stjórnmálamenn sannfærist um að það sé góð hugmynd. Urgh!

Hverjum dettur annars í hug að fyrirbæri eins og samhjálp, aðstoð, metnaður, velvilji, góðsemi og framtakssemi fæðist inn á skrifstofum manna og kvenna í þinghúsum heimsins? Sjálfsagt einhverjum.

Hvað um það, fótboltapartý á döfinni í kvöld. Bæjarlið Köben, FC København, komst á dularfullan hátt inn í Meistaradeildina og mætir Benfica í kvöld. Væntingar eru miklar og vonir sömuleiðis og því verður enn skemmtilegra að grínast í Dönunum á morgun þegar tapið er skjalfest.

Staðreynd: Lögbundin lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Margsannað með bæði rökum og reynslu.
Tilgáta: Aukið magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu veldur hækkun á hitastigi þess.
Af hverju eru þeir sem kyngja umdeildri tilgátu hrárri svona tregir til að sætta sig við staðreyndina? Mér dettur í hug eitt orð: Veruleikaflótti. Annað orð: Staðfestuskortur.

Hinn árlegi Heimdallsrússibani er farinn af stað. Enn á ný takast á hugsjónir og Samfylkingarfólk í dulargervi. Vonandi verður spenna í þessu (sérstaklega fyrir áhorfandann í fjarska sem fær hvorki símtöl né hvatningu um að mæta á kjörstað). Hugsjónarkandídatinn er óneitanlega myndarlegri. Í Háskóla Íslands var slíkt nægjanlegt til að viðkomandi fengi mitt atkvæði.

Það er nú meira hvað er mikið líf á MSN á hápunkti íslensks vinnutíma. Hressandi en athyglisvert. (Segir hver, bloggandi og linkandi út um allt? Já skamm bara!)

Ég ríf hausinn af einhverjum ef ég er ekki nettengdur heima innan 2ja vikna.

Yfir og út.

Monday, September 11, 2006

Helvítis helvíti

Það ætlar EKKI að ganga að fá sér nettengingu heima í landi pappíra og óstarfhæfra tæknimanna. Enn einu sinni er ég hættur við netþjónustu og enn og aftur stilli ég mér aftast í röðina hjá nýrri. Ekki spurja af hverju. Svona verður það að vera en líklega í seinasta skipti! Netlaus enn um sinn.
Kannski bara allt í lagi; næ þá kannski að komast yfir lesefni sem ég fékk frá Íslandi. Verst að útlánandi hvarf meira og minna með nettengingunni heima við.

Ég er að finna fyrir hættulegu hugarfari á vinnustaðnum: Dagarnir eru byrjaðir að endurtaka sig! Þetta á að vísu bara við um verkefnin. Fólkið hefur alltaf eitthvað nýtt að segja. Held ég verði samt að þrauka í nokkrar vikur af endurtekningum í viðbót á meðan við sönnum fyrir Frökkum að framleiðsla okkar haldi í 20+ ár.

Flugfreyjur eru hressandi (ofmálaðar en hressandi; ekki hressasta fólkið en hressandi). Sömuleiðis Barbafjölskyldan og Beggi með bakpokann með nammidrykkjunum góðu.

Nú er eins gott að EKKERT sé á döfinni helgina 23.-24. september því ég ætla að vera hérna!

Heimildamyndin Confronting the Evidence er mjög áhrifarík, bæði sem annað sjónarhorn á flugárekstra 9/11 og sem kosningamyndband fyrir bandaríska Demókrataflokkinn. Ég læt þó ekki hið síðara eyðileggja hið fyrra sem er í alla staði vel unnið.

Hvítu nýrun létu, að sögn, sjá sig á föstudaginn. Fólk sem mætir með bókina á djammið verður efst á aftökulistanum þegar byltingin er skollin á!

Ég gefst snemma upp í vinnu í dag og hananú.

Wednesday, September 06, 2006

Rúst í kvöld

Í kvöld mun Ísland sigra danska landsliðið í fótbolta og ég ætla að sjá það í beinni útsendingu á breiðtjaldi á meðan bjórinn streymir, Daði öskrar og Svenni gólar. Vonandi verða margir Danir á O'Learys í kvöld til að sjá landslið sitt lúta í lægra haldi.

Skattkerfi Danmerkur er alveg stórfurðulegt. Ég er ekki fyrr búinn að panta mér nettengingu sem ég borga af skattstofni mínum (og lækka þannig skattbyrðina og nettóverð nettengingarinnar) fyrr en ég kemst að því að ég get gert hið sama með... strætókortið! Hvað fleira ætli ég geti dregið af skattstofninum til að leggja örugglega minna af mörkum til stjórnmálamanna? (Ekki einu sinni reyna að segja mér að skatturinn renni til "samfélagsins"!)

Í blaðagrein í einu dagblaðinu var vinstrimaður að boða skattalækkanir á atvinnulífið til að leysa af frumskóg styrkja og annarra skattfjármagnaðra útdeilinga til atvinnulífsins. Ótrúlega hressandi að sjá svona lagað. Það eru jú oftar en ekki skattarnir sem gera það að verkum að fólk þarf á allskyns bótum og greiðslum að halda.

Menningarnótt Geirs Ágústssonar í boði .is sem er og verður elskuð, dýrkuð og dáð af mér (þrátt fyrir að hún spili baddíngton).

Kaffibollinn minn var þveginn að innan um daginn. Núna bragðast kaffið úr honum illa, eiginlega flatt. Seinast þegar einhver þvoði kaffibollann minn að innan tók næstum 2 mánuði að byggja upp almennilega skán aftur. Af hverju gerir fólk mér þennan grikk?!

Danir eru einfeldingar. Við sem fengum sundferð í kajakleikfimi gærdagsins erum búnir að heyra sama brandarann frá öllum brandaraköllunum á vinnustaðnum (sérstaklega þeim sem voru ekki á svæðinu): "Hó, hó ég heyrði að þú hefðir dottið í vatnið í gær, hó hó skoða fiskana?" Færri hafa minnst á hetjudáð mína, að leggja mun stærri og digrari menn í súmóglímu.

Block með Machine Head er yndisleg stemming.

Af einhverjum ástæðum grunar mig að ég muni búa í Vesturbænum eftir 4 ár. Skrýtin tilfinning.

Sommerfest á föstudaginn og spurningin er þessi: Á ég að skemmta mér eða tala við kvenfólk?

Tuesday, September 05, 2006

Ég sé gólfið mitt aftur

Þá er barbafjölskyldan flutt að heiman og ég sé aftur í gólfið heima hjá mér.

Mikið las ég góðan punkt í þéttsetnum strætó í morgun: Þegar stjórnmálamaður segir að "almannavilji" sé fyrir einhverju en leggur jafnframt til að ríkið taki þetta eitthvað að sér, þá er hann að ljúga! Ef almenningur vildi í raun þá mundi hann, án aðstoðar atvinnumanna í því að túlka og knýja á því sem þeir kalla almannavilja. Kristaltært ekki satt?

Í dag kl 14 held ég ásamt litlum verkefnahópi í vinnunni norður til Frederiksværk til að sigla á kanó og síðar borða og væntanlega drekka (áfengi auðvitað, þetta er Danmörk). Ég er í engu stuði fyrir þetta en tók samt með mér nauðsynlegan útbúnað. Þarf bara að byggja upp stemmingu, ekki satt!

Rebekka rokkdrottning er fallegur einstaklingur.

Greyið hún Dóra í deildinni minni. Fyrir um ári síðan brotnaði hún niður af stressi (ofhlaðin bæði í vinnu og heima) núna stefnir í a.m.k. fjórða veikindafríið hennar vegna þess. Hún er augljóslega að berjast en áttar sig ekki á því þegar hún hefur tekið of mikið að sér og því fer sem fer, aftur og aftur.

George Constanza komst einu sinni að því að til að líta mjög upptekinn út væri nóg að sýnast vera mjög pirraður, og vera alltaf stuttur í spuna við fólk. Ég gerði tilraun um daginn þegar ég gat ekki unnið sökum þynnku og þreytu og niðurstöðurnar eru á einu máli: Þetta virkar!

Núna veit ég að ég er ekki lengur í fríi því ég er aftur byrjaður að setjast á postulínið á sama tíma á hverjum degi. Rútínan er hafin á ný.

Jæja, best að fara drukkna á kajak út á hafi.

Saturday, September 02, 2006

Dagdrykkja er god

Netkaffihus eru sveittir stadir en naudsynlegir endrum og eins. Dadi sessunautur gæti ekki verid fallegri madur ef hann reyndi. Er kannski bjorinn og vodkinn ad tala nuna?

Stikkord:
Vinnuthynnka fimmmtu- og føstudag - La Fontaine fyrir kl 22 - Færeyingar - ibudin vægast sagt thjett setin - hardi diskur Svenna - typpid a Dada.

Frettir af islenskri politik eru alltaf fyndnar, barnalegar og heimskulegar. Dæmi: Steingrimur J kemst upp med ad kalla stil VG "gladlegan" og fa thad birt. Otrulegt.

Annars hef eg enga tholinmædi i internet nuna. Solin er komin aftur og solgleraugu eiga ad berast utandyra.