Þá er Bjarki floginn úr hreiðrinu og skildi íbúðina eftir í töluvert betra ástandi en hann kom að henni í, og skildi þar að auki eftir bjór í ísskápnum! Mikill öðlingur hann Bjarki.
Helgin var í góðu lagi þótt ég muni ekki eftir henni allri - seinast af öllu að hafa skolast snemma úr leik á laugardagskvöldinu. Piltunum góðu tókst að vinna ansi vel á áfengisbirgðunum mínum en þó er engin örvænting tekin við í þeirri deild. Fjarri því.
Ómar litli bróðir er væntanlegur í Köbenhafnar á fimmtudaginn og því fylgir mikil tilhlökkun! Enginn á betri bróður en ég. Enginn!
Mikið eru dönsk fyrirtæki hrifin af því að rukka mann á þriggja mánaða fresti.
Í góðum fréttum frá Köbenhöfn er það helst að,
- Ungdomshuset hefur verið jafnað við jörðu. Þar með fækkaði fundarstöðum skemmdarvarga og iðjuleysingja í borginni um einn.
- Vorið liggur í loftinu. Vonandi tollir það þannig!
- Saxófónspilandi betlarar á besta aldri í rándýrum íþróttaskóm og þykkum vetrarúlpum, sem standa við heilmiklar græjur sem spila undirspil við falskar nóturnar, venjast eins og hver önnur smávægileg truflun á örfáum vikum.
- Dani má temja eins og hverja aðra páfagauka með réttri nálgun og ákveðnum brögðum.
- Samgöngukerfið virkar - í bili!
Hver vill taka að sér að stúta ketti? Ég borga táknræna upphæð fyrir ómakið og fullan efniskostnað (t.d. vegna beitu, eiturs, skóflu og svarts plastpoka).
Er Little Britain sýnt í íslensku sjónvarpi? Ef svo er, af hverju er ekki búið að púa það niður ennþá í nafni pólitísks rétttrúnaðar? Annað eins hefur nú gerst í landi sem lætur örfáa háværa femínista stjórna umræðunni og takmarka funda-, ferða-, einstaklings- og athafnafrelsið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Spurningin ætti frekar að vera - hver er á leiðinni norður fljótlega og nennir að taka kött með sér og henda honum á Bifröst.
Ég skal drepa köttinn gegn táknrænni upphæð & ferðakostnaði.
Anna, kötturinn er í Hafnarfirði en bensínkostnaður er auðvitað greiddur.
Post a Comment