Mikil gleði á heimili mínu núna - netið er komið heim! Verkefnalistinn er strax byrjaður að fæðast og ber þar helst að nefna að celebrity babe dagsins verður sett á laggirnar með Hauki og birt á Dauðaspaðanum. Byrjið að hlakka til!
Danmörk býður velkominn Styrmi Óskarsson og fjölskyldu. Alveg hreint ágætur piltur sá, svo vægt sé til orða tekið.
Danmörk þakkar einnig fyrir nærveru Barbapabba og Barbasnáða en án þeirra væri maður óneitanlega örlítið meira edrú, sem telst til neikvæðs ástands.
Verð samt edrú meira og minna alla næstu helgi því ég ætla að vera hérna að hlusta á mikla snillinga.
Í fréttum er það helst að páfinn drap konu! Nei ekki alveg, en páfinn sagði eitthvað um múslíma og núna er honum kennt um að múslími drap kaþólska nunnu. Þvílík vitleysa. Má orðið ekkert segja til að glæpamenn geti réttlætt ofbeldisverk?
Hið ágæta félag Frjálshyggjufélagið er núna búið að endurnýja stjórn sína sem er hið besta mál. Ég sit sem fastast vitaskuld og krefst þess að vera ávarpaður "Herra stjórnar-með-lim-ur" hér eftir. Þó er ég enginn formaður eins og sumir sem að vísu getur ekki stjórnað-með-lim.
O'Learys hittingur kl 17 ef áminning í símanum segir rétt til. Man Utd-Arsenal virðist vera leikur dagsins. Ef ég lendi á þriðja núll-núll leiknum í röð þá hendi ég með-lims-kortinu mínu (kvenfólk þarf þá bara að athuga hvort ég sé með lim í stað þess að fá bara kort upp á það).
Stjóri hafði rétt fyrir sér varðandi þrif á fáum fermetrum. Ég sagði að fáir fermetrar þýddu "minna að þrífa" en stjóri leiðrétti mig með því að benda á að margir fermetrar dreifðu rykinu um stærra svæði og því þyrfti að þrífa sjaldnar. Svartar hillur hjá mér nú þegar að kalla á þrif. Svei. Þarf kannski að endurskoða þetta með að ætla bara þrífa einu sinni á ári (þó búinn að ryksuga tvisvar síðan í ágúst).
Held ég láti staðar numið hér áður en ég gef misvísandi mynd af mér. Ehm..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Miklu betra að stjórna án lims.... í ljósi þess að þeir sem eru með lim er mestmegnis stjórnað af limnum.........
Þetta er það rangasta sem ég hef heyrt um ævina....
Post a Comment