Thursday, September 14, 2006
Molar
Kannski ég reyni að lífga örlítið upp á þessa síðu með einstaka mynd í einstaka færslu. Mynd þessarar færslu var ég að finna í vinnutölvunni (örlítið klippt). Stuð og aftur stuð.
"..the scientists believe women can achieve just as much as men - as long as they work harder." Hressandi svo ekki sé meira sagt.
Tveir leiðinlegustu fótboltaleikir ævi minnar fylltu gærkvöldið og þriðjudagskvöldið hjá mér. Núll-núll eru ekki úrslit til að sætta sig við. ALLT annað er betra! Fótbolti er kominn á svarta listann í bili.
Ég sá ekki lokaþátt Rockstar um daginn en get ímyndað mér hitt og þetta eftir að hafa lesið eftirfarandi: "Magni closed Tuesday's show with a set that included an incendiary version of Deep Purple's ''Hush'' that was the only performance of the night that had me dancing in my living room." Annars spái ég hinni nýju hljómsveit dauða innan þriggja missera og að þeir gefi aldrei meira en einn disk út.
Orðið "frjálshyggja" kemur einu sinni fyrir á blatt.is, undir Frambjóðendur. Í staðinn fyrir frjálshyggju er Heimdallur nú með "frjálslynda framfarastefnu" sem vissulega hljómar nútímalegra en er bara orðaþvælingur og skrum. En það er í sjálfu sér gott að fá það skriflega staðfest að maður gerði enga vitleysu með því að fjarlægja sig Heimdalli á sínum tíma í nafni hugmyndafræðinnar.
Af hverju er ég að tuða út í kosningar hjá Heimdalli? Ég hlýt að hætta því núna.
Kaffihús hljómar eins og góð hugmynd.
Einhver asnakjálkinn eða handklæðahausinn rændi lestarstöðvarhjólinu mínu um daginn (hjólgarmur sem ég notaði til að komast á milli lestarstöðvar og vinnustaðar). Loftlaus dekk, mjög vafasöm bremsa á framdekk og engin á afturdekki, vondur hnakkur, biluð bjalla, og var meira að segja læst! Pirringur minn er gríðarlegur því núna bætast auðveldar 20 mínútur við ferðatímann minn á morgni og kveldi þar til nýtt hjóladrasl finnst eða fæst.
En að jákvæðari nótum: Heimsendir er ekki í nánd svo við getum róleg haldið áfram að bæta umgengni okkar við Móður Jörð á þann hátt sem við höfum gert undanfarna öld eða svo; með því að verða ríkari og ríkari og þar með pjattaðri og pjattaðri og snobbaðri og snobbaðri.
Að jákvæðum og persónulegum nótum: Innan einnar viku verður jólafrí mitt komið á hreint og vitaskuld gleðjast allir yfir því (geta þá planað hvenær á að vera á landinu eða flýja það).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment