Monday, September 18, 2006

Dæs og mæs

Þreyttur mánudagur eftir blautt gærkvöldi yfir fótbolta af öllum gerðum. Heim í dag eins fljótt og ég get og ekkert múður!

Svíum tókst að kjósa af sér vinstrimennina. Svíar eru óttalegir frjálshyggjumenn innan við beinið þótt þeir viðurkenni það ekki (og þaðan af síður íslenskir vinstrimenn). Þó of lítið svo á seinustu 50 árum (fyrir 50 árum var Svíþjóð eitt opnasta og lægstskattaða hagkerfi hins vestræna heims).

Athyglisvert.

Hvenær ætla stuðningsmenn fégjafar frá ríkum löndum til fátækra að átta sig á því að efnahagslegt frelsi er besta þróunaraðstoðin sem völ er á? Þessi skrif eru dæmigerð sjálfsupphafning og alltaf er bara nefnt EITT dæmi um vel heppnaða þróunaraðstoð, Marshall-aðstoðina, þótt það sé með öllu marklaust dæmi um vel heppnaða þróunaraðstoð: "George Mason University economist Tyler Cowen debunked such myths years ago, showing that no correlation existed between the amount of Marshall Plan aid specific nations received and their subsequent rates of economic growth. Their domestic economic policies were the decisive factor." Meira hér. Siðferðisleg skylda manns til að hjálpa fólki í brýnni neyð er hins vegar önnur saga.

Mikið eru þær sætar þessar stelpur orðið í kringum mann.

Jæja líkaminn hefur gefist upp á vinnustaðnum. Þótt fyrr hefði verið. Tek langan dag á morgun.

No comments: